Þrengjum að stjórnmálaflokkunum 29. mars 2005 00:01 Sæll Egill, Ég er eins og margir íslendingar óánægður með hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum kosninga hér á landi. Aftur og aftur hefur það gerst að kjósendum hefur fundist úrslit kosninga lítið hafa að segja varðandi hverskonar ríkisstjórnarsamstarf hefur tekið við. Tilfinningin sem margir hafa er að atkvæðin í raun skipti litlu sem engu máli því margoft hefur það gerst að samsetning nýrrar ríkisstjórnar endurspeglar alls ekki úrslit kosninga eða virðist taka neitt mið af þeim skilaboðum sem flestir telja að kjósendur hafi verið að senda. Þetta er staða sem allir Íslendingar þekkja og búið er að ræða um í áratugi hér á landi. Svo virðist sem heildarþingstyrkur sé það eina sem skipti máli við myndun nýrra ríkisstjórna og stjórnmálamenn hafi fullt vald til að semja sín á milli um ríkisstjórnarsamstarf á hvern þann hátt sem þeim sjálfum hentar hverju sinni. Nú á að endurskoða stjórnarskránna og mér hefur virst sem lítil sem engin umræða hafi farið fram um breytingar sem snúa að stjórnmálamönnunum sjálfum eða hvort/hvernig eigi að takmarka það vald sem stjórnmálamenn eða flokkar hafa til að spila úr niðurstöðum kosninga. MIg langar því að velta upp einni spurningu og kannski ýta því að þér að þú takir það upp hjá þér að ræða þetta mál í þætti þínum. Væri ekki athugandi að þrengja frelsi stjórnmálaflokka varðandi myndun ríkisstjórna með því að binda nýjar reglur í stjórnarskránna. Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu. Að mínu mati ætti þetta að auðvelda verulega stjórnarmyndunarviðræður bæði milli flokka en ekki síður innan flokkanna. Það sem er þó mikilvægast er að íbúar landsins fengju skýr skilaboð um mikilvægi atkvæða þeirra, lýðræðið væri sett í öndvegi og hætta á spillingu og þröngum einka- og sérhagsmunum væri minnkuð verulega. Með kveðju, Hannes Richardsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Sæll Egill, Ég er eins og margir íslendingar óánægður með hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum kosninga hér á landi. Aftur og aftur hefur það gerst að kjósendum hefur fundist úrslit kosninga lítið hafa að segja varðandi hverskonar ríkisstjórnarsamstarf hefur tekið við. Tilfinningin sem margir hafa er að atkvæðin í raun skipti litlu sem engu máli því margoft hefur það gerst að samsetning nýrrar ríkisstjórnar endurspeglar alls ekki úrslit kosninga eða virðist taka neitt mið af þeim skilaboðum sem flestir telja að kjósendur hafi verið að senda. Þetta er staða sem allir Íslendingar þekkja og búið er að ræða um í áratugi hér á landi. Svo virðist sem heildarþingstyrkur sé það eina sem skipti máli við myndun nýrra ríkisstjórna og stjórnmálamenn hafi fullt vald til að semja sín á milli um ríkisstjórnarsamstarf á hvern þann hátt sem þeim sjálfum hentar hverju sinni. Nú á að endurskoða stjórnarskránna og mér hefur virst sem lítil sem engin umræða hafi farið fram um breytingar sem snúa að stjórnmálamönnunum sjálfum eða hvort/hvernig eigi að takmarka það vald sem stjórnmálamenn eða flokkar hafa til að spila úr niðurstöðum kosninga. MIg langar því að velta upp einni spurningu og kannski ýta því að þér að þú takir það upp hjá þér að ræða þetta mál í þætti þínum. Væri ekki athugandi að þrengja frelsi stjórnmálaflokka varðandi myndun ríkisstjórna með því að binda nýjar reglur í stjórnarskránna. Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu. Að mínu mati ætti þetta að auðvelda verulega stjórnarmyndunarviðræður bæði milli flokka en ekki síður innan flokkanna. Það sem er þó mikilvægast er að íbúar landsins fengju skýr skilaboð um mikilvægi atkvæða þeirra, lýðræðið væri sett í öndvegi og hætta á spillingu og þröngum einka- og sérhagsmunum væri minnkuð verulega. Með kveðju, Hannes Richardsson
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun