Óhóf í heilsu 23. mars 2005 00:01 Heilsubylgjan sem nú gengur yfir samfélagið er allra góðra gjalda verð. Góð heilsa er ómetanleg og seint verður fólk minnt nógu oft á að við eigum bara einn líkama sem verður að endast okkur allt lífið. Á síðustu tímum hraða og neyslu er líka svo komið að áreitið á líkamann er mikið þótt með öðrum hætti sé en í gamla daga þegar fólk vann að stórum hluta líkamlega vinnu. Áreitið á líkamann í dag felst í löngum setum, rangri líkamsbeitingu og ekki síður margháttaðri óhollustu sem við látum ofan í okkur dag hvern. Maturinn sem við borðum er uppfullur af alls kyns aukaefnum sem sæta hann, salta eða skerpa bragð á annan hátt. Þá eru ótalin þau efni sem auka geymsluþol hans. Þessi efni eru áreiðanlega ekki holl líkama okkar og alls ekki sé þeirra neytt í miklu mæli. Á móti þessum áhrifum vinnur heilsubylgjan. Þeir sem taka þátt í henni iðka holla útiveru og líkamsrækt og leitast við að borða hollan mat, mat sem laus er við aukaefnin. Og á meðan sumir efnast á því að setja á markað hraðsoðinn aukaefnamat eru aðrir sem hafa séð sér leik á borði og nota heilsubylgjuna sér til viðurværis, eðlilega. Einn kimi heilsubylgjunnar er hreinsunaræðið. Nánast daglega dynja á okkur auglýsingar um alls kyns náttútulegar töflur, duft og vökva sem eiga að hjálpa til við hreinsun líkamans af allri óhollustunni sem við tökum inn dag hvern. Snyrtivöruframleiðendur hafa líka stokkið á þennan vagn og framleiða nú alls kyns hreinsilínur þar sem í auglýsingatexta er útskýrt hversu óhrein húðin sé af útblæstri og annarri mengun andrúmsloftsins. Líklega er nálægt tuttugu ár síðan hreinsunarkúrar fóru að ryðja sér verulega til rúms, föstur, ýmist með tei eða grænmetissafa, sem eina fæði um daga eða vikna skeið og svo kúkanámskeið sérstök þar sem fólk drakk saltvatn allt hvað af tók og fékk svo stólpípu ef það dugði ekki til. Allt fyrir hreinsunina. Í dag birtist hreinsunaræðið að sumu leyti í sams konar skyndilausnum og er að finna í skyndibitunum sjálfum sem óhreinindunum eiga að valda. Þessar lausnir felast þá í inntöku náttúrulegs hreinsunarefnis, ýmist í föstu formi eða fljótandi og iðulega tekur hreinsunin ekki nema nokkra daga, fólk er jú orðið svo lítið fyrir að bíða. Eina birtingarmynd hreinsunaræðisins er svo að finna í raunveruleikasjónvarpsþáttum litlu konunnar sem fer heim til feita fólksins og býr til fjöll úr matnum sem það borðar í heila viku, gefur því svo stólpípu og fussar yfir saursýnum þess. Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér þeirri sjálfsmynd sem hefst upp úr því að lifa í samræmi við alla þessa hreinsun sem dregið er fram að við þurfum að undirgangast til að vera hraust og hress. Er hreinsunaræðið kannski hluti af þeirri sömu úrkynjun sem gerir að verkum að allt of stór hluti ungra stúlkna hefur þá sjálfsmynd að þær séu of feitar miðað við það sem ætlast er til? Það er dálaglegt ef ungt fólk situr uppi með þá sjálfsmynd að það þurfi að hætta að borða vegna þess að það hefur meiri hold en helstu súpermódel heims og telur líka að það verði reglulega að gangast undir hreinsun rétt eins og hundarnir í gamla daga. Þróunin sem á sér stað í átt frá hinu náttúrulega til alls kyns gerviefna er vissulega áhyggjuefni. Hins vegar er örugglega skynsamlegra að reyna að hægja á þessari þróun og jafnvel snúa henni við að einhverju leyti en að lifa með því að þurfa reglulega að hreinsa sig af eiturefnum sem maður fyllir sig af þess á milli.Steinunn Stefánsdóttir - steinunn@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Heilsubylgjan