Vilja halda kverkataki á neytendum 16. febrúar 2005 00:01 Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að allt að því ótakmarkað framboð sé á húsnæðislánum hjá bönkum, sem skýri að hluta hækkandi íbúðaverð að undanförnu. Fasteignasalar sjái sér leik á borði "verandi nokkuð samstíga göfgi bankanna og hreinlega kjafta verð á íbúðum upp úr öllu valdi enda nóg til af peningum." Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir þessi ummæli Hjálmars eins og hvert annað rugl. "Það er enginn markaður sem lýtur lögmálum eins vel og fasteignamarkaður. Það að einstaka fasteignasali sé að kjafta verð upp eða niður gengur ekki upp." Björn Þorri segir að vegna nýrra fjármögnunarmöguleika sé eftirspurnin meiri en framboðið og þá hækki verðið, auk þess sem fasteignaverð hafi verið að hækka í Evrópu og vestanhafs, sem hafi áhrif á íslenska markaðinn. "Fasteignasalar eru bara að selja á markaðsverði á hverjum tíma." Hjálmar segir að vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lána allt að 90 prósent til íbúðakaupa hafi bankarnir misst af þeim tekjum sem þeir áður höfðu; dýrum lánum sem fólk tók til að brúa bil til húsnæðiskaupa. Bankarnir hafi því "lækkað vexti og dælt út peningum í trausti þess að verð á íbúðum yrði hækkað" til þess að ná sama hagnaði með lægri vöxtum en hærri lánum. "Langtímamarkmiðið er að drepa Íbúðalánasjóð og losna þannig við hið óþægilega aðhald og geta í framhaldinu svo hægt en bítandi keyrt upp vextina af hinum dýru eignum landsmanna. Þeir vilja halda kverkatakinu á neytendum og virðast kæra sig kollótta um áhrif aðgerðanna á verðbólgu og efnahag þjóðarinnar." Að síðustu segir Hjálmar í pistli sínum að skoða hvort bankarnir séu í óbeinu eða beinu samráði að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar," og þátt þeirra í verðsprengingunni á húsnæðismarkaði síðustu mánuðina. Ekki náðist í bankastjóra Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira
Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að allt að því ótakmarkað framboð sé á húsnæðislánum hjá bönkum, sem skýri að hluta hækkandi íbúðaverð að undanförnu. Fasteignasalar sjái sér leik á borði "verandi nokkuð samstíga göfgi bankanna og hreinlega kjafta verð á íbúðum upp úr öllu valdi enda nóg til af peningum." Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir þessi ummæli Hjálmars eins og hvert annað rugl. "Það er enginn markaður sem lýtur lögmálum eins vel og fasteignamarkaður. Það að einstaka fasteignasali sé að kjafta verð upp eða niður gengur ekki upp." Björn Þorri segir að vegna nýrra fjármögnunarmöguleika sé eftirspurnin meiri en framboðið og þá hækki verðið, auk þess sem fasteignaverð hafi verið að hækka í Evrópu og vestanhafs, sem hafi áhrif á íslenska markaðinn. "Fasteignasalar eru bara að selja á markaðsverði á hverjum tíma." Hjálmar segir að vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að lána allt að 90 prósent til íbúðakaupa hafi bankarnir misst af þeim tekjum sem þeir áður höfðu; dýrum lánum sem fólk tók til að brúa bil til húsnæðiskaupa. Bankarnir hafi því "lækkað vexti og dælt út peningum í trausti þess að verð á íbúðum yrði hækkað" til þess að ná sama hagnaði með lægri vöxtum en hærri lánum. "Langtímamarkmiðið er að drepa Íbúðalánasjóð og losna þannig við hið óþægilega aðhald og geta í framhaldinu svo hægt en bítandi keyrt upp vextina af hinum dýru eignum landsmanna. Þeir vilja halda kverkatakinu á neytendum og virðast kæra sig kollótta um áhrif aðgerðanna á verðbólgu og efnahag þjóðarinnar." Að síðustu segir Hjálmar í pistli sínum að skoða hvort bankarnir séu í óbeinu eða beinu samráði að "leggja grunn að stærsta "ráni" sögunnar," og þátt þeirra í verðsprengingunni á húsnæðismarkaði síðustu mánuðina. Ekki náðist í bankastjóra Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Sjá meira