Hljóðlát bylting Ásdísar Höllu Guðmundur Magnússon skrifar 3. mars 2005 00:01 Borgarstjórn Reykjavíkur og málefni höfuðborgarinnar eru stöðugt í sviðsljósi fjölmiðla. Sveitarstjórnarmál annars staðar á landinu eru í skugganum. Jafnvel bæjarstjórnir í nágrenni Reykjavíkur eins og í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ fá tiltölulega litla athygli. Þetta er miður því margt athyglisvert er að gerast í minni sveitarfélögum landsins, þar á meðal og ekki síst steinsnar frá landamærum höfuðborgarinnar. Í Garðabæ hefur Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri staðið fyrir hljóðlátri byltingu í skólamálum sem ekki hefur verið veitt eftirtekt sem skyldi. Ef það sem gerst hefur í Garðabæ hefði átt sér stað í Reykjavík hefði það ekki aðeins verið í kastljósi fjölmiðla heldur eitt helsta hitamálið í stjórnmálum. Með óvenjulegri pólitískri lagni hefur Ásdísi Höllu hins vegar tekist að skapa víðtæka sátt um róttækar kerfisbreytingar sem sveitarstjórnarmenn um land allt, og kannski ekki síst í Reykjavík þar sem fjölmennið er mest, hefðu gott af að kynna sér. Frá því að Ásdís Halla varð bæjarstjóri í Garðabæ fyrir fimm árum hefur hún markvisst unnið að því að hrinda í framkvæmd skólamálahugmyndum sem lengi hafa verið í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst á vettvangi Sjálfstæðisflokksins, en hafa þó ekki náð nægilegu flugi, sérstaklega vegna útbreiddrar andstöðu við þær í vinstri flokkunum, þar á meðal Reykjavíkurlistanum. Hugmyndirnar byggjast á því að stórauka valfrelsi foreldra og annarra forráðamanna skólabarna. Leiðin til þess er aukinn einkarekstur leikskóla og grunnskóla. Segja má að þetta hafi byrjað sumarið 2001 þegar leikskólinn Ásar við Bergás var opnaður. Það var fyrirtækið Hjallastefnan sem tók að sér að reka skólann á grundvelli þjónustusamnings við bæjarstjórnina. Sama ár var framlag bæjarfélagsins til einkarekinna leikskóla hækkað um nær 70% fyrir hvert barn. Hugmyndin var að auka áhuga á þessu rekstrarformi. Garðabær var fyrsta sveitarfélagið sem bauð út í einu lagi byggingu skólahúsnæðis, reksturs þess og innra starf skólans. Um er að ræða nýjan leikskóla í Sjálandshverfi sem tekur til starfa haustið 2006. Verkefnið sem samið var um felst í því að einkaaðili hannar, byggir, fjármagnar, á og rekur leikskólann ásamt öllum búnaði og frágenginni lóð í 25 ár.Þriðjungur barna í leikskólum í Garðabæ er í einkareknum skólum og með skólanum í Sjálandi verður meira en helmingur barna í leikskólum í einkareknum skólum. Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því að Garðabær er eina stóra sveitarfélagið sem lokar ekki leikskólum sínum yfir sumarmánuðina. Samtök atvinnulífsins nefna þetta sérstaklega á vefsíðu sinni í gær (eins og hér má lesa) en þau hafa gert könnun á sumarlokunum leikskóla í þrettán sveitarfélögunum. Garðabær hefur markað stefnu um notkun upplýsingatækni í skólum bæjarins. Allir kennarar og skólastjórnendur fá fartölvu til afnota í starfi og eiga kost á að sækja námskeið um notkun upplýsingatækni. Í hverjum skóla bæjarins starfa tveir starfsmenn við innleiðingu upplýsingatækni í skólastarfið og eru kennurum innan handar. Fyrir þremur árum samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar heildstæða skólastefnu fyrir leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla sveitarfélagsins. Þar er áherslan á að koma til móts við þarfir hvers einstaklings í fyrirrúmi. Hvatt er til aukinnar fjölbreytni í rekstrarformi, hugmyndum og áherslum grunnskólanna. Skólar bæjarins geta farið ólíkar leiðir í því skyni. Í Hofsstaðaskóla hefur til dæmis verið unnið að "færnimiðuðu námi", sem svo er kallað, í stærðfræði og ensku og hefur það fengið góðar undirtektir jafnt meðal nemenda sem foreldra skólabarna. Flataskóli hefur farið svipaða leið en útfært hana á annan hátt. Í Garðaskóla er svokallað "ferðakerfi" sem gerir nemendum klefit að stunda nám í tilteknum námsgreinum á þeim hraða sem þeim hentar og geta dugmiklir nmendur til dæmis tekið framhaldsskólaáfanga í 10. bekk. Í fyrra tóku hvorki fleiri né færri en 40% allra nemenda í Garðaskóla áfanga úr FjölbrautaskólaGarðabæjar. Róttækasta skrefið sem stigið hefur verið í Garðabæ á stjórnarárum Ásdísar Höllu Bragadóttur er sú stefnumörkun bæjarstjórnarinnar að foreldrar hafi frjálst val um hvert börn þeirra sæki nám. Það gildir bæði um grunnskóla Garðabæjar og einkarekna skóla. Börn í Garðabæ eru ekki sjálfkrafa skráð í "hverfisskóla" eins og í öðrum stórum sveitarfélögum. Foreldrar verða að velja milli þeirra skóla sem starfa í bænum. Halda skólarnir opna kynningu árlega í þessu skyni. Þegar íbúar taka að flytjast inn í Sjálandshverfið nýja á næsta ári tekur nýr grunnskóli til starfa í hverfinu. Öll hönnun skólans byggir á því að stuðst verður við einstaklingsmiðaða kennsluhætti og þannig reynt að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Ekki verða hefðbundnar kennslustofur heldur svokölluð heimasvæði sem hægt verður að skipa í minni einingar eftir þörfum hverju sinni. Samkomulag hefur tekist á milli skólans og Garðabæjar um kjör kennara við skólann og byggir það á ákvæði um tilraunasamninga til eins árs í kjarasamningi Kennarasambands Íslands. Verður vinnutími kennaranna eins og hjá öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélaga ef það verður endanlega staðfest í samstarfsnefnd KÍ og LN. Reynsla Garðabæjar af skólamáltilraunum sem Ásdís Halla Bragadóttir og Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hafa haft forystu um virðist vera góð. Sátt er um málið í bæjarfélaginu þótt auðvitað séu skoðanir skiptar um einstök atriði. Skýringin á því hvers vegna svona vel hefur til tekist kann að vera sú að hér hefur verið gengið fumlaust og markvisst til verka. Í stað þess að blása í pólitískra lúðra hefur verið unnið að málum í samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Full ástæða virðist vera fyrir skólamálayfirvöld í öðrum sveitarfélögum, ekki síst höfuðborginni, að kynna sér fordómalaust hina hljóðlátu skólabyltingu Ásdísar Höllu í Garðabæ.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur og málefni höfuðborgarinnar eru stöðugt í sviðsljósi fjölmiðla. Sveitarstjórnarmál annars staðar á landinu eru í skugganum. Jafnvel bæjarstjórnir í nágrenni Reykjavíkur eins og í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ fá tiltölulega litla athygli. Þetta er miður því margt athyglisvert er að gerast í minni sveitarfélögum landsins, þar á meðal og ekki síst steinsnar frá landamærum höfuðborgarinnar. Í Garðabæ hefur Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri staðið fyrir hljóðlátri byltingu í skólamálum sem ekki hefur verið veitt eftirtekt sem skyldi. Ef það sem gerst hefur í Garðabæ hefði átt sér stað í Reykjavík hefði það ekki aðeins verið í kastljósi fjölmiðla heldur eitt helsta hitamálið í stjórnmálum. Með óvenjulegri pólitískri lagni hefur Ásdísi Höllu hins vegar tekist að skapa víðtæka sátt um róttækar kerfisbreytingar sem sveitarstjórnarmenn um land allt, og kannski ekki síst í Reykjavík þar sem fjölmennið er mest, hefðu gott af að kynna sér. Frá því að Ásdís Halla varð bæjarstjóri í Garðabæ fyrir fimm árum hefur hún markvisst unnið að því að hrinda í framkvæmd skólamálahugmyndum sem lengi hafa verið í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst á vettvangi Sjálfstæðisflokksins, en hafa þó ekki náð nægilegu flugi, sérstaklega vegna útbreiddrar andstöðu við þær í vinstri flokkunum, þar á meðal Reykjavíkurlistanum. Hugmyndirnar byggjast á því að stórauka valfrelsi foreldra og annarra forráðamanna skólabarna. Leiðin til þess er aukinn einkarekstur leikskóla og grunnskóla. Segja má að þetta hafi byrjað sumarið 2001 þegar leikskólinn Ásar við Bergás var opnaður. Það var fyrirtækið Hjallastefnan sem tók að sér að reka skólann á grundvelli þjónustusamnings við bæjarstjórnina. Sama ár var framlag bæjarfélagsins til einkarekinna leikskóla hækkað um nær 70% fyrir hvert barn. Hugmyndin var að auka áhuga á þessu rekstrarformi. Garðabær var fyrsta sveitarfélagið sem bauð út í einu lagi byggingu skólahúsnæðis, reksturs þess og innra starf skólans. Um er að ræða nýjan leikskóla í Sjálandshverfi sem tekur til starfa haustið 2006. Verkefnið sem samið var um felst í því að einkaaðili hannar, byggir, fjármagnar, á og rekur leikskólann ásamt öllum búnaði og frágenginni lóð í 25 ár.Þriðjungur barna í leikskólum í Garðabæ er í einkareknum skólum og með skólanum í Sjálandi verður meira en helmingur barna í leikskólum í einkareknum skólum. Í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því að Garðabær er eina stóra sveitarfélagið sem lokar ekki leikskólum sínum yfir sumarmánuðina. Samtök atvinnulífsins nefna þetta sérstaklega á vefsíðu sinni í gær (eins og hér má lesa) en þau hafa gert könnun á sumarlokunum leikskóla í þrettán sveitarfélögunum. Garðabær hefur markað stefnu um notkun upplýsingatækni í skólum bæjarins. Allir kennarar og skólastjórnendur fá fartölvu til afnota í starfi og eiga kost á að sækja námskeið um notkun upplýsingatækni. Í hverjum skóla bæjarins starfa tveir starfsmenn við innleiðingu upplýsingatækni í skólastarfið og eru kennurum innan handar. Fyrir þremur árum samþykkti bæjarstjórn Garðabæjar heildstæða skólastefnu fyrir leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla sveitarfélagsins. Þar er áherslan á að koma til móts við þarfir hvers einstaklings í fyrirrúmi. Hvatt er til aukinnar fjölbreytni í rekstrarformi, hugmyndum og áherslum grunnskólanna. Skólar bæjarins geta farið ólíkar leiðir í því skyni. Í Hofsstaðaskóla hefur til dæmis verið unnið að "færnimiðuðu námi", sem svo er kallað, í stærðfræði og ensku og hefur það fengið góðar undirtektir jafnt meðal nemenda sem foreldra skólabarna. Flataskóli hefur farið svipaða leið en útfært hana á annan hátt. Í Garðaskóla er svokallað "ferðakerfi" sem gerir nemendum klefit að stunda nám í tilteknum námsgreinum á þeim hraða sem þeim hentar og geta dugmiklir nmendur til dæmis tekið framhaldsskólaáfanga í 10. bekk. Í fyrra tóku hvorki fleiri né færri en 40% allra nemenda í Garðaskóla áfanga úr FjölbrautaskólaGarðabæjar. Róttækasta skrefið sem stigið hefur verið í Garðabæ á stjórnarárum Ásdísar Höllu Bragadóttur er sú stefnumörkun bæjarstjórnarinnar að foreldrar hafi frjálst val um hvert börn þeirra sæki nám. Það gildir bæði um grunnskóla Garðabæjar og einkarekna skóla. Börn í Garðabæ eru ekki sjálfkrafa skráð í "hverfisskóla" eins og í öðrum stórum sveitarfélögum. Foreldrar verða að velja milli þeirra skóla sem starfa í bænum. Halda skólarnir opna kynningu árlega í þessu skyni. Þegar íbúar taka að flytjast inn í Sjálandshverfið nýja á næsta ári tekur nýr grunnskóli til starfa í hverfinu. Öll hönnun skólans byggir á því að stuðst verður við einstaklingsmiðaða kennsluhætti og þannig reynt að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Ekki verða hefðbundnar kennslustofur heldur svokölluð heimasvæði sem hægt verður að skipa í minni einingar eftir þörfum hverju sinni. Samkomulag hefur tekist á milli skólans og Garðabæjar um kjör kennara við skólann og byggir það á ákvæði um tilraunasamninga til eins árs í kjarasamningi Kennarasambands Íslands. Verður vinnutími kennaranna eins og hjá öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélaga ef það verður endanlega staðfest í samstarfsnefnd KÍ og LN. Reynsla Garðabæjar af skólamáltilraunum sem Ásdís Halla Bragadóttir og Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hafa haft forystu um virðist vera góð. Sátt er um málið í bæjarfélaginu þótt auðvitað séu skoðanir skiptar um einstök atriði. Skýringin á því hvers vegna svona vel hefur til tekist kann að vera sú að hér hefur verið gengið fumlaust og markvisst til verka. Í stað þess að blása í pólitískra lúðra hefur verið unnið að málum í samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Full ástæða virðist vera fyrir skólamálayfirvöld í öðrum sveitarfélögum, ekki síst höfuðborginni, að kynna sér fordómalaust hina hljóðlátu skólabyltingu Ásdísar Höllu í Garðabæ.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar