Fréttastjóri í einn dag 1. apríl 2005 00:01 "Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Móttökur fréttamanna Útvarpsins í gærmorgun voru í takt við það sem á undan er gengið síðan útvarpsstjóri ákvað að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra. Á kynningarfundi sem hann mætti á, ásamt Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs, afhentu fréttamenn honum ályktanir þar sem sagði að þeir hygðust ekki vinna með honum. Auðun Georg kvaðst hafa fullan skilning á því að þeir fréttamenn sem ekki treystu honum myndu hætta störfum. Hann sagðist hins vegar mundu gera vel við þá sem kysu að starfa með honum. Hann kysi að menn sneru bökum saman og horfðu til framtíðar. Auðun Georg kvaðst hvorki hafa gert neitt rangt né neitt á hlut starfsmanna RÚV. Það eina sem hann hefði gert hefði verið að sækja um og fá fréttastjórastarfið. Eftir fundinn í gærmorgun kvaðst hann enn ala þá von í brjósti að sá vandi sem uppi væri á Ríkisútvarpinu leystist á farsælan hátt. Þegar leið á daginn virðist hann hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú von hans yrði ekki að veruleika. Auðun Georg tilkynnti skömmu fyrir klukkan sex síðdegis að hann tæki starfinu ekki. Hann lýsti ástæðunum fyrir því að hann hugðist í fyrstu taka starfinu svo: "Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hótað, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi." Þetta þótti honum ekki ganga eftir. "Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar," sagði Auðun Georg. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
"Ég eflist við hverja raun," sagði Auðun Georg Ólafsson eftir að hafa hitt starfsmenn Ríkisútvarpsins í gærmorgun, tæpum hálfum sólarhring áður en hann tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að taka við starfi fréttastjóra fréttastofu útvarps. Móttökur fréttamanna Útvarpsins í gærmorgun voru í takt við það sem á undan er gengið síðan útvarpsstjóri ákvað að ráða Auðun Georg í starf fréttastjóra. Á kynningarfundi sem hann mætti á, ásamt Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra og Boga Ágústssyni, forstöðumanni fréttasviðs, afhentu fréttamenn honum ályktanir þar sem sagði að þeir hygðust ekki vinna með honum. Auðun Georg kvaðst hafa fullan skilning á því að þeir fréttamenn sem ekki treystu honum myndu hætta störfum. Hann sagðist hins vegar mundu gera vel við þá sem kysu að starfa með honum. Hann kysi að menn sneru bökum saman og horfðu til framtíðar. Auðun Georg kvaðst hvorki hafa gert neitt rangt né neitt á hlut starfsmanna RÚV. Það eina sem hann hefði gert hefði verið að sækja um og fá fréttastjórastarfið. Eftir fundinn í gærmorgun kvaðst hann enn ala þá von í brjósti að sá vandi sem uppi væri á Ríkisútvarpinu leystist á farsælan hátt. Þegar leið á daginn virðist hann hins vegar hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú von hans yrði ekki að veruleika. Auðun Georg tilkynnti skömmu fyrir klukkan sex síðdegis að hann tæki starfinu ekki. Hann lýsti ástæðunum fyrir því að hann hugðist í fyrstu taka starfinu svo: "Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hótað, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi." Þetta þótti honum ekki ganga eftir. "Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar," sagði Auðun Georg.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira