Reyndi að selja sjálfum sér Essó 23. mars 2005 00:01 Óheilbrigðir viðskiptahættir Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, og tilraun hans til að ná meirihluta í félaginu varð til þess að traustið á milli stærstu hluthafa Kers brast um mitt síðasta ár, segir Páll Þór Magnússon framkvæmdastjóri Sunds. Átökin í kringum Festingu, sem rekur m.a. fasteignir Essó og Samskipa, síðastliðinn föstudag er ein birtingarmynd þess. Með því að auka hlutafé Festingar náðu aðilar tengdir Sundi og Nordic Partners meirihluta í félaginu og þar með að tryggja stöðu sína. Kröfðust meirihlutaeigendur Kers lögbanns á gjörninginn fyrir Sýslumanninum í Reykjavík í gær. Var málinu frestað til 4. apríl. Í júní í fyrra var forsvarsmönnum Sunds og Nordic Partners, sem nýlega seldu fjárfestingafélaginu Gretti um 35% í Keri, ljóst að þeir þurftu að vinna saman til að frjósa ekki inni með áhrifalausan eignarhlut í félaginu, segir Páll Þór. Forsvarsmenn félaganna treystu ekki Ólafi og sumum af æðstu stjórnendum Kers. Höfðu nokkur mál komið upp sem leiddi til þess að traustið hvarf. Ker ræður m.a. yfir Samskipum og Essó. Sund er eignarhaldsfélag fjölskyldu Óla í Olís og undir forystu Jóns Kristjánssonar. Jón Þór Hjaltason hefur hins vegar verið í forsvari fyrir Nordic Partners. Traustið hvarf Páll segir að Ólafur Ólafsson hafi síðasta sumar ýtt mikið á að Nordic Partners, sem áttu rúm 10% í Keri, færu út úr félaginu. Hann telur að hans vilji hafi verið sá að kaupa hlutinn og ná meirihluta í félaginu með 51% hlutdeild í samvinnu við æðstu stjórnendur félagsins. Á svipuðum tíma hafi Ólafur gengið á milli hluthafa til að afla stuðnings við að selja Olíufélagið Essó út úr Keri. Páll segir að þeir hafi upphaflega ekki lagst gegn því enda ávallt lagt traust á gerðir leiðtogans. Síðar hafi svo komið í ljós að félagið sem átti að kaupa Essó var í m.a. eigu Ólafs sjálfs. "Eftir þetta hvarf traustið í hópnum," segir Páll og þeir hafi séð hvaða siðferði bjó að baki þessum viðskiptaháttum. Framkvæmdastjóri Sunds segir að þeir hafi viljað koma á hluthafasamkomulagi og samningi um forkaupsrétt til að geta losað sig við fjórðungshlut í Keri yrði einn hluthafi ráðandi í félaginu, eins og tilraunir stóðu til. Eigendur Sunds og Nordic Partners hafi líka talað um að selja á sama tíma hlutabréfin í Keri. Það sé ekki rétt, sem haldið hafi verið fram, að Sund hafi svikið eitthvert samkomulag um forkaupsrétt við núverandi hluthafa á þeirra hlut í Keri eins og Kristján Loftsson, stjórnarformaður Kers, hafi haldið fram. Þarna sé búið að snúa hlutunum á hvolf enda sé venjan sú að minnihluti krefst yfirleitt hlutahafasamkomulags gagnvart meirihluta. Um þetta leyti fóru forsvarsmenn Sunds og Nordic Partners að kanna hvort fleiri dæmi um óeðlilega viðskiptahætti væru að finna í kringum Ker, sem þeir áttu samanlagt 35% hlut í. Mikil tortryggni var milli stærstu hluthafa á þessum tíma. Nú er meðal annars verið að athuga, að sögn Páls, hverjir standi á bak við um fjórðungshlut þýska bankans, Hauck & Aufhäuser Privatbankiers, í Eglu. Ker á meirihluta í Eglu, sem er næststærsti hluthafi í KB banka, með tæp 10%. Boðinn hlutur í Eglu Páll segir að fyrir síðustu jól hafi hluthöfum í Eglu boðist að kaupa hlut Hauck & Aufhäuser í félaginu fyrir um fjóra til fimm milljarða króna.. Höfðu þeir frest fram að áramótum til að svara tilboðinu. Á aðfangadegi jóla hefði lögmaður Sunds og Nordic Partners sent Kristjáni Loftssyni, stjórnarformanni Kers, bréf þar sem þessu tilboði var hafnað. Bréfið hefði því ekki tengst umræðum um hluthafasamkomulag eins og Kristján hefði haldið fram í fjölmiðlum. Páll segir aðspurður að það sé annarra að svara hver hinn raunverulegi eigandi á bak við eignarhlut þýska bankans í Eglu sé. Milli jóla og nýárs voru eigendur Sunds og Nordic Partners tilbúnir að selja meirihlutaeigendum í Keri hlut sinn fyrir rétt verð. Samkomulag náðist ekki að sögn Páls og greiddi Grettir um helmingi hærra verð fyrir hlutinn í Keri en stærstu hluthafar félagsins höfðu boðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var söluverðmæti 35% hlutar í Keri um tíu milljarðar króna. Á þessum tíma voru hafnar samningaviðræður um sameiningu Sjóvíkur og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Að sögn Páls náðist þar gott samstarf á milli þeirra og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, stjórnarformanns SH, en Sund er stærsti hluthafinn í Sjóvík. Gunnlaugur er líka stjórnarformaður Grettis, sem keypti hlut Nordic Partners og Sunds í Keri. Páll segir þá þakkláta fyrir að hafa kynnst Grettismönnum og að þeir hafi verið tilbúnir að taka slaginn með þeim í Keri. Sund á rúm 37% í Gretti og Nordic Partners 10%. Aðrir hluthafar eru Tryggingamiðstöðin með um 35% og Landsbankinn með rúm 17%. Óskyld mál Páll segir sameiningu Sjóvíkur og SH óskylda kaupum Grettis á hlut þeirra í Keri að öðru leyti en því að þar hafi samstarf við Gunnlaug Sævar hafist. Þáttur Landsbankans sé óverulegur og aðkoma þeirra sé einungis byggð á fjárhagslegum forsendum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Óheilbrigðir viðskiptahættir Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, og tilraun hans til að ná meirihluta í félaginu varð til þess að traustið á milli stærstu hluthafa Kers brast um mitt síðasta ár, segir Páll Þór Magnússon framkvæmdastjóri Sunds. Átökin í kringum Festingu, sem rekur m.a. fasteignir Essó og Samskipa, síðastliðinn föstudag er ein birtingarmynd þess. Með því að auka hlutafé Festingar náðu aðilar tengdir Sundi og Nordic Partners meirihluta í félaginu og þar með að tryggja stöðu sína. Kröfðust meirihlutaeigendur Kers lögbanns á gjörninginn fyrir Sýslumanninum í Reykjavík í gær. Var málinu frestað til 4. apríl. Í júní í fyrra var forsvarsmönnum Sunds og Nordic Partners, sem nýlega seldu fjárfestingafélaginu Gretti um 35% í Keri, ljóst að þeir þurftu að vinna saman til að frjósa ekki inni með áhrifalausan eignarhlut í félaginu, segir Páll Þór. Forsvarsmenn félaganna treystu ekki Ólafi og sumum af æðstu stjórnendum Kers. Höfðu nokkur mál komið upp sem leiddi til þess að traustið hvarf. Ker ræður m.a. yfir Samskipum og Essó. Sund er eignarhaldsfélag fjölskyldu Óla í Olís og undir forystu Jóns Kristjánssonar. Jón Þór Hjaltason hefur hins vegar verið í forsvari fyrir Nordic Partners. Traustið hvarf Páll segir að Ólafur Ólafsson hafi síðasta sumar ýtt mikið á að Nordic Partners, sem áttu rúm 10% í Keri, færu út úr félaginu. Hann telur að hans vilji hafi verið sá að kaupa hlutinn og ná meirihluta í félaginu með 51% hlutdeild í samvinnu við æðstu stjórnendur félagsins. Á svipuðum tíma hafi Ólafur gengið á milli hluthafa til að afla stuðnings við að selja Olíufélagið Essó út úr Keri. Páll segir að þeir hafi upphaflega ekki lagst gegn því enda ávallt lagt traust á gerðir leiðtogans. Síðar hafi svo komið í ljós að félagið sem átti að kaupa Essó var í m.a. eigu Ólafs sjálfs. "Eftir þetta hvarf traustið í hópnum," segir Páll og þeir hafi séð hvaða siðferði bjó að baki þessum viðskiptaháttum. Framkvæmdastjóri Sunds segir að þeir hafi viljað koma á hluthafasamkomulagi og samningi um forkaupsrétt til að geta losað sig við fjórðungshlut í Keri yrði einn hluthafi ráðandi í félaginu, eins og tilraunir stóðu til. Eigendur Sunds og Nordic Partners hafi líka talað um að selja á sama tíma hlutabréfin í Keri. Það sé ekki rétt, sem haldið hafi verið fram, að Sund hafi svikið eitthvert samkomulag um forkaupsrétt við núverandi hluthafa á þeirra hlut í Keri eins og Kristján Loftsson, stjórnarformaður Kers, hafi haldið fram. Þarna sé búið að snúa hlutunum á hvolf enda sé venjan sú að minnihluti krefst yfirleitt hlutahafasamkomulags gagnvart meirihluta. Um þetta leyti fóru forsvarsmenn Sunds og Nordic Partners að kanna hvort fleiri dæmi um óeðlilega viðskiptahætti væru að finna í kringum Ker, sem þeir áttu samanlagt 35% hlut í. Mikil tortryggni var milli stærstu hluthafa á þessum tíma. Nú er meðal annars verið að athuga, að sögn Páls, hverjir standi á bak við um fjórðungshlut þýska bankans, Hauck & Aufhäuser Privatbankiers, í Eglu. Ker á meirihluta í Eglu, sem er næststærsti hluthafi í KB banka, með tæp 10%. Boðinn hlutur í Eglu Páll segir að fyrir síðustu jól hafi hluthöfum í Eglu boðist að kaupa hlut Hauck & Aufhäuser í félaginu fyrir um fjóra til fimm milljarða króna.. Höfðu þeir frest fram að áramótum til að svara tilboðinu. Á aðfangadegi jóla hefði lögmaður Sunds og Nordic Partners sent Kristjáni Loftssyni, stjórnarformanni Kers, bréf þar sem þessu tilboði var hafnað. Bréfið hefði því ekki tengst umræðum um hluthafasamkomulag eins og Kristján hefði haldið fram í fjölmiðlum. Páll segir aðspurður að það sé annarra að svara hver hinn raunverulegi eigandi á bak við eignarhlut þýska bankans í Eglu sé. Milli jóla og nýárs voru eigendur Sunds og Nordic Partners tilbúnir að selja meirihlutaeigendum í Keri hlut sinn fyrir rétt verð. Samkomulag náðist ekki að sögn Páls og greiddi Grettir um helmingi hærra verð fyrir hlutinn í Keri en stærstu hluthafar félagsins höfðu boðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var söluverðmæti 35% hlutar í Keri um tíu milljarðar króna. Á þessum tíma voru hafnar samningaviðræður um sameiningu Sjóvíkur og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Að sögn Páls náðist þar gott samstarf á milli þeirra og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, stjórnarformanns SH, en Sund er stærsti hluthafinn í Sjóvík. Gunnlaugur er líka stjórnarformaður Grettis, sem keypti hlut Nordic Partners og Sunds í Keri. Páll segir þá þakkláta fyrir að hafa kynnst Grettismönnum og að þeir hafi verið tilbúnir að taka slaginn með þeim í Keri. Sund á rúm 37% í Gretti og Nordic Partners 10%. Aðrir hluthafar eru Tryggingamiðstöðin með um 35% og Landsbankinn með rúm 17%. Óskyld mál Páll segir sameiningu Sjóvíkur og SH óskylda kaupum Grettis á hlut þeirra í Keri að öðru leyti en því að þar hafi samstarf við Gunnlaug Sævar hafist. Þáttur Landsbankans sé óverulegur og aðkoma þeirra sé einungis byggð á fjárhagslegum forsendum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira