Sport

Mourinho verður í stúkunni

Jose Mourinho segist muni verða í áhorfendastúkunni þegar Chelsea sækir Bayern Munchen heim á Ólympíuleikvanginn í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni í vikunni. Mourinho fylgdist með fyrri leiknum í sjónvarpi fjarri vellinum vegna tveggja leikja banns sem hann fékk á dögunum og voru menn farnir að leiða líkum að því að hann myndi gera hið sama í Þýskalandi. "Ég verð meðal áhorfenda eða í VIP stúkunni. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ef þeir skora snemma eða jafnvel seint í leiknum, gætum við lent í miklum vandræðum," sagði Mourinho, sem segir framtíð sína hjá félaginu ekki í hættu, þrátt fyrir ítrekaðar fréttir um að hann sé óánægður með ónógan stuðning frá stjórn félagsins. Hann er nú að íhuga nýtt samningstilboð frá eiganda félagsins, sem myndi gera hann að hæstlaunaðasta knattspyrnustjóra á Bretlandseyjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×