Lífið

Ísskápurinn tekinn í gegn

Ekki nægir að færa hlutina lítilega til og þurrka auða bletti með tusku heldur þarf að taka allt út og þrífa almennilega. Hér er farið skilmerkilega yfir hvernig ísskápur er þrifinn: 1. Slökktu á ísskápnum. 2. Taktu allan mat út og hentu þeim sem er ónýtur. 3. Tíndu út allar hillur og skúffur og þrífðu ísskápinn vel að innan með svampi og volgu sápuvatni. Ágætt er að nota eyrnapinna til að þrífa raufar þar sem vökvi gæti hafa lekið. 4. Fylltu vaskinn af volgu sápuvatni og láttu hillurnar og skúffurnar liggja í því í smástund. Þvoðu hillurnar og skúffurnar í höndunum og láttu þorna vel áður en þú settur þær aftur inn í skápinn. 5. Kveiktu aftur á ísskápnum og raðaðu hillunum aftur inn. 6. Þrífðu skápinn vel að utan og meðfram hurðum með volgu sápuvatni. 7. Settu matinn aftur inn, en þurrkaðu af öllum klístruðum krukkum áður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.