Sport

Leik Inter og Milan hætt

Leik Inter og AC Milan í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var hætt í kvöld vegna óláta áhorfenda. Markus Merk, dómari leiksins, blés leikinn af og kallaði leikmenn til búningsherbergja á 73. mínútu eftir að stuðningsmenn Inter skutu ógrynni af flugeldum inná leikvanginn er mark var dæmt af Inter.  Dida, markvörður Milan, varð fyrir einum flugeldinum, en hann var heppinn að flugeldurinn hitti hann í öxlina en ekki andlitið, en hann brenndist lítillega. Merk reynda að hefja leik að nýju eftir 27 mínútna hlé, en um leið og leikurinn hófst að nýju hófu stuðningsmenn Inter að skjóta flugeldum aftur inn á völlinn og því hafði Merk engan kost nema flauta leikinn af. Milan var 1-0 yfir eftir að Andrei Shevchenko hafði skorað er lætin hófust og samanlagt 3-0. Ekki er vitað hvað gerist í framhaldinu en Uefa mun ekki taka ákvörðun fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Líklegt er þó að Milan muni verða dæmdur sigur. Uefa ætlar að rannsaka málið og má telja víst að Inter er ekki í góðum málum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×