Innlent

Þingfesting hjá Lettunum

Þingfesting verður í dag í Héraðsdómi Austurlands í máli tveggja lettneskra starfsmanna, sem hafa sinnt fólksflutningum fyrir GT verktaka á Kárahnjúkasvæðinu án tilskilinna leyfa. Þeir eða fyrirsvarsmenn þeirra koma þá í fyrsta skipti fyrir dóm ásamt verjanda sínum. Ekki er vitað hvort mennirnir taka til varna eða játa sök en þeir og GT verktakar, sem þeir hafa starfað hjá frá því í febrúar, halda því fram að þeir vinni hér á grundvelli þjónustusamnings. Vinnumálastofnun telur að vinna þeirra falli ekki undir ákvæði um þjónustusamninga. Talið er að mennirnir hafi ekki heldur tilskilin ökuréttindi auk þess sem atvinnuleyfi vanti auk þess sem þeir hafi gengið í störf Íslendinga sem GT verktakar hafi sagt upp störfum. Rannsókn lögreglu snerist upprunalega að fjórum starfsmönnum, þremur Lettum og einum Litháa, en tveir mannanna fóru utan eftir að rannsóknin hófst. Hún hófst eftir ábendingu Vinnumálastofnunar. Mennirnir tveir hafa verið úrskurðaðir í farbann til 29. apríl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×