Sport

Vörnin svaf á verðinum

Roberto Manchini, knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu, er ekki tilbúinn að játa sig sigraðan, þótt lið hans hafi beðið lægri hlut gegn grönnum sínum í AC Milan í Meistaradeildinni í gær. "Við erum ekki dottnir út ennþá. Liðin eiga enn eftir að leika 90 mínútur í viðbót og mér fannst við vera betri aðilinn hálfan leikinn í gær," sagði Manchini. "Mér fannst AC Milan ekki eiga það skilið að vinna okkur 2-0 og markvörður þeirra kom í veg fyrir að leikurinn yrði jafnari. Við erum tveimur mörkum undir í rimmunni, en við fáum Adirano inn í hópinn í næsta leik og hann gæti riðið baggamuninn fyrir okkur. Við vorum klaufar að fá á okkur þessi mörk og mér fannst vörnin vera steinsofandi í þeim báðum", sagði Manchini.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×