Hver má kaupa? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 4. apríl 2005 00:01 Loksins fer að komast eitthvað vit í umræðuna um sölu Símans. Hingað til hefur það ekki verið á hreinu hvað er verið að selja, hvenær salan átti að fara fram og hvernig. Það að Síminn skuli vera seldur er jákvætt. Það hljóta flestir að vera sammála forsætisráðherra og fjármálaráðherra í því að ríkið á ekki að vera að skipta sér af almennum markaði með þessum hætti. Vonandi verður það því Símanum og notendum hans til góðs að fá nýja eigendur. Margir eru þó undrandi yfir því hvernig salan á að fara fram. Í Silfri Egils nú um helgina reyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis að reyna að færa rök fyrir því að þrír fjárfestar eða fleiri þýddi til dæmis ekki að verið væri að halda erlendum fjárfestum frá Símanum. Deutche Telecom, eða BT þurfa bara að finna sér samstarfsaðila hér á Íslandi (væntanlega því þeir eiga að þekkja markaðinn), aðila sem þeir treysta til að starfa með í tvö ár, áður en þeir selja 30 prósenta hlut til landsmanna aftur. Það var líka auðheyrt á málflutningnum í gær að það er betra að hafa Íslenska fjárfesta í dæminu. Kannski vegna þess að þeim er betur treyst til að sinna símaþörfum Súgfirðinga? Þrátt fyrir að það sé ekkert sem bendi til þess að íslenskir fjárfestar munu frekast standa við slíkar áætlanir en erlendir aðilar. Og þrátt fyrir að aðeins lægra verð fáist. Það á eftir að skýra hvernig aðilar eru tengdir. Væntanlega eru fjölskyldutengsl útilokuð. Eru viðskiptatengsl einnig útilokuð? Fyrrum fjölskyldutengsl? Mega þrír aðilar bjóða í Símann með sama viðskiptabanka sem bakhjarl? Tengdir aðliar mega ekki kaupa Símann saman. Ég óska bara einkavæðinganefnd góðs gengis að finna einhverja aðila sem ekki eru tengdir einhvern vegin. Til að lenda ekki slíkri krísu er best að útskýra svona orðalag strax. Annað sem staldrað er við, er að kaupendur mega bara eiga sinn hlut 100 prósent fram til ársloka 2007. Þá skal 30 prósenta hlutur seldur landsmönnum í gegn um Kauphöllina. Margir þeirra sem voru búnir að fylgjast með hlutum sínum í gömlu ríkisbönkunum voru farnir að hlakka til að fjárfesta í enn öðru ríkisfyrirtæki. Þetta hlýtur að vera vonbrigði fyrir þá. Ef Síminn er það mögnuð fjárfesting, að það er hægt að fá kaupendur til leiks, sem þurfa að selja aftur eftir tvö ár, væntanlega með tilætlaðri gróðavon, af hverju fá landsmenn ekki að vera með strax frá upphafi. Kaupendur eru í raun með kaupunum að leggja til mikið fjármagn í stuttan tíma. Það munu þeir ekki gera nema eiga von á einhverju í staðinn. Ef Síminn á að fara á markað, hví ekki strax? Í upphafi var því velt hvort kaupendur Símans þyrftu að vera íslenskir. Fyrst svo er, af hverju má það ekki vera íslenskur almenningur. Strax í upphafi? Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Loksins fer að komast eitthvað vit í umræðuna um sölu Símans. Hingað til hefur það ekki verið á hreinu hvað er verið að selja, hvenær salan átti að fara fram og hvernig. Það að Síminn skuli vera seldur er jákvætt. Það hljóta flestir að vera sammála forsætisráðherra og fjármálaráðherra í því að ríkið á ekki að vera að skipta sér af almennum markaði með þessum hætti. Vonandi verður það því Símanum og notendum hans til góðs að fá nýja eigendur. Margir eru þó undrandi yfir því hvernig salan á að fara fram. Í Silfri Egils nú um helgina reyndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis að reyna að færa rök fyrir því að þrír fjárfestar eða fleiri þýddi til dæmis ekki að verið væri að halda erlendum fjárfestum frá Símanum. Deutche Telecom, eða BT þurfa bara að finna sér samstarfsaðila hér á Íslandi (væntanlega því þeir eiga að þekkja markaðinn), aðila sem þeir treysta til að starfa með í tvö ár, áður en þeir selja 30 prósenta hlut til landsmanna aftur. Það var líka auðheyrt á málflutningnum í gær að það er betra að hafa Íslenska fjárfesta í dæminu. Kannski vegna þess að þeim er betur treyst til að sinna símaþörfum Súgfirðinga? Þrátt fyrir að það sé ekkert sem bendi til þess að íslenskir fjárfestar munu frekast standa við slíkar áætlanir en erlendir aðilar. Og þrátt fyrir að aðeins lægra verð fáist. Það á eftir að skýra hvernig aðilar eru tengdir. Væntanlega eru fjölskyldutengsl útilokuð. Eru viðskiptatengsl einnig útilokuð? Fyrrum fjölskyldutengsl? Mega þrír aðilar bjóða í Símann með sama viðskiptabanka sem bakhjarl? Tengdir aðliar mega ekki kaupa Símann saman. Ég óska bara einkavæðinganefnd góðs gengis að finna einhverja aðila sem ekki eru tengdir einhvern vegin. Til að lenda ekki slíkri krísu er best að útskýra svona orðalag strax. Annað sem staldrað er við, er að kaupendur mega bara eiga sinn hlut 100 prósent fram til ársloka 2007. Þá skal 30 prósenta hlutur seldur landsmönnum í gegn um Kauphöllina. Margir þeirra sem voru búnir að fylgjast með hlutum sínum í gömlu ríkisbönkunum voru farnir að hlakka til að fjárfesta í enn öðru ríkisfyrirtæki. Þetta hlýtur að vera vonbrigði fyrir þá. Ef Síminn er það mögnuð fjárfesting, að það er hægt að fá kaupendur til leiks, sem þurfa að selja aftur eftir tvö ár, væntanlega með tilætlaðri gróðavon, af hverju fá landsmenn ekki að vera með strax frá upphafi. Kaupendur eru í raun með kaupunum að leggja til mikið fjármagn í stuttan tíma. Það munu þeir ekki gera nema eiga von á einhverju í staðinn. Ef Síminn á að fara á markað, hví ekki strax? Í upphafi var því velt hvort kaupendur Símans þyrftu að vera íslenskir. Fyrst svo er, af hverju má það ekki vera íslenskur almenningur. Strax í upphafi? Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun