Sport

Del Piero miðlar til aðdáandanna

Fyrirliði Juventus, Alessandro Del Piero, hefur miðlað til stuðningsmanna Juventus um að haga sér vel á leik liðsins gegn Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Mikið hefur verið talað um öryggi þeirra 2500 stuðningsmanna Liverpool sem á leiknum verða en yfir 1000 lögreglumenn verða á leiknum til að hafa hemil á áhorfendum. Stuðningsmenn Liverpool báðust afsökunar á þeirra hlut í Heysel harmleiknum á Anfeild fyrir viku með táknrænum hætti, en Ítölsku stuðningsmenn tóku ekki vel í það, snéru baki í völlinn, ráku löngu töng upp í loft og púuðu. Del Piero hefur nú beðið stuðningsmenn sína að haga sér vel annað kvöld. ,,Heysel harmleikurinn er sársaukafull minning sem við getum ekki breytt, en ég tel að okkar stuðningsmenn ættu að sjá að sér og taka afsökunarbeiðni Liverpool stuðningsmannanna. Það sem gerðist fyrir 20 árum má ekki, og verður ekki, gleymt. Við eigum að muna. En mikilvægast af öllu er að við lærum af reynslunni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×