Við borgum ekki! 15. mars 2005 00:01 Umsækjendum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins finnst þeir hafðir að fíflum. Formlegt mat á hæfni umsækjenda fer fram með ærinni fyrirhöfn og málefnaleg tillaga gerð um ráðningu. Þá kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn telur sig eiga stöðuna! Mér finnst ég líka hafa verið hafður að fífli. Afnotagjöldin eru lögboðin skylda og stofnunin er eign landsmanna allra. Nú er komið í ljós að þetta er allt misskilningur. RÚV er í eigu stjórnmálaflokka og þeir fara með það eins og þinglýsta eign sína. Ef ekki er farið eftir eðlilegum leikreglum á Ríkisútvarpinu, er réttast að landsmenn hætti að greiða afnotagjöldin. Tími borgaralegrar óhlýðni er runninn upp. Borgaraleg óhlýðni Með borgaralegri óhlýðni er átt við lögbrot af prinsippástæðum. Lögin eru brotin, því er ekki leynt, heldur beinlínis látið vita af því. Mikilvægt er að viðkomandi hagnist ekkert persónulega á lögbrotinu, enda er það ekki tilgangurinn. Í þessu tilfelli yrði stofnaður bankareikningur og afnotagjöldin greidd inn á hann, en Ríkisútvarpið látið vita af því. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leikreglur eru virtar og eðlilegt ástand skapast. Best væri auðvitað að einhver félagasamtök gættu reikningsins og héldu utan um það hverjir greiddu inn á hann. En þetta er þó engin nauðsyn, hver einstaklingur sem getur ekki samvisku sinnar vegna greitt afnotagjöldin, getur stofnað slíkan reikning sjálfur. RÚV getur ekki rukkað Spurningin sem eðlilega vaknar er þessi: Hvað gerist þegar RÚV fer að rukka inn afnotagjöldin? Svarið við því er einfalt. RÚV verður bent á það kurteislega að upphæðin hafi verið greidd inn á reikning og kvittun sýnd fyrir því. Óhlýðnin byggist á virðingu fyrir hlutverki Ríkisútvarpsins og því er erfitt fyrir stofnunina að ganga hart fram. Þeir sem grafa undan RÚV er ekki hinir óhlýðnu, heldur þeir stjórnendur stofnunarinnar sem grafið hafa undan lögmæti hennar með ákvörðunum sínum. Að siga lögmönnum og lögreglu á yfirlýsta stuðningsmenn stofnunarinnar er hreint glapræði. Daginn sem reynt verður að siga lögreglunni á fólk sem ekki hefur greitt mun RÚV hrynja til grunna. Hér þarf í rauninni ekki nema einn til, en því fleiri sem ekki greiða, því betra. Ríkisútvarpið verður ekki í neinni stöðu til að rukka inn afnotagjöldin af þeim sem greitt hafa þau inn á sérstakan reikning. Ég hygg að stofnuninni muni ekki einu sinni detta það í hug. RÚV hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli, enda augljóslega brotið eðlilegar leikreglur í lýðræðissamfélagi. RÚV og réttarríkið Nú mun sjálfsagt heyrast hljóð úr horni um réttaríkið og hættuna á því að borgararnir taki lögin í sínar hendur. Svarið við þessu er einfalt: Var ráðning fréttastjóra útvarpsins dæmi um virðingu fyrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum? Bar ráðningin vitni um háleita virðingu fyrir jafnrétti borgaranna? Er ekki augljóst að stjórnendur RÚV nota réttarríkið sem skálkaskjól og réttlætingu fyrir athöfnum sem augljóslega ganga þvert gegn þeim hugsjónum sem það byggist á? Staðreyndin er sú að hvergi í Evrópu myndu stjórnvöld komast upp með dellu af því tagi sem ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er dæmi um. Sérstaklega yrði slíkt litið hornauga í Austur-Evrópu, enda kannast menn við aðferðirnar. Engin ástæða er til að láta slíkt yfir sig ganga hér heldur. Hefur einhver ástæðu til að greiða afnotagjöldin eftir það sem á undan er gengið? Birgir Hermannsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Umsækjendum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins finnst þeir hafðir að fíflum. Formlegt mat á hæfni umsækjenda fer fram með ærinni fyrirhöfn og málefnaleg tillaga gerð um ráðningu. Þá kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn telur sig eiga stöðuna! Mér finnst ég líka hafa verið hafður að fífli. Afnotagjöldin eru lögboðin skylda og stofnunin er eign landsmanna allra. Nú er komið í ljós að þetta er allt misskilningur. RÚV er í eigu stjórnmálaflokka og þeir fara með það eins og þinglýsta eign sína. Ef ekki er farið eftir eðlilegum leikreglum á Ríkisútvarpinu, er réttast að landsmenn hætti að greiða afnotagjöldin. Tími borgaralegrar óhlýðni er runninn upp. Borgaraleg óhlýðni Með borgaralegri óhlýðni er átt við lögbrot af prinsippástæðum. Lögin eru brotin, því er ekki leynt, heldur beinlínis látið vita af því. Mikilvægt er að viðkomandi hagnist ekkert persónulega á lögbrotinu, enda er það ekki tilgangurinn. Í þessu tilfelli yrði stofnaður bankareikningur og afnotagjöldin greidd inn á hann, en Ríkisútvarpið látið vita af því. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leikreglur eru virtar og eðlilegt ástand skapast. Best væri auðvitað að einhver félagasamtök gættu reikningsins og héldu utan um það hverjir greiddu inn á hann. En þetta er þó engin nauðsyn, hver einstaklingur sem getur ekki samvisku sinnar vegna greitt afnotagjöldin, getur stofnað slíkan reikning sjálfur. RÚV getur ekki rukkað Spurningin sem eðlilega vaknar er þessi: Hvað gerist þegar RÚV fer að rukka inn afnotagjöldin? Svarið við því er einfalt. RÚV verður bent á það kurteislega að upphæðin hafi verið greidd inn á reikning og kvittun sýnd fyrir því. Óhlýðnin byggist á virðingu fyrir hlutverki Ríkisútvarpsins og því er erfitt fyrir stofnunina að ganga hart fram. Þeir sem grafa undan RÚV er ekki hinir óhlýðnu, heldur þeir stjórnendur stofnunarinnar sem grafið hafa undan lögmæti hennar með ákvörðunum sínum. Að siga lögmönnum og lögreglu á yfirlýsta stuðningsmenn stofnunarinnar er hreint glapræði. Daginn sem reynt verður að siga lögreglunni á fólk sem ekki hefur greitt mun RÚV hrynja til grunna. Hér þarf í rauninni ekki nema einn til, en því fleiri sem ekki greiða, því betra. Ríkisútvarpið verður ekki í neinni stöðu til að rukka inn afnotagjöldin af þeim sem greitt hafa þau inn á sérstakan reikning. Ég hygg að stofnuninni muni ekki einu sinni detta það í hug. RÚV hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli, enda augljóslega brotið eðlilegar leikreglur í lýðræðissamfélagi. RÚV og réttarríkið Nú mun sjálfsagt heyrast hljóð úr horni um réttaríkið og hættuna á því að borgararnir taki lögin í sínar hendur. Svarið við þessu er einfalt: Var ráðning fréttastjóra útvarpsins dæmi um virðingu fyrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum? Bar ráðningin vitni um háleita virðingu fyrir jafnrétti borgaranna? Er ekki augljóst að stjórnendur RÚV nota réttarríkið sem skálkaskjól og réttlætingu fyrir athöfnum sem augljóslega ganga þvert gegn þeim hugsjónum sem það byggist á? Staðreyndin er sú að hvergi í Evrópu myndu stjórnvöld komast upp með dellu af því tagi sem ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er dæmi um. Sérstaklega yrði slíkt litið hornauga í Austur-Evrópu, enda kannast menn við aðferðirnar. Engin ástæða er til að láta slíkt yfir sig ganga hér heldur. Hefur einhver ástæðu til að greiða afnotagjöldin eftir það sem á undan er gengið? Birgir Hermannsson
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun