Innlent

Örfá atriði ófrágengin

"Það voru nokkur atriði sem talin var ástæða til að skoða betur," segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, spurður um ástæður þess að söluferli Símans verður ekki kynnt fyrir páska eins og til stóð. Hann vill ekki tilgreina nánar hvaða atriði þurfi nánari skoðunar við. Jón segir að vinna við skýrslu um söluferli Símans gangi vel og aðeins sé eftir að ganga frá örfáum atriðum. Í henni verði að finna útfærslu á því söluferli sem samstaða næst um innan ráðherranefndar um einkavæðingu. Í ráðherranefndinni sitja Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir fyrir Framsóknarflokkinn og Davíð Oddsson og Geir H. Haarde fyrir Sjálfstæðisflokkinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×