Hláturinn lengir lífið Guðmundur Magnússon skrifar 16. mars 2005 00:01 Vísindin efla alla dáð. Og þau leysa á endanum allar ráðgátur. Nú hafa þau til dæmis nýskeð svarað þeirri áleitnu spurningu hvers vegna aldrað fólk er alltaf svona glatt í geði. Hver er skýringin á því að við sjáum svo til eingöngu brosmild andlit á elliheimilum? Jú, samkvæmt frásögn vísindafréttaritsins New Scientist fyrir nokkrum dögum er skýringin sú að þetta fólk hefur alla sína ævi verið létt í lund og hlegið reglulega af hjartans lyst. Þegar við svipumst um og undrumst að sjá hvergi aldraða með önugan svip er ástæðan sú að þeir eru flestir hrokknir upp af. Það lengir nefnilega lífið umtalsvert að hlæja og hafa gaman af tilverunni. Þetta er svosem ekki ný uppgötvun. Alþýðuspekin í málshættinum segir: "Hláturinn lengir lífið". Og þegar fræðimaðurinn Michael Miller við læknisfræðimiðstöð Maryland-háskóla fór að grafast fyrir um hvort þessi speki væri á rökum reist komst hann að því að svo er. Í mikilli rannsóknarritgerð sýnir hann fram á að hlátur auki blóðstreymi um líkamann og fái okkur til að slaka á. Hann ályktar að góður hlátur sé ígildi reglulegrar líkamsræktar. "Þrjatíu mínútur af líkamsrækt þrisvar í viku og fimmtán mínútur af hjartanlegum hlátri á hverjum degi" - þetta er uppskriftin að langlífi samkvæmt niðurstöðu Miller. Grein hans í heild má lesa í New Scientist 12. mars sl. Við Íslendingar þurftum svo sem ekkert að láta amerískan vísindamann segja okkur þetta. Hér eru starfandi samtök sem halda úti frábærri vefsíðu, hlatur.is, og er markmið þeirra eftirfarandi: - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á öllum aldursskeiðum! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs og húmors í uppeldi barna og unglinga! - að opna augu hjóna/sambýlisfólks fyrir mikilvægi hláturs á heimilum! - að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að hlæja með öldruðu fólki! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á vinnustöðum! - að hvetja alla til að hlæja meira í daglegu lífi! - að taka þátt í að kynna nýjustu rannsóknir á hlátri og húmor! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor sem fyrirbyggjandi lífsmáta! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor í meðferðarskyni! - að taka virkan þátt í að kynna hláturjóga fyrir landsmönnum! - að vekja athygli fólk á mikilvægi þess að hlæja á erfiðum tímum! - að standa fyrir árlegri hlátursmiðju með vel þekktum hláturvísindamönnum! Og ekki væri nú verra ef einhverjir lesendur gaukuðu að okkur skemmtilegum bröndurum hér að neðan. Orðið er laust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindin efla alla dáð. Og þau leysa á endanum allar ráðgátur. Nú hafa þau til dæmis nýskeð svarað þeirri áleitnu spurningu hvers vegna aldrað fólk er alltaf svona glatt í geði. Hver er skýringin á því að við sjáum svo til eingöngu brosmild andlit á elliheimilum? Jú, samkvæmt frásögn vísindafréttaritsins New Scientist fyrir nokkrum dögum er skýringin sú að þetta fólk hefur alla sína ævi verið létt í lund og hlegið reglulega af hjartans lyst. Þegar við svipumst um og undrumst að sjá hvergi aldraða með önugan svip er ástæðan sú að þeir eru flestir hrokknir upp af. Það lengir nefnilega lífið umtalsvert að hlæja og hafa gaman af tilverunni. Þetta er svosem ekki ný uppgötvun. Alþýðuspekin í málshættinum segir: "Hláturinn lengir lífið". Og þegar fræðimaðurinn Michael Miller við læknisfræðimiðstöð Maryland-háskóla fór að grafast fyrir um hvort þessi speki væri á rökum reist komst hann að því að svo er. Í mikilli rannsóknarritgerð sýnir hann fram á að hlátur auki blóðstreymi um líkamann og fái okkur til að slaka á. Hann ályktar að góður hlátur sé ígildi reglulegrar líkamsræktar. "Þrjatíu mínútur af líkamsrækt þrisvar í viku og fimmtán mínútur af hjartanlegum hlátri á hverjum degi" - þetta er uppskriftin að langlífi samkvæmt niðurstöðu Miller. Grein hans í heild má lesa í New Scientist 12. mars sl. Við Íslendingar þurftum svo sem ekkert að láta amerískan vísindamann segja okkur þetta. Hér eru starfandi samtök sem halda úti frábærri vefsíðu, hlatur.is, og er markmið þeirra eftirfarandi: - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á öllum aldursskeiðum! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs og húmors í uppeldi barna og unglinga! - að opna augu hjóna/sambýlisfólks fyrir mikilvægi hláturs á heimilum! - að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að hlæja með öldruðu fólki! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á vinnustöðum! - að hvetja alla til að hlæja meira í daglegu lífi! - að taka þátt í að kynna nýjustu rannsóknir á hlátri og húmor! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor sem fyrirbyggjandi lífsmáta! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor í meðferðarskyni! - að taka virkan þátt í að kynna hláturjóga fyrir landsmönnum! - að vekja athygli fólk á mikilvægi þess að hlæja á erfiðum tímum! - að standa fyrir árlegri hlátursmiðju með vel þekktum hláturvísindamönnum! Og ekki væri nú verra ef einhverjir lesendur gaukuðu að okkur skemmtilegum bröndurum hér að neðan. Orðið er laust.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun