Lífið

Bleeeesaður, Kristján!

Kristján Kristjánsson tónlistarmaður kom í fyrsta sinn til New York fyrir nokkru og heillaðist mjög af borginni, bæði andrúmsloftinu og byggingunum. Empire State er í mestu uppáhaldi.

Sérstaklega fannst honum eitt hús standa upp úr, bæði almennt og fyrir honum persónulega. "Empire State Building er æðislegt hús og glæsileg bygging. Þar er eins og maður sé kominn inn í í fimmta áratuginn og bók eftir Raymond Chandler. Mér finnst alltaf að ég gæti mætt Philip Marlowe í anddyrinu," segir KK, og naut stemmingarinnar í botn. "Það var svo gott að vera í New York þar sem enginn þekkir mann. Ég fór upp á efstu hæðina í Empire State, stóð þar og teygði úr mér og naut þess að vera frjáls og óþekktur og þá heyrði ég allt í einu sagt: Nei, Kristján Bleeeeessaður, þúú hérna!. Og þá var ég allt í einu ekki lengur einn," segir hann og kímir. Fleiri byggingar í New York vöktu hughrif hjá Kristjáni.

"Ég fór inn á Chelsa Hotel, svo margt sem hefur gerst þar. Ég sá fyrir mér Leonard Cohen og Janice Joplin og Sid og Nancy. Maður finnur fyrir "gothic"-andanum þarna inni- og dauðanum. Margir hafa farið þar inn og verið bornir út aftur en sumir sem betur fer labbað út á tveimur fótum ... eins og ég."

KK er að vanda með mörg járn í eldinum. "Ég er að búa til tónlist með Steina í Hjálmum og svo vorum við Maggi Eiríks að leggja lokahönd á ferðalagaplötu sem heitir einfaldlega Fleiri ferðalög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.