Er vit í þessu? Guðmundur Magnússon skrifar 21. mars 2005 00:01 Það var víst sannkölluð þjóðhátíðarstemmning á Siglufirði á laugardaginn þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem einnig er þingmaður kjördæmisins, tilkynnti að hafist yrði handa um gerð Héðinsfjarðarganga á næsta ári og göngin opnuð í árslok 2009. Þessar framkvæmdir áttu sem kunnugt er að hefjast fyrir tveimur árum en var þá frestað í sparnaðarskyni við við mikil og almenn mótmæli og óánægju Siglfirðinga, Ólafsfirðinga og annarra íbúa á Norðurlandi vestra. Um það er ekki deilt að göngin sem tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð eru mikil samgöngubót, ekki síst að vetrarlagi. Og fleira hangir á spýtunni að sögn sveitarstjórnarmanna fyrir norðan; göngin skapa grundvöll fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu, samstarfi fyrirtækja og stóraukinni ferðaþjónustu. Rök Sturlu Böðvarssonar fyrir framkvæmdunum eru þau að nauðsynlegt sé að landið sé allt byggt. Hann sér göngin sem lið í að efla Eyjafjarðarsvæðið, frá Siglufirði til Akureyrar, sem eðlilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Nýta þurfi fjárfestingar á svæðinu og til þess þurfi greiðar samgöngur. Og líklegt er að í kjölfar framkvæmdanna verði ekki aðeins um að ræða aukna nýtingu fjárfestinga sem þegar eru komnar til sögu. Þegar heyrast raddir um að göngin kalli á margs konar uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu, fleiri skóli, fleiri sjúkrastofnanir og annað af því tagi, Eins og með aðrar svokallaðar byggðaframkvæmdir er þverpólitísk samstaða um Héðinsfjarðargöngin. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna höfðu gagnrýnt frestun þeirra á sínum tíma. Þeir fjölmenntu á fagnaðarhátina á Siglufirði og föðuðu samgönguráðherra. Göngin kosta sitt. Áætlunin hljóðar upp á 7 milljarða króna. Íbúar á Siglufirði, sem helst munu njóta ganganna, eru innan við 1.400 að tölu og hefur farið fækkandi með hverju árinu. Ef heildarupphæðinni er deilt á íbúana koma 5 milljónir í hlut hvers bæjarbúa eða 20 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar munu 350 bílar fara um Héðinsfjarðargöng á sólarhring. Ekki verða innheimt veggjöld eins og í Hvalfjarðargöngum suðvestanlands. Um þau fara næstum fjögur þúsund bílar á sólarhring og hver og einn bílstjóri sem ekki kaupir miða í áskrift þarf að greiða 1000 krónur fyrir ferðina. Þær raddir hafa heyrst - og ekki í fyrsta sinn núna þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir - að Héðinsfjarðargöng séu tóm vitleysa, sóun almannafjár og jafnvel móðgun við íbúa annars staðar á landinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sárvantar samgöngumannvirki. Sumir tala um Héðinsfjarðargöng sem þverpólitíska spillingu á háu stigi. Sagt er að landsmenn hafi enga ástæðu til að fagna með Siglfirðingum. Einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar, Egill Helgason, kenndur við Silfrið á Stöð tvö, kallar Siglufjarðargöngin "skrípaleik" á vefsíðu sinni í gær. Hér má lesa pistil Egils og hinar líflegu umræður sem sköpuðust um hann. Hvað finnst lesendum Skoðana á Visi um málið? Hittir Egill í mark eða eru ummæli hans vanhugsuð, jafnvel fordómafull? Orðið er laust til frekari umfjöllunar. gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það var víst sannkölluð þjóðhátíðarstemmning á Siglufirði á laugardaginn þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem einnig er þingmaður kjördæmisins, tilkynnti að hafist yrði handa um gerð Héðinsfjarðarganga á næsta ári og göngin opnuð í árslok 2009. Þessar framkvæmdir áttu sem kunnugt er að hefjast fyrir tveimur árum en var þá frestað í sparnaðarskyni við við mikil og almenn mótmæli og óánægju Siglfirðinga, Ólafsfirðinga og annarra íbúa á Norðurlandi vestra. Um það er ekki deilt að göngin sem tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð eru mikil samgöngubót, ekki síst að vetrarlagi. Og fleira hangir á spýtunni að sögn sveitarstjórnarmanna fyrir norðan; göngin skapa grundvöll fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu, samstarfi fyrirtækja og stóraukinni ferðaþjónustu. Rök Sturlu Böðvarssonar fyrir framkvæmdunum eru þau að nauðsynlegt sé að landið sé allt byggt. Hann sér göngin sem lið í að efla Eyjafjarðarsvæðið, frá Siglufirði til Akureyrar, sem eðlilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Nýta þurfi fjárfestingar á svæðinu og til þess þurfi greiðar samgöngur. Og líklegt er að í kjölfar framkvæmdanna verði ekki aðeins um að ræða aukna nýtingu fjárfestinga sem þegar eru komnar til sögu. Þegar heyrast raddir um að göngin kalli á margs konar uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu, fleiri skóli, fleiri sjúkrastofnanir og annað af því tagi, Eins og með aðrar svokallaðar byggðaframkvæmdir er þverpólitísk samstaða um Héðinsfjarðargöngin. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna höfðu gagnrýnt frestun þeirra á sínum tíma. Þeir fjölmenntu á fagnaðarhátina á Siglufirði og föðuðu samgönguráðherra. Göngin kosta sitt. Áætlunin hljóðar upp á 7 milljarða króna. Íbúar á Siglufirði, sem helst munu njóta ganganna, eru innan við 1.400 að tölu og hefur farið fækkandi með hverju árinu. Ef heildarupphæðinni er deilt á íbúana koma 5 milljónir í hlut hvers bæjarbúa eða 20 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar munu 350 bílar fara um Héðinsfjarðargöng á sólarhring. Ekki verða innheimt veggjöld eins og í Hvalfjarðargöngum suðvestanlands. Um þau fara næstum fjögur þúsund bílar á sólarhring og hver og einn bílstjóri sem ekki kaupir miða í áskrift þarf að greiða 1000 krónur fyrir ferðina. Þær raddir hafa heyrst - og ekki í fyrsta sinn núna þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir - að Héðinsfjarðargöng séu tóm vitleysa, sóun almannafjár og jafnvel móðgun við íbúa annars staðar á landinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sárvantar samgöngumannvirki. Sumir tala um Héðinsfjarðargöng sem þverpólitíska spillingu á háu stigi. Sagt er að landsmenn hafi enga ástæðu til að fagna með Siglfirðingum. Einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar, Egill Helgason, kenndur við Silfrið á Stöð tvö, kallar Siglufjarðargöngin "skrípaleik" á vefsíðu sinni í gær. Hér má lesa pistil Egils og hinar líflegu umræður sem sköpuðust um hann. Hvað finnst lesendum Skoðana á Visi um málið? Hittir Egill í mark eða eru ummæli hans vanhugsuð, jafnvel fordómafull? Orðið er laust til frekari umfjöllunar. gm@frettabladid.is.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar