Menning

Lyf afgreidd í gegnum lúgu

Lyfjaval hefur opnað fyrsta bílaapótekið á Íslandi að Hæðarsmára í Kópavogi og er það jafnframt hið fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Viðskiptavinir geta keyrt upp að apótekinu og fengið afgreiðslu í gegnum lúgu án þess að stíga út úr bílnum og getur það verið afar hentugt fyrir þá viðskiptavini sem eiga erfitt með að fara úr bílnum. Þjónustan ætti því að nýtast hreyfihömluðu fólki, eldra fólki og fólki sem er með veik börn í bílnum sérstaklega vel. Apótekið hefur verið opið nú í rúman mánuð. Hafa viðtökurnar verið mjög góðar og telja talsmenn Lyfjavals bílaapótekið komið til að vera. Apótekið býður upp á alla hefðbunda þjónustu auk þess sem hægt er að ganga inn í verslun öðrum megin og því ekki aðeins afgreiðsla í gegnum lúgu. Lúguafgreiðslan er opin alla frá 10 á morgnana til miðnættis en verslunin alla daga nema sunnudaga milli kl.10-19.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×