Erlent

Yfirlýsing OPEC marklaus

Olíuframleiðsla OPEC-ríkjanna verður aukin á næstunni en það virðist lítil áhrif ætla að hafa á olíuverð á heimsmarkaði sem þokast enn á ný nærri sögulegu hámarki. Sérfræðingar á markaði telja mestar líkur á að verðið hækki áfram í ljósi vaxandi eftirspurnar og í raun sé yfirlýsing OPEC marklaus í því samhengi, því að OPEC-ríkin séu ekki fær um að framleiða mikið meiri olíu en nú er. Eftirspurn vaxi mun hraðar en hægt sé að dæla olíunni upp og því sé nokkuð ljóst hver verðþróunin verði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×