Gríðarleg reiði meðal fréttamanna 9. mars 2005 00:01 Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð, en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tilkynnti um ráðningu Auðuns í dag. Auðun fékk atkvæði fjögurra útvarpsráðsmanna í gær en þrír ráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Áður hafði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælt með fimm umsækjendum en ekki Auðuni. Útvarpsstjóri segir að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna vegi þyngra en aðrar umsagnir og þar sem enginn annar umsækjandi hafi fengið atkvæði í útvarpsráði þá hafi hann ákveðið að ráða Auðun Georg. Jóhann Hauksson, forstöðumaður Rásar tvö og einn þeirra umsækjenda sem Bogi mælti með, segir að á meðal umsækjenda séu þeir menn sem hafi skapað Ríkisútvarpinu þann orðstír og trúverðugleika sem hafi gefið stofnuninni yfirburðastöðu á liðnum áratugum og að með þessu sé þessum mönnum gefið langt nef. Honum finnist þetta skrípaleikur og að erfitt sé að sitja undir þessu. Annar umsækjandi, Óðinn Jónsson fréttamaður, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá stjórnmálamenn sem ráðskist með Ríkisútvarpið. Þriðji umsækjandinn, Arnar Páll Hauksson fréttamaður, segir afgreiðslu málsins vera lítilsvirðingu við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Auðun Georg segist mjög þakklátur fyrir að hafa hlotið starfið. Hann segir of snemmt að segja til um hvort tilkoma hans þýði áherslubreytingar í fréttastefnu Ríkisútvarpsins. Það verði alltaf einhverjar breytingar með nýjum mannskap en fréttastofan verði keyrð eins og verið hafi áfram. Fréttastofa Ríkisútvarpsins flytji áreiðanlegar fréttir sem fólk trúi og treysti og það verði engin breyting þar á. Aðspurður hvort hann kvíði því að mæta í hóp fréttamanna þar sem kraumi mikil reiði og óánægja með ráðstöfunina segir Auðun að hann hafi ekki orðið var við reiði eða gremju gagnvart sér en fólk hafi rétt á sínum tilfinningum. Hann vilji hins vegar láta verkin tala og sýna sig og sanna og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna lýsa vantrausti og mótmæla harðlega ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra. Þess er krafist að ákvörðunin verði dregin til baka enda sé stétt fréttamanna gróflega misboðið og ráðningin bersýnilega pólitískt. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira
Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð, en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri tilkynnti um ráðningu Auðuns í dag. Auðun fékk atkvæði fjögurra útvarpsráðsmanna í gær en þrír ráðsmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Áður hafði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, mælt með fimm umsækjendum en ekki Auðuni. Útvarpsstjóri segir að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna vegi þyngra en aðrar umsagnir og þar sem enginn annar umsækjandi hafi fengið atkvæði í útvarpsráði þá hafi hann ákveðið að ráða Auðun Georg. Jóhann Hauksson, forstöðumaður Rásar tvö og einn þeirra umsækjenda sem Bogi mælti með, segir að á meðal umsækjenda séu þeir menn sem hafi skapað Ríkisútvarpinu þann orðstír og trúverðugleika sem hafi gefið stofnuninni yfirburðastöðu á liðnum áratugum og að með þessu sé þessum mönnum gefið langt nef. Honum finnist þetta skrípaleikur og að erfitt sé að sitja undir þessu. Annar umsækjandi, Óðinn Jónsson fréttamaður, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með yfirstjórn Ríkisútvarpsins og þá stjórnmálamenn sem ráðskist með Ríkisútvarpið. Þriðji umsækjandinn, Arnar Páll Hauksson fréttamaður, segir afgreiðslu málsins vera lítilsvirðingu við fréttastofu Ríkisútvarpsins. Auðun Georg segist mjög þakklátur fyrir að hafa hlotið starfið. Hann segir of snemmt að segja til um hvort tilkoma hans þýði áherslubreytingar í fréttastefnu Ríkisútvarpsins. Það verði alltaf einhverjar breytingar með nýjum mannskap en fréttastofan verði keyrð eins og verið hafi áfram. Fréttastofa Ríkisútvarpsins flytji áreiðanlegar fréttir sem fólk trúi og treysti og það verði engin breyting þar á. Aðspurður hvort hann kvíði því að mæta í hóp fréttamanna þar sem kraumi mikil reiði og óánægja með ráðstöfunina segir Auðun að hann hafi ekki orðið var við reiði eða gremju gagnvart sér en fólk hafi rétt á sínum tilfinningum. Hann vilji hins vegar láta verkin tala og sýna sig og sanna og hann hlakki til að takast á við verkefnið. Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna lýsa vantrausti og mótmæla harðlega ákvörðun Markúsar Arnar Antonssonar um að ráða Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra. Þess er krafist að ákvörðunin verði dregin til baka enda sé stétt fréttamanna gróflega misboðið og ráðningin bersýnilega pólitískt.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Sjá meira