Útvarpsráð ræðir málin á þriðjudag 2. apríl 2005 00:01 Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Á sínum tíma þegar Ívar Guðmundsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra Útvarps eftir mótmæli starfsmanna var starfið auglýst að nýju. Ekki er ólíklegt að telja að það verði einnig gert nú. Bæði útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs hafa lýst því yfir að fréttamenn Ríkisútvarpsins hafi gengið hart fram gegn Auðuni Georg og jafnvel misnotað aðstöðu sína og miðilinn sem þeir starfa hjá. Fréttamenn hafa aftur ítrekað lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra og sagt hann ekki bera hagsmuni starfsmanna fyrir brjósti. Eðlilegt er að spyrja hvernig menn geti starfað saman eftir þetta. G. Pétur Matthíasson fréttamaður er einn þeirra sem haldið hefur uppi gagnrýni á þátt útvarpsstjóra í málinu. Hann telur að menn muni reyna að brúa einhver bil. Fréttamenn hafi lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Útvarpsstjóri hljóti að skoða sinn þátt í því rækilega og menn eigi að gefa honum tækifæri til þess. Auðun Georg Ólafsson hafi hætt mjög skyndilega við að taka við starfi fréttastjóra í gær og Markús verði fyrir sig að skoða málið mjög vel því hann hafi ráðið Auðun Georg. Einhverja ábyrgð hljóti útvarpsstjóri að bera á því öllu saman. Aðspurður um gagnrýni útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs um að fréttamenn hafi gengið of hart fram í málinu, og formaður útvarpsráðs hafi líkt framgöngunni við gróft einelti, segir G. Pétur ótrúlegt að hlusta á þessa eineltisumræðu. Þegar fréttamenn vinni vinnuna sína, segi fréttir og taki viðtöl, megi þeir ekki segja fréttir af ráðamönnum eða atburðum án þess að það sé kallað einelti. Furðulegt sé að fréttamannastarfið sé orðið einelti ef menn gangi að mönnum. Hann telji að fréttamenn hafi ekki gengið neitt rosalega hart fram í málinu. Þeir hafi reynt að vanda sig eins og þeir gátu en ekki sé auðvelt að fjalla um fréttastofuna sem þeir vinni á. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, svaraði ekki skilaboðum fréttastofu Bylgjunnar í morgun. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Óljóst er hvernig staðið verður að ráðningu nýs fréttastjóra Útvarps eftir að Auðun Georg Ólafsson ákvað að taka ekki starfinu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöld, eftir að fréttamaður færði honum tíðindin, að málið yrði að tekið upp á fundi útvarpsráðs næsta þriðjudag. Á sínum tíma þegar Ívar Guðmundsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra Útvarps eftir mótmæli starfsmanna var starfið auglýst að nýju. Ekki er ólíklegt að telja að það verði einnig gert nú. Bæði útvarpsstjóri og formaður útvarpsráðs hafa lýst því yfir að fréttamenn Ríkisútvarpsins hafi gengið hart fram gegn Auðuni Georg og jafnvel misnotað aðstöðu sína og miðilinn sem þeir starfa hjá. Fréttamenn hafa aftur ítrekað lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra og sagt hann ekki bera hagsmuni starfsmanna fyrir brjósti. Eðlilegt er að spyrja hvernig menn geti starfað saman eftir þetta. G. Pétur Matthíasson fréttamaður er einn þeirra sem haldið hefur uppi gagnrýni á þátt útvarpsstjóra í málinu. Hann telur að menn muni reyna að brúa einhver bil. Fréttamenn hafi lýst yfir vantrausti á útvarpsstjóra vegna ráðningarinnar. Útvarpsstjóri hljóti að skoða sinn þátt í því rækilega og menn eigi að gefa honum tækifæri til þess. Auðun Georg Ólafsson hafi hætt mjög skyndilega við að taka við starfi fréttastjóra í gær og Markús verði fyrir sig að skoða málið mjög vel því hann hafi ráðið Auðun Georg. Einhverja ábyrgð hljóti útvarpsstjóri að bera á því öllu saman. Aðspurður um gagnrýni útvarpsstjóra og formanns útvarpsráðs um að fréttamenn hafi gengið of hart fram í málinu, og formaður útvarpsráðs hafi líkt framgöngunni við gróft einelti, segir G. Pétur ótrúlegt að hlusta á þessa eineltisumræðu. Þegar fréttamenn vinni vinnuna sína, segi fréttir og taki viðtöl, megi þeir ekki segja fréttir af ráðamönnum eða atburðum án þess að það sé kallað einelti. Furðulegt sé að fréttamannastarfið sé orðið einelti ef menn gangi að mönnum. Hann telji að fréttamenn hafi ekki gengið neitt rosalega hart fram í málinu. Þeir hafi reynt að vanda sig eins og þeir gátu en ekki sé auðvelt að fjalla um fréttastofuna sem þeir vinni á. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, svaraði ekki skilaboðum fréttastofu Bylgjunnar í morgun.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira