Háskólinn mun sprengja vegakerfið 16. mars 2005 00:01 Ef Vatnsmýrin verður fyrir valinu sem framtíðarstaður Háskólans í Reykjavík mun það að öllum líkindum sprengja vegakerfi miðborgarinnar, segir Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ. Reykjavík og Garðabær bítast um að veita Háskólanum í Reykjavík framtíðaraðstöðu. Annars vegar býðst skólanum lóð í Vatnsmýrinni og hins vegar landsvæði við Urriðaholt í Garðabæ. Stjórn skólans tekur ákvörðun í apríl um hvor kosturinn verður fyrir valinu. Einar telur að vegakerfið anni ekki þeim tugum þúsunda sem munu vinna og starfa á svæði sem er einn kílómetri í radíus. Urriðaholtið sé því skynsamlegri kostur fyrir Háskólann í Reykjavík þar sem það muni dreifa umferðinni verulega. Þá bendir Einar á að líklega þurfi að ráðast í samgönguúrbætur fyrir miðbæinn, flytjist Háskólinn þangað. Til að mynda Fossvogsbraut sem var í umræðunni fyrir nokkrum árum og var mjög umdeild, eða brú yfir Skerjafjörð frá Bessastöðum. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir þetta furðulegan málatilbúnað hjá Einari. Þá sé sérkennilegt að menn treysti sínum kosti ekki betur en svo að þeir leggist í skotgrafarhernað án þess að hafa kynnt sér málin. Dagur segir samgöngumál á Vatnsmýrarsvæðinu vera í mjög góðum málum. Svonefndur Hlíðarfótur tengi svæðið við Hringbraut og nýverið hafi verið gengið frá samkomulagi við samgönguráðherra um að hraða þeirri framkvæmd og verði hún sett inn á samgönguáætlun næsta árs. Þá séu göng í gegnum Öskjuhlíð, einnig á langtímaáætlun. Þetta verði því eitt best tengda svæði höfuðborgarsvæðisins. Skipulag Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Ef Vatnsmýrin verður fyrir valinu sem framtíðarstaður Háskólans í Reykjavík mun það að öllum líkindum sprengja vegakerfi miðborgarinnar, segir Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ. Reykjavík og Garðabær bítast um að veita Háskólanum í Reykjavík framtíðaraðstöðu. Annars vegar býðst skólanum lóð í Vatnsmýrinni og hins vegar landsvæði við Urriðaholt í Garðabæ. Stjórn skólans tekur ákvörðun í apríl um hvor kosturinn verður fyrir valinu. Einar telur að vegakerfið anni ekki þeim tugum þúsunda sem munu vinna og starfa á svæði sem er einn kílómetri í radíus. Urriðaholtið sé því skynsamlegri kostur fyrir Háskólann í Reykjavík þar sem það muni dreifa umferðinni verulega. Þá bendir Einar á að líklega þurfi að ráðast í samgönguúrbætur fyrir miðbæinn, flytjist Háskólinn þangað. Til að mynda Fossvogsbraut sem var í umræðunni fyrir nokkrum árum og var mjög umdeild, eða brú yfir Skerjafjörð frá Bessastöðum. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur segir þetta furðulegan málatilbúnað hjá Einari. Þá sé sérkennilegt að menn treysti sínum kosti ekki betur en svo að þeir leggist í skotgrafarhernað án þess að hafa kynnt sér málin. Dagur segir samgöngumál á Vatnsmýrarsvæðinu vera í mjög góðum málum. Svonefndur Hlíðarfótur tengi svæðið við Hringbraut og nýverið hafi verið gengið frá samkomulagi við samgönguráðherra um að hraða þeirri framkvæmd og verði hún sett inn á samgönguáætlun næsta árs. Þá séu göng í gegnum Öskjuhlíð, einnig á langtímaáætlun. Þetta verði því eitt best tengda svæði höfuðborgarsvæðisins.
Skipulag Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira