Innlent

Tornæmur maður í fangelsi

Tvítugur fangi á Litla-Hrauni situr hálfu ári lengur inni þar sem Hæstiréttur þyngdi dóm héraðsdóms. Fanginn er dæmdur í eitt og hálft ár þrátt fyrir að sálfræðingur telji greind mannsins "á sviði tornæmis" og að hann hafi veruleg frávik í þroska. Athyglisbrestur og hvatvísi skýri að að einhverju marki ofvirkni hans. Dómarar taldi manninn eiga aðgang að sambærilegri heilbrigðisþjónustu innan múra sem utan og því bæri ekki að skilorðsbinda dóminn. Maðurinn er dæmdur fyrir marga tugi brota. Skjalafals, auðgunar- og umferðarlagabrot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×