Braut lög en var sýknuð af kröfum 15. apríl 2005 00:01 Vegagerðin braut lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng árið 2003, samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegagerðin var hins vegar sýknuð af bótakröfu Íslenskra aðalverktaka sem áttu lægsta boð í verkið þar sem fyrirtækinu hafði ekki tekist að sýna fram á tjón. Lögmaður Íslenskra aðalverktaka segir dóminn marka tímamót. Dóminum verður að öllum líkindum áfrýjað. Vegagerðin bauð í mars árið 2003 út Héðinsfjarðargöng og voru þau opnuð í maí. Þar kom í ljós að Íslenskir aðalverktakar og NCC áttu lægsta boð, tæplega 6,2 milljarða króna, sem var þremur prósentumt yfir kostnaðaráætlun og um 400 milljónum undir næsta boði. Í júlí var hins vegar ákveðið að fresta verkinu vegna þensluástands og öllum tilboðum hafnað. Íslenskir aðalverktakar sættu sig ekki við þetta og kærðu til kærunefndar útboðsmála sem komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að hafna öllum tilboðum hefði verið ólögmæt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu í dag. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu verkbjóðenda um bætur á þeirri forsendu að ekki hafi verið öruggt að þeir hefðu fengið verkið og að ekki hafi verið færðar óyggjandi sannanir fyrir því að fyrirtækin hefðu þarna orðið af arði af verkinu. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður verktakafyrirtækjanna, fagnar niðurstöðunni um að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi verið ólögmæt. Hann segir dóminn marka tímamót. Svona dómur hafi hvorki fallið hér á landi né annars staðar á Norðurlöndum og eftir því sem hann best viti ekki heldur í Evrópu. Fræðimenn hafi aðallega velt þessu fyrir sér hingað til. Jóhannes Karl telur rök dómsins fyrir að hafna bótakröfunni ekki fullnægjandi, tilboð umbjóðenda hans hafi verið það mikið undir næstlægsta boði og að það hafi verið yfir þeirri kostnaðaráætlun sem Vegagerðin gerði sjálf. Hann býst við að málinu verði áfrýjað. Þetta sé það mikið grundvallarmál um samskipti opinberra verkkaupa og verktaka að það verði að fá skýra niðurstöðu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Vegagerðin braut lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng árið 2003, samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegagerðin var hins vegar sýknuð af bótakröfu Íslenskra aðalverktaka sem áttu lægsta boð í verkið þar sem fyrirtækinu hafði ekki tekist að sýna fram á tjón. Lögmaður Íslenskra aðalverktaka segir dóminn marka tímamót. Dóminum verður að öllum líkindum áfrýjað. Vegagerðin bauð í mars árið 2003 út Héðinsfjarðargöng og voru þau opnuð í maí. Þar kom í ljós að Íslenskir aðalverktakar og NCC áttu lægsta boð, tæplega 6,2 milljarða króna, sem var þremur prósentumt yfir kostnaðaráætlun og um 400 milljónum undir næsta boði. Í júlí var hins vegar ákveðið að fresta verkinu vegna þensluástands og öllum tilboðum hafnað. Íslenskir aðalverktakar sættu sig ekki við þetta og kærðu til kærunefndar útboðsmála sem komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að hafna öllum tilboðum hefði verið ólögmæt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu í dag. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu verkbjóðenda um bætur á þeirri forsendu að ekki hafi verið öruggt að þeir hefðu fengið verkið og að ekki hafi verið færðar óyggjandi sannanir fyrir því að fyrirtækin hefðu þarna orðið af arði af verkinu. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður verktakafyrirtækjanna, fagnar niðurstöðunni um að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi verið ólögmæt. Hann segir dóminn marka tímamót. Svona dómur hafi hvorki fallið hér á landi né annars staðar á Norðurlöndum og eftir því sem hann best viti ekki heldur í Evrópu. Fræðimenn hafi aðallega velt þessu fyrir sér hingað til. Jóhannes Karl telur rök dómsins fyrir að hafna bótakröfunni ekki fullnægjandi, tilboð umbjóðenda hans hafi verið það mikið undir næstlægsta boði og að það hafi verið yfir þeirri kostnaðaráætlun sem Vegagerðin gerði sjálf. Hann býst við að málinu verði áfrýjað. Þetta sé það mikið grundvallarmál um samskipti opinberra verkkaupa og verktaka að það verði að fá skýra niðurstöðu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira