Fréttamennska eða flæðilínur? 11. mars 2005 00:01 Í sambandi við “stóra fréttastjóramálið” langar mig að vekja athygli á lítilli klausu á baksíðu DV í dag. Hún er svohljóðandi: Var Eggerti Skúlasyni boðin staðan? “Stjórnendur Ríkisútvarpsins leituðu logandi ljósi að fréttastjóra áður en ákveðið var að ráða Auðun Georg Ólafsson með tilheyrandi mótmælum og angistarópum starfsmanna og annarra umsækjenda. Til dæmis var haft samband við Eggert Skúlason fyrrum fréttamann Stöðvar 2 og hann hvattur til að sækja um. Sagan segir að það hafi verið Finnur Ingólfsson forstjóri VÍS sem hringt hafi í Eggert. Þessu neitar Eggert en viðurkennir þó að til hans hafi verið leitað en vegna áhugaleysis hafi hann leitt þetta hjá sér og afþakkað pent gott tilboð Framsóknarflokksins.” Svo mörg voru þau orð. Þessi klausa birtist í því plássi DV og því formi sem gjarnan er nefnt í daglegu tali “slúður” – líka á blaðinu sjálfu – en heitir í raun og veru Sandkorn – og rétt að taka fram að þótt Sandkornsklausurnar gangi undir þessu óvirðulega nafni, þá er í rauninni alls ekki um slúður að ræða. Þarna er einfaldlega um að ræða smáfréttir alls konar sem ekki hefur tekist eða ekki hefur þótt ástæða til að skrifa um lengri frásagnir á fréttasíðurnar sjálfar, en yfirleitt eru þessar “slúðurfréttir” þó byggðar á ekkert síður traustum heimildum en flest annað í blaðinu – svo mikið veit ég að oft liggja mörg símtöl og kannski klukkustundarvinna á bak við eitt svona Sandkorn. Eigi að síður – af því ýmsar af þessum klausum eru nú samt svona soldið óstaðfestar í eðli sínu – enginn fæst til að segja sannleikann í þeim opinberlega – þá fannst mér ástæða til þess að kanna hvort þessi væri ekki örugglega byggð á hinum sömu eldtraustu heimildum og flestar hinna. Klausan um Eggert Skúlason rétt og sönn Og af því ég hef frá því í gamla daga soldil sambönd uppá DV, þá fór ég þangað og spurði viðkomandi fréttamann, sem hafði skrifað þetta, hvort þetta væri ekki örugglega allt saman satt og rétt sem í klausunni stæði – að einhverjir útsendarar stjórnvaldanna í landinu hefðu sett sig í samband við Eggert Skúlason (hvort sem það var Finnur Ingólfsson, eða einhverjir ónefndir “stjórnendur Ríkisútvarpsins” eða einhver annar) og beinlínis beðið hann að sækja um fréttastjórastöðuna á Ríkisútvarpinu – þá auðvitað undir þeim formerkjum að hann væri fyrirfram öruggur um að fá djobbið. Og jú – fréttamaðurinn sór og sárt við lagði, allt sem stæði í klausunni – orðrétt – væri satt og rétt. Eggert Skúlasyni var sem sagt boðið starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins af einhverjum sem taldi sig að minnsta kosti hafa til þess umboð. Hann hafði greinilega ekki áhuga – þá var leitað áfram og einhver hefur greinilega – af einhverjum ástæðum – staðnæmst við nafn Auðuns Georgs Ólafssonar sem tók málaleitaninni ekki jafn fjarri og Eggert. Sótti um – og fékk starfið sem frægt er orðið – þótt hann sé augljóslega reynsluminnstur af þeim tíu sem lögðu inn umsóknir. Sagan segir að símtalið, þar sem Auðun Georg var beðinn að sækja um starfið, það hafi komið alla leið úr Stjórnarráðinu sjálfu – þar sem forsætisráðherra ræður ríkjum. Það er að sönnu bara saga – hún er óstaðfest, skal vandlega tekið fram – og Auðun Georg sjálfur mun líklega seint staðfesta hana. Að selja tölvuvogir í Asíu En sé það nú rétt – sem allar líkur virðast á – að Eggerti Skúlasyni hafi áður verið boðin staðan, þá sýnir það sem sagt ljóslega að þeir sem í DV-klausunni voru nefndir “stjórnendur Ríkisútvarpsins” en eiga líklega frekar við hina pólitísku stjórnendur RÚV útí bæ, heldur en hina pólitísku sendla þar innan húss – þeir hafa leitað logandi ljósi að einhverjum sem þeir vildu að fengju hið áhrifamikla starf fréttastjórans. Og það að þeir hafa leitað fyrst til Eggerts Skúlasonar, áður en þeir duttu niður á Auðun Georg Ólafsson, það er nú bara hin endanlega sönnun þess að sú skýring er fráleit – og ekki annað en afsökun eftir á fyrir því að ráða Auðun Georg – að nauðsynlegt hafi verið talið að fréttastjóri útvarpsins væri svo ógurlega flinkur í peningalegum rekstri – það er að segja bókhaldi – að áratuga reynsla fólks eins og Friðriks Páls Jónssonar, Jóhanns Haukssonar og Hjördísar Finnabogadóttur – svo bara þrjú séu talin – áratuga reynsla þeirra af fréttamennsku vægi ekkert á við reynslu Auðuns Georgs af því að hafa selt flæðilínur og tölvuvogir fyrir fiska í Asíu. Ég hvatti reyndar til þess strax í gær að þessi skýring yrði einfaldlega lögð á hilluna, og menn væru ekkert að eyða of mjög orðum í hana – því hún væri svo augljós fyrirsláttur – en þessi skýring hefur nú samt ennþá verið á kreiki í dag, svo það er kannski ástæða til að reyna að kveða hana endanlega niður – og það verður ekki betur gert en með því að benda á frétt DV um að áður hefði Eggerti Skúlasyni verið boðin þessi staða. Þýðir “rekstur” bara “bókhald”? Því þótt hann hafi vissulega langa en ekki alveg óumdeilda reynslu af fréttamennsku, þá hefur hann ekki þá reynslu af “rekstri” – sem hér er notað í merkingu “bókhald” eins og fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna gera – sem nýta hefði mátt til að afsaka ráðningu hans. Enda – ef Eggert Skúlason hefði verið ráðinn – þá hefði sjálfsagt verið gripið til þeirrar skýringar að nauðsynlegt væri að fá ferskt fréttablóð utanfrá – þar sem hann starfaði jú alla sína tíð á Stöð 2 en hefur aldrei komið inn fyrir dur hjá Ríkisútvarpinu, nema í hæsta lagi sem gestur í Kastljósi. En Eggert Skúlason vildi altso ekki starfið – og ég verð líka að segja það að með fullri og djúpri virðingu fyrir honum og öllum hans störfum gegnum tíðina – þá hefði það náttúrlega ekki verið síðri móðgun við fréttamenn Ríkisútvarpsins ef Eggert Skúlason hefði verið settur yfir þá en Auðun Georg Ólafsson. En í staðinn fundu þeir Auðun – þessir dularfullu “þeir” sem ekki vilja gefa sig fram – og sennilega hefur það fyrst og fremst verið af því það var búið að ákveða að veita Auðuni stöðuna löngu fyrirfram sem orðið “rekstur” kemur svona oft fyrir í auglýsingunni um fréttastjórastarfið – það hefur verið gert til að auðvelda útvarpsráði að mæla með honum – af því hann væri svo flinkur í “rekstri” á sölufyrirtæki Marels í Asíu – þótt hann hefði nákvæmlega öngva reynslu af rekstri á fréttastofu. Vesalings Markús Örn! Og til að auðvelda vesalings Markúsi Erni Antonssyni að ráða hann síðan til starfans. “Vesalings” segi ég vegna þess að ég get ekki annað en kennt í brjósti um Markús Örn að hafa verið skikkaður til þess af pólitískum yfirboðurum sínum að ráða í stöðuna þann mann sem dagljóst var að hefði minnstar faglegar kvalifíkasjónir í þetta starf. Markús Örn kom á sínum tíma inn á Ríkisútvarpið sem útsendari Sjálfstæðisflokksins – þetta var árið 1984 og hann hafði beðið lægri hlut fyrir Davíð Oddssyni í keppninni um oddvitastól sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavík – útvarpsstjórastóllinn voru hans sárabætur og ég get vottað að innanhúss árið 1984 leist mönnum ekkert á sendinguna. Markús kom hins vegar mörgum þægilega á óvart og reyndist bara skörulegur og dugmikill útvarpsstjóri – fyrsta kastið. Svo glaptist hann til þess árið 1991 að taka boði Davíðs um að verða borgarstjóri – þegar Davíð varð forsætisráðherra – og kom inn í borgarstjórnarflokk sem var sjálfum sér sundurþykkur og logaði í illdeilum – hann náði engum tökum á borgarfulltrúunum og var sem vængbrotinn mestallan tímann – hrökklaðist loks úr starfi skömmu fyrir kosningar þegar sýnt var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa stórt undir hans veikburða forystu. Þá tók við nokkur eyðimerkurganga hjá Markúsi Erni uns hann var aftur dubbaður upp til útvarpsstjóra en hefur síðan ekki verið nema sem hálfur maður – núna var hann augljóslega fyrst og fremst pólitískur sendill sem gerði alla skipan flokksforystunnar. Nú er meira að segja svo komið að hann framfylgir ekki bara orðalaust skipunum Sjálfstæðisflokksins heldur líka Framsóknarflokksins – og okkur í Félagi íslenskra útvarpsstjóra þykir altso sorglegt hvernig komið er fyrir þessum fyrrum keika kollega – nú er ekki einu sinni yfirbragð fagmennsku yfir ákvörðunum hans – heldur skal sá síðasti verða fyrstur ef ríkisstjórnarflokkunum svo sýnist. Hvað þýðir orðið “pólitík”? En þótt það sé augljóst að í þessu máli hefur Framsóknarflokkurinn fengið að ráða kandídat ríkisstjórnarinnar í stöðuna – þá er náttúrlega ótækt annað en halda líka til haga ábyrgð Sjálfstæðisflokksins – enda, eins og ég sagði í gær, þá er það fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, sem hefur látið svo um mælt – þó ekki opinberlega – að Auðun Georg Ólafsson hafi verið eini umsækjandinn sem til greina kom af því hann hafi verið sá eini sem ekki sé kommúnisti. Sem er í fyrsta lagi bull en í öðru lagi ósiðlegt sjónarmið, því í stöðu eins og fréttastjóra Ríkisútvarpsins á að ráða fólk eftir faglegum hæfileikum en ekki stjórnmálaskoðunum. En það sjónarmið á ekki lengur upp á pallborðið hjá ríkisstjórnarflokkunum – þar er allt metið eftir pólitík – og reyndar varla einu sinni eftir pólitík – ef við viljum nota orðið “pólitík” um stjórnmálaskoðanir, lífsviðhorf, ég leyfi mér jafnvel að segja hugsjónir – eitthvað í þá áttina – en hjá ríkisstjórnarflokkunum snýst orðið “pólitík” núna eingöngu um völd – um klíkuskap – um þá sem eru með okkur og þá sem eru á móti okkur – annaðhvort í alvörunni eða í valdsjúkum huga stjórnarherranna – það er sú pólitík, sá skilningur á pólitík, sem réði því að hinir æðstu stjórnendur leituðu með logandi ljósi að einhverjum sem treysta mætti til að verða fréttastjóri Ríkisútvarpsins – svo fréttastofan væri ekki með einhverja óþekkt – eitthvað múður við stjórnarherrana. “Ríkið, það er ég” Þetta er altso það land sem við lifum í og gert svo sorglega sorglega lengi – land þar sem valdhafarnir geta ekki unnt frábærum fagmönnum að stýra fréttastofu af heiðarleika, víðsýni og metnaði – af því mikilvægara er að sú sama fréttastofa sé múlbundin valdhöfunum þegar þeim þóknast. Hafi menn ennþá eitthvað velkst í vafa, þá urðu orð Péturs H. Blöndals bæði í Íslandi í bítið í morgun og seinna á Alþingi til þess að færa mönnum endanlega heim sanninn um þetta – ég á við þegar hann sagði að grundvallarmisskilningur væri í gangi um Ríkisútvarpið og það væri tóm tjara ef menn héldu að þjóðin ætti að hafa eitthvað með þetta útvarp að gera. Sjálft nafn Ríkisútvarpsins sýndi nefnilega svo ljóslega að Ríkisútvarpið væri eign ríkisins en ekki þjóðarinnar. Ég ætla að endurtaka þetta hægt: Ríkisútvarpið væri eign ríkisins en ekki þjóðarinnar. Og því ætti ríkið að ráða þar ferðinni, ekki þjóðin, og því væri ekkert við það að athuga þótt þar væri vaðandi pólitík – væntanlega bara ef hún væri í samræmi við pólitík eigandans, það er ríkisins. Sauðtrygg málpípa máttarvaldanna Í gamla daga var Pétur Blöndal virðingarverður pólitíkus – alltaf dálítið á skjön við það sem aðrir sögðu – virkaði nánast fanatískur frjálshyggjumaður en maður hafði á tilfinningunni að hann væri heiðarlegur – einlægur – segði meiningu sína. Svo fór hann að leika hálfgerðan skrípakall – núna eftir að hann er kominn í náðina í þingflokknum og hjá forystunni – þá er hann orðinn sauðtrygg málpípa máttarvaldanna. Og missir núna óvart út úr sér sannleikann – að Ríkisútvarpið sé eign ríkisins en ekki þjóðarinnar – það er að segja þann sannleika sem lifir í huga stjórnarherranna, þótt þjóðin hafi hingað til viljað líta öðruvísi á málin. En viðhorf stjórnarherranna er líka viðhorf Loðvíks 14. Frakkakonungs sem sagði eins og frægt er orðið: “Ríkið, það er ég.” Þeim finnst það í raun og sannleika – að ríkið séu þeir og þjóðin skuli lúta þeirra vilja – þjóðin sé til tilþess að þjóna þeim, þeir ekki til þess að þjóna þjóðinni – nei, nei, nei, fráleitt sjónarmið. Og ein kærasta eign þjóðarinnar – Ríkisútvarpið – hún hefur nú verið tekin frá þjóðinni – nei, hún er núna bara eign ríkisins – sem fer með hana eins og það vill. Mér er sagt að uppí Efstaleiti hafi menn í dag gjarnan tekið svo til orða að þessari fyrrum þjóðareign okkar hafi verið nauðgað með þeirri síðustu uppákomu – og eins og hún hafi ekki verið áreitt nóg nú þegar – þessi eign þjóðarinnar svívirt sem aldrei fyrr. “Hrunið kemur ekki fyrr en eftir minn dag” Og það gildir einu hvernig valtað er yfir starfsfólk – hvernig fagmennska þess og starfsferill eru höfð að háði og spotti – og það gildir líka einu hvernig Ríkisútvarpið er rúið trausti og velvild þeirrar þjóðar sem taldi sig eiga það – allt það traust er einskis virði þegar málið snýst um að koma sínum Snata í rétta starfið svo hann dilli rófunni þægur þegar húsbóndinn heimtar. Allt þetta skiptir engu – og það má í þessu sambandi vitna til annars Loðvíks, þess 15. sem sagði þegar hann var spurður hvort einræðisstjórnin í Frakklandi flyti ekki sofandi að feigðarósi: “Hrunið, það kemur ekki fyrr en eftir minn dag.” Þetta er líka sjónarmið valdsherranna – skiptir engu þótt jörðin brenni, skiptir engu þótt réttindi og réttlæti og sanngirni séu fótum troðin – skoðanir annarra einskis virtar – bara ef þeir fá að ráða í dag – hafa það gott í dag – fá að böðlast í dag – þá er allt í lagi því hrunið kemur ekki fyrr en seinna. Svo gott þetta seinna. Þangað til fá þeir að ráða ... öllu sem þeir vilja. Því eru þeir vanir – það sýnir stóra fréttastjóramálið kannski fyrst og fremst. En er það virkilega svo – endalaust? Illugi Jökulsson -illugi@talstodin.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í sambandi við “stóra fréttastjóramálið” langar mig að vekja athygli á lítilli klausu á baksíðu DV í dag. Hún er svohljóðandi: Var Eggerti Skúlasyni boðin staðan? “Stjórnendur Ríkisútvarpsins leituðu logandi ljósi að fréttastjóra áður en ákveðið var að ráða Auðun Georg Ólafsson með tilheyrandi mótmælum og angistarópum starfsmanna og annarra umsækjenda. Til dæmis var haft samband við Eggert Skúlason fyrrum fréttamann Stöðvar 2 og hann hvattur til að sækja um. Sagan segir að það hafi verið Finnur Ingólfsson forstjóri VÍS sem hringt hafi í Eggert. Þessu neitar Eggert en viðurkennir þó að til hans hafi verið leitað en vegna áhugaleysis hafi hann leitt þetta hjá sér og afþakkað pent gott tilboð Framsóknarflokksins.” Svo mörg voru þau orð. Þessi klausa birtist í því plássi DV og því formi sem gjarnan er nefnt í daglegu tali “slúður” – líka á blaðinu sjálfu – en heitir í raun og veru Sandkorn – og rétt að taka fram að þótt Sandkornsklausurnar gangi undir þessu óvirðulega nafni, þá er í rauninni alls ekki um slúður að ræða. Þarna er einfaldlega um að ræða smáfréttir alls konar sem ekki hefur tekist eða ekki hefur þótt ástæða til að skrifa um lengri frásagnir á fréttasíðurnar sjálfar, en yfirleitt eru þessar “slúðurfréttir” þó byggðar á ekkert síður traustum heimildum en flest annað í blaðinu – svo mikið veit ég að oft liggja mörg símtöl og kannski klukkustundarvinna á bak við eitt svona Sandkorn. Eigi að síður – af því ýmsar af þessum klausum eru nú samt svona soldið óstaðfestar í eðli sínu – enginn fæst til að segja sannleikann í þeim opinberlega – þá fannst mér ástæða til þess að kanna hvort þessi væri ekki örugglega byggð á hinum sömu eldtraustu heimildum og flestar hinna. Klausan um Eggert Skúlason rétt og sönn Og af því ég hef frá því í gamla daga soldil sambönd uppá DV, þá fór ég þangað og spurði viðkomandi fréttamann, sem hafði skrifað þetta, hvort þetta væri ekki örugglega allt saman satt og rétt sem í klausunni stæði – að einhverjir útsendarar stjórnvaldanna í landinu hefðu sett sig í samband við Eggert Skúlason (hvort sem það var Finnur Ingólfsson, eða einhverjir ónefndir “stjórnendur Ríkisútvarpsins” eða einhver annar) og beinlínis beðið hann að sækja um fréttastjórastöðuna á Ríkisútvarpinu – þá auðvitað undir þeim formerkjum að hann væri fyrirfram öruggur um að fá djobbið. Og jú – fréttamaðurinn sór og sárt við lagði, allt sem stæði í klausunni – orðrétt – væri satt og rétt. Eggert Skúlasyni var sem sagt boðið starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins af einhverjum sem taldi sig að minnsta kosti hafa til þess umboð. Hann hafði greinilega ekki áhuga – þá var leitað áfram og einhver hefur greinilega – af einhverjum ástæðum – staðnæmst við nafn Auðuns Georgs Ólafssonar sem tók málaleitaninni ekki jafn fjarri og Eggert. Sótti um – og fékk starfið sem frægt er orðið – þótt hann sé augljóslega reynsluminnstur af þeim tíu sem lögðu inn umsóknir. Sagan segir að símtalið, þar sem Auðun Georg var beðinn að sækja um starfið, það hafi komið alla leið úr Stjórnarráðinu sjálfu – þar sem forsætisráðherra ræður ríkjum. Það er að sönnu bara saga – hún er óstaðfest, skal vandlega tekið fram – og Auðun Georg sjálfur mun líklega seint staðfesta hana. Að selja tölvuvogir í Asíu En sé það nú rétt – sem allar líkur virðast á – að Eggerti Skúlasyni hafi áður verið boðin staðan, þá sýnir það sem sagt ljóslega að þeir sem í DV-klausunni voru nefndir “stjórnendur Ríkisútvarpsins” en eiga líklega frekar við hina pólitísku stjórnendur RÚV útí bæ, heldur en hina pólitísku sendla þar innan húss – þeir hafa leitað logandi ljósi að einhverjum sem þeir vildu að fengju hið áhrifamikla starf fréttastjórans. Og það að þeir hafa leitað fyrst til Eggerts Skúlasonar, áður en þeir duttu niður á Auðun Georg Ólafsson, það er nú bara hin endanlega sönnun þess að sú skýring er fráleit – og ekki annað en afsökun eftir á fyrir því að ráða Auðun Georg – að nauðsynlegt hafi verið talið að fréttastjóri útvarpsins væri svo ógurlega flinkur í peningalegum rekstri – það er að segja bókhaldi – að áratuga reynsla fólks eins og Friðriks Páls Jónssonar, Jóhanns Haukssonar og Hjördísar Finnabogadóttur – svo bara þrjú séu talin – áratuga reynsla þeirra af fréttamennsku vægi ekkert á við reynslu Auðuns Georgs af því að hafa selt flæðilínur og tölvuvogir fyrir fiska í Asíu. Ég hvatti reyndar til þess strax í gær að þessi skýring yrði einfaldlega lögð á hilluna, og menn væru ekkert að eyða of mjög orðum í hana – því hún væri svo augljós fyrirsláttur – en þessi skýring hefur nú samt ennþá verið á kreiki í dag, svo það er kannski ástæða til að reyna að kveða hana endanlega niður – og það verður ekki betur gert en með því að benda á frétt DV um að áður hefði Eggerti Skúlasyni verið boðin þessi staða. Þýðir “rekstur” bara “bókhald”? Því þótt hann hafi vissulega langa en ekki alveg óumdeilda reynslu af fréttamennsku, þá hefur hann ekki þá reynslu af “rekstri” – sem hér er notað í merkingu “bókhald” eins og fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna gera – sem nýta hefði mátt til að afsaka ráðningu hans. Enda – ef Eggert Skúlason hefði verið ráðinn – þá hefði sjálfsagt verið gripið til þeirrar skýringar að nauðsynlegt væri að fá ferskt fréttablóð utanfrá – þar sem hann starfaði jú alla sína tíð á Stöð 2 en hefur aldrei komið inn fyrir dur hjá Ríkisútvarpinu, nema í hæsta lagi sem gestur í Kastljósi. En Eggert Skúlason vildi altso ekki starfið – og ég verð líka að segja það að með fullri og djúpri virðingu fyrir honum og öllum hans störfum gegnum tíðina – þá hefði það náttúrlega ekki verið síðri móðgun við fréttamenn Ríkisútvarpsins ef Eggert Skúlason hefði verið settur yfir þá en Auðun Georg Ólafsson. En í staðinn fundu þeir Auðun – þessir dularfullu “þeir” sem ekki vilja gefa sig fram – og sennilega hefur það fyrst og fremst verið af því það var búið að ákveða að veita Auðuni stöðuna löngu fyrirfram sem orðið “rekstur” kemur svona oft fyrir í auglýsingunni um fréttastjórastarfið – það hefur verið gert til að auðvelda útvarpsráði að mæla með honum – af því hann væri svo flinkur í “rekstri” á sölufyrirtæki Marels í Asíu – þótt hann hefði nákvæmlega öngva reynslu af rekstri á fréttastofu. Vesalings Markús Örn! Og til að auðvelda vesalings Markúsi Erni Antonssyni að ráða hann síðan til starfans. “Vesalings” segi ég vegna þess að ég get ekki annað en kennt í brjósti um Markús Örn að hafa verið skikkaður til þess af pólitískum yfirboðurum sínum að ráða í stöðuna þann mann sem dagljóst var að hefði minnstar faglegar kvalifíkasjónir í þetta starf. Markús Örn kom á sínum tíma inn á Ríkisútvarpið sem útsendari Sjálfstæðisflokksins – þetta var árið 1984 og hann hafði beðið lægri hlut fyrir Davíð Oddssyni í keppninni um oddvitastól sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavík – útvarpsstjórastóllinn voru hans sárabætur og ég get vottað að innanhúss árið 1984 leist mönnum ekkert á sendinguna. Markús kom hins vegar mörgum þægilega á óvart og reyndist bara skörulegur og dugmikill útvarpsstjóri – fyrsta kastið. Svo glaptist hann til þess árið 1991 að taka boði Davíðs um að verða borgarstjóri – þegar Davíð varð forsætisráðherra – og kom inn í borgarstjórnarflokk sem var sjálfum sér sundurþykkur og logaði í illdeilum – hann náði engum tökum á borgarfulltrúunum og var sem vængbrotinn mestallan tímann – hrökklaðist loks úr starfi skömmu fyrir kosningar þegar sýnt var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa stórt undir hans veikburða forystu. Þá tók við nokkur eyðimerkurganga hjá Markúsi Erni uns hann var aftur dubbaður upp til útvarpsstjóra en hefur síðan ekki verið nema sem hálfur maður – núna var hann augljóslega fyrst og fremst pólitískur sendill sem gerði alla skipan flokksforystunnar. Nú er meira að segja svo komið að hann framfylgir ekki bara orðalaust skipunum Sjálfstæðisflokksins heldur líka Framsóknarflokksins – og okkur í Félagi íslenskra útvarpsstjóra þykir altso sorglegt hvernig komið er fyrir þessum fyrrum keika kollega – nú er ekki einu sinni yfirbragð fagmennsku yfir ákvörðunum hans – heldur skal sá síðasti verða fyrstur ef ríkisstjórnarflokkunum svo sýnist. Hvað þýðir orðið “pólitík”? En þótt það sé augljóst að í þessu máli hefur Framsóknarflokkurinn fengið að ráða kandídat ríkisstjórnarinnar í stöðuna – þá er náttúrlega ótækt annað en halda líka til haga ábyrgð Sjálfstæðisflokksins – enda, eins og ég sagði í gær, þá er það fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, formaður útvarpsráðs, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, sem hefur látið svo um mælt – þó ekki opinberlega – að Auðun Georg Ólafsson hafi verið eini umsækjandinn sem til greina kom af því hann hafi verið sá eini sem ekki sé kommúnisti. Sem er í fyrsta lagi bull en í öðru lagi ósiðlegt sjónarmið, því í stöðu eins og fréttastjóra Ríkisútvarpsins á að ráða fólk eftir faglegum hæfileikum en ekki stjórnmálaskoðunum. En það sjónarmið á ekki lengur upp á pallborðið hjá ríkisstjórnarflokkunum – þar er allt metið eftir pólitík – og reyndar varla einu sinni eftir pólitík – ef við viljum nota orðið “pólitík” um stjórnmálaskoðanir, lífsviðhorf, ég leyfi mér jafnvel að segja hugsjónir – eitthvað í þá áttina – en hjá ríkisstjórnarflokkunum snýst orðið “pólitík” núna eingöngu um völd – um klíkuskap – um þá sem eru með okkur og þá sem eru á móti okkur – annaðhvort í alvörunni eða í valdsjúkum huga stjórnarherranna – það er sú pólitík, sá skilningur á pólitík, sem réði því að hinir æðstu stjórnendur leituðu með logandi ljósi að einhverjum sem treysta mætti til að verða fréttastjóri Ríkisútvarpsins – svo fréttastofan væri ekki með einhverja óþekkt – eitthvað múður við stjórnarherrana. “Ríkið, það er ég” Þetta er altso það land sem við lifum í og gert svo sorglega sorglega lengi – land þar sem valdhafarnir geta ekki unnt frábærum fagmönnum að stýra fréttastofu af heiðarleika, víðsýni og metnaði – af því mikilvægara er að sú sama fréttastofa sé múlbundin valdhöfunum þegar þeim þóknast. Hafi menn ennþá eitthvað velkst í vafa, þá urðu orð Péturs H. Blöndals bæði í Íslandi í bítið í morgun og seinna á Alþingi til þess að færa mönnum endanlega heim sanninn um þetta – ég á við þegar hann sagði að grundvallarmisskilningur væri í gangi um Ríkisútvarpið og það væri tóm tjara ef menn héldu að þjóðin ætti að hafa eitthvað með þetta útvarp að gera. Sjálft nafn Ríkisútvarpsins sýndi nefnilega svo ljóslega að Ríkisútvarpið væri eign ríkisins en ekki þjóðarinnar. Ég ætla að endurtaka þetta hægt: Ríkisútvarpið væri eign ríkisins en ekki þjóðarinnar. Og því ætti ríkið að ráða þar ferðinni, ekki þjóðin, og því væri ekkert við það að athuga þótt þar væri vaðandi pólitík – væntanlega bara ef hún væri í samræmi við pólitík eigandans, það er ríkisins. Sauðtrygg málpípa máttarvaldanna Í gamla daga var Pétur Blöndal virðingarverður pólitíkus – alltaf dálítið á skjön við það sem aðrir sögðu – virkaði nánast fanatískur frjálshyggjumaður en maður hafði á tilfinningunni að hann væri heiðarlegur – einlægur – segði meiningu sína. Svo fór hann að leika hálfgerðan skrípakall – núna eftir að hann er kominn í náðina í þingflokknum og hjá forystunni – þá er hann orðinn sauðtrygg málpípa máttarvaldanna. Og missir núna óvart út úr sér sannleikann – að Ríkisútvarpið sé eign ríkisins en ekki þjóðarinnar – það er að segja þann sannleika sem lifir í huga stjórnarherranna, þótt þjóðin hafi hingað til viljað líta öðruvísi á málin. En viðhorf stjórnarherranna er líka viðhorf Loðvíks 14. Frakkakonungs sem sagði eins og frægt er orðið: “Ríkið, það er ég.” Þeim finnst það í raun og sannleika – að ríkið séu þeir og þjóðin skuli lúta þeirra vilja – þjóðin sé til tilþess að þjóna þeim, þeir ekki til þess að þjóna þjóðinni – nei, nei, nei, fráleitt sjónarmið. Og ein kærasta eign þjóðarinnar – Ríkisútvarpið – hún hefur nú verið tekin frá þjóðinni – nei, hún er núna bara eign ríkisins – sem fer með hana eins og það vill. Mér er sagt að uppí Efstaleiti hafi menn í dag gjarnan tekið svo til orða að þessari fyrrum þjóðareign okkar hafi verið nauðgað með þeirri síðustu uppákomu – og eins og hún hafi ekki verið áreitt nóg nú þegar – þessi eign þjóðarinnar svívirt sem aldrei fyrr. “Hrunið kemur ekki fyrr en eftir minn dag” Og það gildir einu hvernig valtað er yfir starfsfólk – hvernig fagmennska þess og starfsferill eru höfð að háði og spotti – og það gildir líka einu hvernig Ríkisútvarpið er rúið trausti og velvild þeirrar þjóðar sem taldi sig eiga það – allt það traust er einskis virði þegar málið snýst um að koma sínum Snata í rétta starfið svo hann dilli rófunni þægur þegar húsbóndinn heimtar. Allt þetta skiptir engu – og það má í þessu sambandi vitna til annars Loðvíks, þess 15. sem sagði þegar hann var spurður hvort einræðisstjórnin í Frakklandi flyti ekki sofandi að feigðarósi: “Hrunið, það kemur ekki fyrr en eftir minn dag.” Þetta er líka sjónarmið valdsherranna – skiptir engu þótt jörðin brenni, skiptir engu þótt réttindi og réttlæti og sanngirni séu fótum troðin – skoðanir annarra einskis virtar – bara ef þeir fá að ráða í dag – hafa það gott í dag – fá að böðlast í dag – þá er allt í lagi því hrunið kemur ekki fyrr en seinna. Svo gott þetta seinna. Þangað til fá þeir að ráða ... öllu sem þeir vilja. Því eru þeir vanir – það sýnir stóra fréttastjóramálið kannski fyrst og fremst. En er það virkilega svo – endalaust? Illugi Jökulsson -illugi@talstodin.is
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun