Innlent

Tjáir sig ekki um flutning fanga

Fangelsismálastofnun vill ekkert gefa upp um ástæður þess að kona á fimmtugsaldri, sem afplánar dóm fyrir manndráp, var flutt á einangrunardeild á Litla-Hrauni. Konan sem dvalið hefur í kvennafangelsinu í Kópavogi fékk ekki aðrar skýringar á flutningum en þær að hugmyndir séu uppi um að vista konur sem aflplána langa dóma í auknum mæli fyrir austan fjall. Hún væri frumkvöðull í málefnum langtímafanga. Flutningurinn hefur í för með sér vist í þröngum klefa á næturnar án snyrtiaðstöðu og á daginn er konan að mestu án samneytis við aðra fanga. Systir konunar segir einangrunarvist ekki lausn á vanda konunnar sem stríðir við geðsjúkdóm og fíkniefnavanda. Guðmundur Gíslason, forstöðumaður kvennafangelsisins, segir Fangelsismálastofnun hafa tekið ákvörðun um að flytja konuna. Að honum vitandi hafi hún þó ekki verið flutt milli fangelsa vegna þess að hún hafi brotið af sér. Fréttastofan fór þess á leit við Fangelsismálastofnun í dag að hún útskýrði hvers vegna þessi kona hefði verið flutt á Litla-Hraun, af hverju hún er geymd í einangrunarálmunni og hversu lengi ætlunin væri að geyma hana þar. Forstöðumenn Fangelsismálastofnunar neituðu að svara þeim spurningum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×