Er verið að kjafta verðið upp? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2005 00:01 Í síðustu viku ásökuðu tveir þingmenn, þeir Ögmundur Jónasson og Hjálmar Árnason, bankana um að reyna að ganga af Íbúðalánasjóði dauðum. Bankarnir eru nú komnir í samkeppni við Íbúðalánasjóð um fasteignalán og hafa stóraukið hlutdeild sína undanfarið hálft ár. Vegna þessa kom til gríðarlegra uppgreiðslna á lánum Íbúðalánasjóðs. Þar sem sjóðurinn sjálfur tók lán fyrir þessum lánum sem hann svo endurlánaði til almennings, og greiðir þau lán ekki fyrr en eftir einhverja áratugi hafa sumir áhyggjur yfir því að Íbúðalánasjóður gæti í framtíðinni átt í greiðsluerfiðleikum sem getur kippt grundvellinum undan samkeppnishæfum lánum frá sjóðnum. Vextir Íbúðalánasjóðs yrðu þá hærri en vextir fasteignalána bankanna. Menn eins og Ögmundur hafa áhyggjur af þessu þar sem bankarnir bjóða ekki sömu kjör á landsbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu. Einnig gæti fólk með minni greiðslugetu þurft að taka dýrari lán hjá Íbúðalánasjóði en bjóðast hjá bönkum. Þetta skýrir hluta af upphrópunum síðastliðinnar viku. En ekki nema hluta. Það er ekki laust við að suma gruni að skoðanir Hjálmars Árnasonar, til dæmis, lýsi einnig áhyggjum af verðbólgunni í dag. Og þar sem 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs var kosningaloforð Framsóknarflokksins, gengur ekki fyrir Framsóknarmenn að líta á þau sem orsök vandans. Árni Magnússon félagsmálaráðherra viðurkennir þó í Fréttablaðinu í gær að kosningaloforðið um 90 prósent lán handa öllum hafi mögulega verið upphafið af hækkun fasteignaverðs. Hann segir þó að það hafi veirð ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála. Það var kannski engin, nema yfirmenn í bönkunum, sem sáu fyrir að bankarnir færu að bjóða fasteignalán. En það verður að hafa í huga að hagfræðingar vöruðu eindregið við því í aðdraganda kosninga að aukin lán til húsnæðiskaupa myndu valda þenslu. Þegar KBbanki fór, fyrstu banka að bjóða fasteignalán, svöruðu aðrir bankar og sparisjóðir þeirri samkeppni um viðskiptavini. Bankarnir hafa ekki sama lánshæfimat og Íbúðalánasjóður og því ekki augljóst að allir bankarnir hafi frá upphafi grætt mikið á þessum útlánum, KBbanki þó mest. Viðskiptavild er þeim væntanlega mikilvægari en greiddir vextir. Sparisjóðirnir bjóða til dæmis fasteignalán (í samvinnu við Íbúðalánasjóð), þrátt fyrir að þurfa að greiða með hverju láni. Ef KBbanki sá þennan markaðsmöguleika, og gat boðið upp á fasteignalán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður sem þó hefur betra lánshæfimat, af hverju var Íbúðalánasjóður þá ekki búinn að lækka vextina hjá sér? Því verður væntanlega einhvern tíman að svara, og þá sérstaklega hvort það hafi verið pólitísk ákvörðun að nota ekki þennan möguleika sem var á markaði til að lækka vextina. Átti að bíða eftir kerfisbreytingu, eða átti að nota vaxtastig Íbúðalánasjóðs til að sporna við verðbólgu? Þingmenn og félagsmálaráðherra hafa talað um ábyrgð bankanna í því að fasteignaverð hefur hækkað. Var það ábyrgðaleysi hjá bönkunum að bjóða upp á fasteignalán með lægri vöxtum en íbúðalánasjóður? Að bjóða svo upp á 90 prósent lán handa öllum, líkt og Íbúðalánasjóður sem bankarnir eru í samkeppni við? Var það ábyrgðaleysi að lækka svo aftur vexti, eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti? Blaðamenn hafa verið of óduglegir að fá nánari útlistingu á því hvar ábyrgð bankanna liggur að mati þessara þingmanna og félagsmálaráðherra og hvað bankarnir hafa átt að gera betur. Hvað varðar þá hugmynd að hundruðir fasteignasala hafi einhvern hátt komið sér saman um að "kjafta upp verðið" þarf ekki annað en skoða hvernig markaðurinn er. Fyrir um tveimur árum þótti það eðlilegt að kaupendur undirbuðu uppgefið verð. Uppgefið verð fasteignasala var nokkurs konar efri mörk. Mun oftar heyrist um yfirboðin í dag. Ef fólk er að bjóða í og kaupa íbúðir á verði sem er langt umfram þeirra greiðslugetu, er það varla fasteignasölunum að kenna. Á sama tíma virðist leigumarkaðurinn standa í stað, eða fara lækkandi, þannig að ekki er hægt að segja að fólk hafi ekki val. Áður en öskrað er Úlfur, Úlfur! og bent er á banka og fasteignasala sem holdgervinga hins illa á fasteignamarkaði í dag (og rætur verðbólgunnar), ætti að skoða alvarlega hvort þessi verðkippur sé að einhverju leiti því að kenna að takmarkaðir lánamöguleikar hafi haldið fasteignaverði niðri. Ef svo er, er það ekki sjálfgefið að fasteignaverðið í dag sé einhver bóla sem muni svo springa. Ekki nema lánamarkaðurinn takmarkist aftur.Svanborg Sigmarsdóttirsvanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku ásökuðu tveir þingmenn, þeir Ögmundur Jónasson og Hjálmar Árnason, bankana um að reyna að ganga af Íbúðalánasjóði dauðum. Bankarnir eru nú komnir í samkeppni við Íbúðalánasjóð um fasteignalán og hafa stóraukið hlutdeild sína undanfarið hálft ár. Vegna þessa kom til gríðarlegra uppgreiðslna á lánum Íbúðalánasjóðs. Þar sem sjóðurinn sjálfur tók lán fyrir þessum lánum sem hann svo endurlánaði til almennings, og greiðir þau lán ekki fyrr en eftir einhverja áratugi hafa sumir áhyggjur yfir því að Íbúðalánasjóður gæti í framtíðinni átt í greiðsluerfiðleikum sem getur kippt grundvellinum undan samkeppnishæfum lánum frá sjóðnum. Vextir Íbúðalánasjóðs yrðu þá hærri en vextir fasteignalána bankanna. Menn eins og Ögmundur hafa áhyggjur af þessu þar sem bankarnir bjóða ekki sömu kjör á landsbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu. Einnig gæti fólk með minni greiðslugetu þurft að taka dýrari lán hjá Íbúðalánasjóði en bjóðast hjá bönkum. Þetta skýrir hluta af upphrópunum síðastliðinnar viku. En ekki nema hluta. Það er ekki laust við að suma gruni að skoðanir Hjálmars Árnasonar, til dæmis, lýsi einnig áhyggjum af verðbólgunni í dag. Og þar sem 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs var kosningaloforð Framsóknarflokksins, gengur ekki fyrir Framsóknarmenn að líta á þau sem orsök vandans. Árni Magnússon félagsmálaráðherra viðurkennir þó í Fréttablaðinu í gær að kosningaloforðið um 90 prósent lán handa öllum hafi mögulega verið upphafið af hækkun fasteignaverðs. Hann segir þó að það hafi veirð ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála. Það var kannski engin, nema yfirmenn í bönkunum, sem sáu fyrir að bankarnir færu að bjóða fasteignalán. En það verður að hafa í huga að hagfræðingar vöruðu eindregið við því í aðdraganda kosninga að aukin lán til húsnæðiskaupa myndu valda þenslu. Þegar KBbanki fór, fyrstu banka að bjóða fasteignalán, svöruðu aðrir bankar og sparisjóðir þeirri samkeppni um viðskiptavini. Bankarnir hafa ekki sama lánshæfimat og Íbúðalánasjóður og því ekki augljóst að allir bankarnir hafi frá upphafi grætt mikið á þessum útlánum, KBbanki þó mest. Viðskiptavild er þeim væntanlega mikilvægari en greiddir vextir. Sparisjóðirnir bjóða til dæmis fasteignalán (í samvinnu við Íbúðalánasjóð), þrátt fyrir að þurfa að greiða með hverju láni. Ef KBbanki sá þennan markaðsmöguleika, og gat boðið upp á fasteignalán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður sem þó hefur betra lánshæfimat, af hverju var Íbúðalánasjóður þá ekki búinn að lækka vextina hjá sér? Því verður væntanlega einhvern tíman að svara, og þá sérstaklega hvort það hafi verið pólitísk ákvörðun að nota ekki þennan möguleika sem var á markaði til að lækka vextina. Átti að bíða eftir kerfisbreytingu, eða átti að nota vaxtastig Íbúðalánasjóðs til að sporna við verðbólgu? Þingmenn og félagsmálaráðherra hafa talað um ábyrgð bankanna í því að fasteignaverð hefur hækkað. Var það ábyrgðaleysi hjá bönkunum að bjóða upp á fasteignalán með lægri vöxtum en íbúðalánasjóður? Að bjóða svo upp á 90 prósent lán handa öllum, líkt og Íbúðalánasjóður sem bankarnir eru í samkeppni við? Var það ábyrgðaleysi að lækka svo aftur vexti, eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti? Blaðamenn hafa verið of óduglegir að fá nánari útlistingu á því hvar ábyrgð bankanna liggur að mati þessara þingmanna og félagsmálaráðherra og hvað bankarnir hafa átt að gera betur. Hvað varðar þá hugmynd að hundruðir fasteignasala hafi einhvern hátt komið sér saman um að "kjafta upp verðið" þarf ekki annað en skoða hvernig markaðurinn er. Fyrir um tveimur árum þótti það eðlilegt að kaupendur undirbuðu uppgefið verð. Uppgefið verð fasteignasala var nokkurs konar efri mörk. Mun oftar heyrist um yfirboðin í dag. Ef fólk er að bjóða í og kaupa íbúðir á verði sem er langt umfram þeirra greiðslugetu, er það varla fasteignasölunum að kenna. Á sama tíma virðist leigumarkaðurinn standa í stað, eða fara lækkandi, þannig að ekki er hægt að segja að fólk hafi ekki val. Áður en öskrað er Úlfur, Úlfur! og bent er á banka og fasteignasala sem holdgervinga hins illa á fasteignamarkaði í dag (og rætur verðbólgunnar), ætti að skoða alvarlega hvort þessi verðkippur sé að einhverju leiti því að kenna að takmarkaðir lánamöguleikar hafi haldið fasteignaverði niðri. Ef svo er, er það ekki sjálfgefið að fasteignaverðið í dag sé einhver bóla sem muni svo springa. Ekki nema lánamarkaðurinn takmarkist aftur.Svanborg Sigmarsdóttirsvanborg@frettabladid.is
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun