Björgólfur á meðal ríkustu manna 11. mars 2005 00:01 Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes-tímaritsins yfir auðugustu menn veraldar. Tímaritinu var dreift í verslanir vestanhafs í gærkvöldi. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er sem fyrr í efsta sætinu, ellefta árið í röð, en eigur hans eru metnar á rúmlega 46 milljarða dollara. Björgólfur Thor er í 488. sæti á listanum og skýst því upp fyrir fólk eins og sjónvarpskonuna Opruh Winfrey, Mörthu Stewart og Disney-erfingjann Roy Disney. Blaðið metur eignir Björgólfs á 1,4 milljarða Bandaríkjadala, eða um 84 milljarða króna. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst á þennan lista en aldrei hafa fleiri ný nöfn verið á listanum en nú. Í viðtali og umfjöllun um Björgólf, undir fyrirsögninni „Þórs saga“ og með myndum af Björgólfi í Bláa lóninu, er rifjað upp þegar faðir Björgólfs var handtekinn fyrir 19 árum vegna Hafskipsmálsins. Segir að síðan þá hafi takmark Björgólfs verið að að endurheimta virðingu fjölskyldu sinnar. Segist Björgólfur virðingu vera sér efsta í huga - völd og peningar séu aðeins leiðin að því marki, enda deyi góður orðstír aldrei. Í blaðinu segir að það hafi tekið þennan 38 ára gamla mann aðeins einn áratug að verða milljarðamæringur og er leiðin á toppinn rakin ítarlega í greininni. Þá segir að velgengni hans hafi haft mikil áhrif á Íslendinga. Fyrir fimm árum hafi allir viljað vera tónlistarmenn eins og Björk. Nú vilji allir vera athafnamenn. Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista Forbes-tímaritsins yfir auðugustu menn veraldar. Tímaritinu var dreift í verslanir vestanhafs í gærkvöldi. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er sem fyrr í efsta sætinu, ellefta árið í röð, en eigur hans eru metnar á rúmlega 46 milljarða dollara. Björgólfur Thor er í 488. sæti á listanum og skýst því upp fyrir fólk eins og sjónvarpskonuna Opruh Winfrey, Mörthu Stewart og Disney-erfingjann Roy Disney. Blaðið metur eignir Björgólfs á 1,4 milljarða Bandaríkjadala, eða um 84 milljarða króna. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst á þennan lista en aldrei hafa fleiri ný nöfn verið á listanum en nú. Í viðtali og umfjöllun um Björgólf, undir fyrirsögninni „Þórs saga“ og með myndum af Björgólfi í Bláa lóninu, er rifjað upp þegar faðir Björgólfs var handtekinn fyrir 19 árum vegna Hafskipsmálsins. Segir að síðan þá hafi takmark Björgólfs verið að að endurheimta virðingu fjölskyldu sinnar. Segist Björgólfur virðingu vera sér efsta í huga - völd og peningar séu aðeins leiðin að því marki, enda deyi góður orðstír aldrei. Í blaðinu segir að það hafi tekið þennan 38 ára gamla mann aðeins einn áratug að verða milljarðamæringur og er leiðin á toppinn rakin ítarlega í greininni. Þá segir að velgengni hans hafi haft mikil áhrif á Íslendinga. Fyrir fimm árum hafi allir viljað vera tónlistarmenn eins og Björk. Nú vilji allir vera athafnamenn.
Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira