Innlent

Bjartsýnni á lausn Fischer

Sæmundur Pálsson hélt áleiðis til Japans í morgun ásamt fríðu föruneyti, til að sækja Bobby Fischer. Hann segist bjartsýnni en áður um að Fishcer verði látinn laus og ætlar að gefa sér tíu daga til að vinna að því í Japan. Með Sæmundi í för eru Kristinn Hrafnsson fjölmiðlamaður og Friðrik Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður og Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2. Þeir eru nú lentir í París þaðan sem þeir taka tengiflug til Japans. Sæmundur er vonbetri en áður um að Fischer verði látinn laus. Menn verði að vera það og vonandi gangi allt vel og Fischer komi með honum heim. Hópurinn heldur áfram til Japans klukkan sex í dag. Um leið og þangað verður komið hittir Sæmundur sendiherra Íslands og lögfræðing Fischers og unnustu. Fischer sjálfur verður svo heimsóttur eins fljótt og auðið er og pappírar hans og íslenskt vegabréf sótt. Spurður hvað hópurinn ætli að gefa sér langan tíma í málið ef svör fáist ekki strax um það hvort Fischer fái að koma með hópnum segir Sæmundur að rætt sé um viku til tíu daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×