sem nú gengur yfir samfélagið er allra góðra gjalda verð. Góð heilsa er ómetanleg og seint verður fólk minnt nógu oft á að við eigum bara einn líkama sem verður að endast okkur allt lífið. Á síðustu tímum hraða og neyslu er líka svo komið að áreitið á líkamann er mikið þótt með öðrum hætti sé en í gamla daga þegar fólk vann að stórum hluta líkamlega vinnu. Áreitið á líkamann í dag felst í löngum setum, rangri líkamsbeitingu og ekki síður margháttaðri óhollustu sem við látum ofan í okkur dag hvern. Maturinn sem við borðum er uppfullur af alls kyns aukaefnum sem sæta hann, salta eða skerpa bragð á annan hátt. Þá eru ótalin þau efni sem auka geymsluþol hans. Þessi efni eru áreiðanlega ekki holl líkama okkar og alls ekki sé þeirra neytt í miklu mæli. Á móti þessum áhrifum vinnur heilsubylgjan. Þeir sem taka þátt í henni iðka holla útiveru og líkamsrækt og leitast við að borða hollan mat, mat sem laus er við aukaefnin. Og á meðan sumir efnast á því að setja á markað hraðsoðinn aukaefnamat eru aðrir sem hafa séð sér leik á borði og nota heilsubylgjuna sér til viðurværis, eðlilega. Einn kimi heilsubylgjunnar er hreinsunaræðið. Nánast daglega dynja á okkur auglýsingar um alls kyns náttútulegar töflur, duft og vökva sem eiga að hjálpa til við hreinsun líkamans af allri óhollustunni sem við tökum inn dag hvern. Snyrtivöruframleiðendur hafa líka stokkið á þennan vagn og framleiða nú alls kyns hreinsilínur þar sem í auglýsingatexta er útskýrt hversu óhrein húðin sé af útblæstri og annarri mengun andrúmsloftsins. Líklega er nálægt tuttugu ár síðan hreinsunarkúrar fóru að ryðja sér verulega til rúms, föstur, ýmist með tei eða grænmetissafa, sem eina fæði um daga eða vikna skeið og svo kúkanámskeið sérstök þar sem fólk drakk saltvatn allt hvað af tók og fékk svo stólpípu ef það dugði ekki til. Allt fyrir hreinsunina. Í dag birtist hreinsunaræðið að sumu leyti í sams konar skyndilausnum og er að finna í skyndibitunum sjálfum sem óhreinindunum eiga að valda. Þessar lausnir felast þá í inntöku náttúrulegs hreinsunarefnis, ýmist í föstu formi eða fljótandi og iðulega tekur hreinsunin ekki nema nokkra daga, fólk er jú orðið svo lítið fyrir að bíða. Eina birtingarmynd hreinsunaræðisins er svo að finna í raunveruleikasjónvarpsþáttum litlu konunnar sem fer heim til feita fólksins og býr til fjöll úr matnum sem það borðar í heila viku, gefur því svo stólpípu og fussar yfir saursýnum þess. Ekki er annað hægt en að velta fyrir sér þeirri sjálfsmynd sem hefst upp úr því að lifa í samræmi við alla þessa hreinsun sem dregið er fram að við þurfum að undirgangast til að vera hraust og hress. Er hreinsunaræðið kannski hluti af þeirri sömu úrkynjun sem gerir að verkum að allt of stór hluti ungra stúlkna hefur þá sjálfsmynd að þær séu of feitar miðað við það sem ætlast er til? Það er dálaglegt ef ungt fólk situr uppi með þá sjálfsmynd að það þurfi að hætta að borða vegna þess að það hefur meiri hold en helstu súpermódel heims og telur líka að það verði reglulega að gangast undir hreinsun rétt eins og hundarnir í gamla daga. Þróunin sem á sér stað í átt frá hinu náttúrulega til alls kyns gerviefna er vissulega áhyggjuefni. Hins vegar er örugglega skynsamlegra að reyna að hægja á þessari þróun og jafnvel snúa henni við að einhverju leyti en að lifa með því að þurfa reglulega að hreinsa sig af eiturefnum sem maður fyllir sig af þess á milli.Steinunn Stefánsdóttir - steinunn@frettabladid.is
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar