Hrísgrjónapílaf með saffran 11. mars 2005 00:01 Mannfólk hefur að því er virðist alla tíð haft þörf fyrir krydd í tilveruna og saffran er krydd sem hefur verið dýrmætt og eftirsótt frá örófi alda. Þessir dularfullu, fagurrauðu þræðir eru þurrkaðar frævur saffranplöntunnar. Nú á tímum eru frævur plöntunnar ennþá handtíndar á sama máta og gert var fyrir þúsundum ára. Úr 75.000 plöntum fæst 1/2 kíló af saffrani. Fornar heimildir eru til um neyslu saffrans hjá Grikkjum, Rómverjum og Egyptum. Þeir notuðu kryddið vegna sterks litar þess, höfugrar angan, sérstaks bragðs, ætlaðs lækningarmáttar, og örugglega ekki hvað síst vegna orðspors þess sem ástarvaka. Hér er fljótlegur réttur fyrir þá sem vilja reyna forn vísindi á föstudagskvöldi.250 g hrísgrjón400 ml fisk- eða grænmetissoð (úr teningi)100 g smjörsalt1 msk. möndlur (hýðislausar)1 msk. pistasíu kjarnar3 msk. frosnar grænar baunirSaffran (nokkrir þræðir)200 g útvatnaður saltfiskur Hellið sjóðandi vatni yfir hrísgrjónin og látið þau standa þar til vatnið hefur kólnað og sigtið þá vatnið frá. Á meðan hrísgrjónin liggja í bleyti útbúið þá soð úr teningi og hellið um leið örlitlu heitu vatni yfir saffranþræðina. Skerið saltfiskinn í tætlur. Bræðið smjörið á pönnu og steikið hrísgrjónin í því nokkra stund. Hrærið vel í á meðan. Bætið því næst soði, saffrani (ásamt vökvanum), möndlum, baunum og saltfiski út í. Látið suðuna koma upp, saltið ögn, og eldið yfir lágum hita í um 10 mínútur. Bætið þá pistasíuhnetunum út í. Takið pönnuna af hitanum, setjið lok á og vefjið stykki um pönnuna til þéttingar. Látið standa í 20 til 30 mínútur. Berið fram með góðu brauði og grænu salati. Heilsa Matur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Mannfólk hefur að því er virðist alla tíð haft þörf fyrir krydd í tilveruna og saffran er krydd sem hefur verið dýrmætt og eftirsótt frá örófi alda. Þessir dularfullu, fagurrauðu þræðir eru þurrkaðar frævur saffranplöntunnar. Nú á tímum eru frævur plöntunnar ennþá handtíndar á sama máta og gert var fyrir þúsundum ára. Úr 75.000 plöntum fæst 1/2 kíló af saffrani. Fornar heimildir eru til um neyslu saffrans hjá Grikkjum, Rómverjum og Egyptum. Þeir notuðu kryddið vegna sterks litar þess, höfugrar angan, sérstaks bragðs, ætlaðs lækningarmáttar, og örugglega ekki hvað síst vegna orðspors þess sem ástarvaka. Hér er fljótlegur réttur fyrir þá sem vilja reyna forn vísindi á föstudagskvöldi.250 g hrísgrjón400 ml fisk- eða grænmetissoð (úr teningi)100 g smjörsalt1 msk. möndlur (hýðislausar)1 msk. pistasíu kjarnar3 msk. frosnar grænar baunirSaffran (nokkrir þræðir)200 g útvatnaður saltfiskur Hellið sjóðandi vatni yfir hrísgrjónin og látið þau standa þar til vatnið hefur kólnað og sigtið þá vatnið frá. Á meðan hrísgrjónin liggja í bleyti útbúið þá soð úr teningi og hellið um leið örlitlu heitu vatni yfir saffranþræðina. Skerið saltfiskinn í tætlur. Bræðið smjörið á pönnu og steikið hrísgrjónin í því nokkra stund. Hrærið vel í á meðan. Bætið því næst soði, saffrani (ásamt vökvanum), möndlum, baunum og saltfiski út í. Látið suðuna koma upp, saltið ögn, og eldið yfir lágum hita í um 10 mínútur. Bætið þá pistasíuhnetunum út í. Takið pönnuna af hitanum, setjið lok á og vefjið stykki um pönnuna til þéttingar. Látið standa í 20 til 30 mínútur. Berið fram með góðu brauði og grænu salati.
Heilsa Matur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið