Ekki benda á mig Hafliði Helgason skrifar 31. mars 2005 00:01 Ársfundur Seðlabankans er virðuleg samkoma. Þar skiptast á skoðunum formaður bankastjórnar Seðlabankans og forsætisráðherra. Mættir eru ríkisstjórnin, bankaráð bankans og starfsmenn hans. Allir helstu forkólfar fjármálalífsins mæta og hlýða á boðskapinn. Þetta eru samkomur hinna háttvísu og menn fara fínt í að gagnrýna hver annan á slíkum samkomum. Hagstjórn og leiðir til jafnvægis í þjóðarbúskapnum eru flókin mál og því fátt eðlilegra en að menn skiptist á skoðunum um slík mál. Að vel takist til varðar alla landsmenn. Sökum háttvísinnar og kurteislegrar rökræðu þarf oft að lesa á milli línanna í málflutningnum. Í ár má segja að yfirskriftin hafi verið: Ekki benda á mig! Forsætisráðherra sagði ekki benda á mig þegar leitað er orsaka þenslunnar. Styrking krónunnar er vaxtahækkunum Seðlabankans að kenna. Lánsfé streymir inn í landið og styrkir krónuna vegna vaxtamunarins. Halldór benti á að innstreymi erlenda fjárins vægi mun þyngra í styrkingunni, en innstreymi vegna fjárfestinga í stóriðju. Birgir Ísleifur sagði hins vegar að ekki þýddi að benda á Seðlabankann. Hann væri að bregðast við þenslunni sem væri vegna stóriðjuframkvæmda og aukinna útlána vegna íbúðakaupa sem aftur væri Íbúðalánasjóði (lesist ríkinu) og bönkunum að kenna. Bankarnir svara og segja: Ekki benda á mig. Við urðum að bregðast við þegar Íbúðalánasjóður boðaði 90 prósenta lánin, annars hefðum við orðið undir í samkeppninni. Bankarnir eru fullir af peningum sem þeir verða að koma í vinnu ef hluthafarnir eiga ekki að verða fúlir. Hlutafarnir vilja auðvitað ekki að bent sé á þá. Þeir geri bara kröfu um það að fá arðsemi af fjárfestingu sinni. Forsætisráðherra sagði líka að ríkið hefði staðið sig vel í að halda aftur af útgjöldum. Sveitarfélögin væru hins vegar að auka útgjöld sín. Sveitarfélögunum er hins vegar vandi á höndum þegar eftirspurn eftir húsnæði eykst og menn fá skammir fyrir lóðaskort. Þá þarf að auka útgjöld vegna lóðaframkvæmda. Svo þarf að byggja nýjan leikskóla og skóla fyrir nýja íbúa í nýbyggðu hverfi. Sveitarfélögin eiga því bágt með að halda aftur af útgjöldunum í núverandi þenslu. Þau mættu hins vegar reyna meira og gætu sparað talsvert með því að sameinast. Seðlabankinn bendir aftur á Íbúðalánasjóð. Hlutverk hans þurfi að endurskilgreina svo hann hætti að keppa við bankana. Svona kasta menn á milli sín þensluboltanum í umræðunni um hagstjórnina. Stóriðjan er náttúrlega það sem ýtir þenslunni af stað. 90 prósenta lánin ýttu svo bönkunum af stað og skattalækkanirnar klingja undir og hefa deig verðbólgunnar enn frekar. Seðlabankinn verður að hækka vextina til að sporna gegn þenslunni meðan íslenska eyðsluklóin hans Margeirs Péturssonar kaupir sér lúxusjeppa frá Ameríku. Vill fá hann strax, þó hún ætli líka með tvær risaferðatöskur á mann í fjölskyldunni til Florída í sumarfrí. Loftkældu mollin eru svo notaleg svona þegar sólin er hæst á lofti þarna í Florída. Svo er komið heim með fullar töskur af raftækjum, fötum og skóm keyptar fyrir útsöludollara. Eyðsluklóin segir auðvitað líka ekki benda á mig. Ég greip bara tækifærið, endurfjármagnaði yfirdráttinn með fjörtíu ára láni (yfirdrátturinn er reyndar aðeins byrjaður að tikka aftur), nýtti mér þennan hagstæða dollara og er loksins komin á almennilegan bíl. Auðvitað eiga allir að vera ábyrgir og skynsamir. Staðreyndin er hins vegar sú að ábyrgð á hagstjórn hvílir á stjórnvöldum. Þau marka efnahagsstefnuna og það sem hinir gera eru einfaldlega viðbrögð við því umhverfi sem er hverju sinni. Einstaklingar hegða sér í samræmi við tækifæri sín. Fyrirtæki og bankar reyna að hámarka arð sinn og styrkja samkeppnisstöðu sína. Bankarnir eru í samkeppni á frjálsum markaði og stjórmálamenn geta ekki lengur beitt þá þrýstingi í gegnum pólitískt skipuð bankaráð.Sveitarfélögin reyna að bregðast við kröfum íbúanna og Seðlabankinn tekur vaxtaákvarðanir í samræmi við ástandið í efnahagslífinu. Þessir aðilar geta með þokkalegri samvisku sagt að ekki sé rétt að benda á þá. Fyrir ríkisstjórn dugar hins vegar ekki að hrópa: Ekki benda á mig! Og ekkert frekar þótt hrópað sé oft og hátt.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ársfundur Seðlabankans er virðuleg samkoma. Þar skiptast á skoðunum formaður bankastjórnar Seðlabankans og forsætisráðherra. Mættir eru ríkisstjórnin, bankaráð bankans og starfsmenn hans. Allir helstu forkólfar fjármálalífsins mæta og hlýða á boðskapinn. Þetta eru samkomur hinna háttvísu og menn fara fínt í að gagnrýna hver annan á slíkum samkomum. Hagstjórn og leiðir til jafnvægis í þjóðarbúskapnum eru flókin mál og því fátt eðlilegra en að menn skiptist á skoðunum um slík mál. Að vel takist til varðar alla landsmenn. Sökum háttvísinnar og kurteislegrar rökræðu þarf oft að lesa á milli línanna í málflutningnum. Í ár má segja að yfirskriftin hafi verið: Ekki benda á mig! Forsætisráðherra sagði ekki benda á mig þegar leitað er orsaka þenslunnar. Styrking krónunnar er vaxtahækkunum Seðlabankans að kenna. Lánsfé streymir inn í landið og styrkir krónuna vegna vaxtamunarins. Halldór benti á að innstreymi erlenda fjárins vægi mun þyngra í styrkingunni, en innstreymi vegna fjárfestinga í stóriðju. Birgir Ísleifur sagði hins vegar að ekki þýddi að benda á Seðlabankann. Hann væri að bregðast við þenslunni sem væri vegna stóriðjuframkvæmda og aukinna útlána vegna íbúðakaupa sem aftur væri Íbúðalánasjóði (lesist ríkinu) og bönkunum að kenna. Bankarnir svara og segja: Ekki benda á mig. Við urðum að bregðast við þegar Íbúðalánasjóður boðaði 90 prósenta lánin, annars hefðum við orðið undir í samkeppninni. Bankarnir eru fullir af peningum sem þeir verða að koma í vinnu ef hluthafarnir eiga ekki að verða fúlir. Hlutafarnir vilja auðvitað ekki að bent sé á þá. Þeir geri bara kröfu um það að fá arðsemi af fjárfestingu sinni. Forsætisráðherra sagði líka að ríkið hefði staðið sig vel í að halda aftur af útgjöldum. Sveitarfélögin væru hins vegar að auka útgjöld sín. Sveitarfélögunum er hins vegar vandi á höndum þegar eftirspurn eftir húsnæði eykst og menn fá skammir fyrir lóðaskort. Þá þarf að auka útgjöld vegna lóðaframkvæmda. Svo þarf að byggja nýjan leikskóla og skóla fyrir nýja íbúa í nýbyggðu hverfi. Sveitarfélögin eiga því bágt með að halda aftur af útgjöldunum í núverandi þenslu. Þau mættu hins vegar reyna meira og gætu sparað talsvert með því að sameinast. Seðlabankinn bendir aftur á Íbúðalánasjóð. Hlutverk hans þurfi að endurskilgreina svo hann hætti að keppa við bankana. Svona kasta menn á milli sín þensluboltanum í umræðunni um hagstjórnina. Stóriðjan er náttúrlega það sem ýtir þenslunni af stað. 90 prósenta lánin ýttu svo bönkunum af stað og skattalækkanirnar klingja undir og hefa deig verðbólgunnar enn frekar. Seðlabankinn verður að hækka vextina til að sporna gegn þenslunni meðan íslenska eyðsluklóin hans Margeirs Péturssonar kaupir sér lúxusjeppa frá Ameríku. Vill fá hann strax, þó hún ætli líka með tvær risaferðatöskur á mann í fjölskyldunni til Florída í sumarfrí. Loftkældu mollin eru svo notaleg svona þegar sólin er hæst á lofti þarna í Florída. Svo er komið heim með fullar töskur af raftækjum, fötum og skóm keyptar fyrir útsöludollara. Eyðsluklóin segir auðvitað líka ekki benda á mig. Ég greip bara tækifærið, endurfjármagnaði yfirdráttinn með fjörtíu ára láni (yfirdrátturinn er reyndar aðeins byrjaður að tikka aftur), nýtti mér þennan hagstæða dollara og er loksins komin á almennilegan bíl. Auðvitað eiga allir að vera ábyrgir og skynsamir. Staðreyndin er hins vegar sú að ábyrgð á hagstjórn hvílir á stjórnvöldum. Þau marka efnahagsstefnuna og það sem hinir gera eru einfaldlega viðbrögð við því umhverfi sem er hverju sinni. Einstaklingar hegða sér í samræmi við tækifæri sín. Fyrirtæki og bankar reyna að hámarka arð sinn og styrkja samkeppnisstöðu sína. Bankarnir eru í samkeppni á frjálsum markaði og stjórmálamenn geta ekki lengur beitt þá þrýstingi í gegnum pólitískt skipuð bankaráð.Sveitarfélögin reyna að bregðast við kröfum íbúanna og Seðlabankinn tekur vaxtaákvarðanir í samræmi við ástandið í efnahagslífinu. Þessir aðilar geta með þokkalegri samvisku sagt að ekki sé rétt að benda á þá. Fyrir ríkisstjórn dugar hins vegar ekki að hrópa: Ekki benda á mig! Og ekkert frekar þótt hrópað sé oft og hátt.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun