Eradze segist heppinn 15. febrúar 2005 00:01 Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. Upp úr sauð í leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins um síðustu helgi. Landsliðsmarkverðinum Rolandi Val Eradze ofbauð frammistaða dómara leiksins, missti algjörlega stjórn á skapi sínu, þrumaði boltanum upp í loft og fékk fyrir vikið beint rautt spjald. Þá sveiflaði hann hendinni í átt að Gísla Jóhannssyni dómara og þegar hann var teymdur á brott hrækti hann í átt að Gísla. Aganefnd HSÍ tók málið fyrir í gær og eftir langa yfirlegu dæmdu þeir Roland í tímabundið bann frá 17. febrúar til 7. mars. Þetta tímabundna bann jafngildir þriggja leikja banni því Roland getur leikið með ÍBV gegn Þór í kvöld en missir af leikjum gegn KA, HK og Haukum. "Þetta er bara þriggja leikja bann þannig að ég get ekki kvartað," sagði Roland nánast hlæjandi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar. "Hegðun mín í leiknum var mjög slæm og langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir þessari hegðun var sú að dómararnir voru skelfilegir og allir dómar féllu ÍR í hag. Ég fékk bara nóg af þessari vitleysu á endanum og sprakk. Það er ekki boðlegt að hafa svona lélega dómara í svona mikilvægum leik." Þeir voru margir sem áttu von á því að Roland myndi fá mjög þungan dóm og Roland sjálfur var einn þeirra. Hann segir dóm aganefndar vera mjög furðulegan. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland Valur Eradze. Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Sjá meira
Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. Upp úr sauð í leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins um síðustu helgi. Landsliðsmarkverðinum Rolandi Val Eradze ofbauð frammistaða dómara leiksins, missti algjörlega stjórn á skapi sínu, þrumaði boltanum upp í loft og fékk fyrir vikið beint rautt spjald. Þá sveiflaði hann hendinni í átt að Gísla Jóhannssyni dómara og þegar hann var teymdur á brott hrækti hann í átt að Gísla. Aganefnd HSÍ tók málið fyrir í gær og eftir langa yfirlegu dæmdu þeir Roland í tímabundið bann frá 17. febrúar til 7. mars. Þetta tímabundna bann jafngildir þriggja leikja banni því Roland getur leikið með ÍBV gegn Þór í kvöld en missir af leikjum gegn KA, HK og Haukum. "Þetta er bara þriggja leikja bann þannig að ég get ekki kvartað," sagði Roland nánast hlæjandi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar. "Hegðun mín í leiknum var mjög slæm og langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir þessari hegðun var sú að dómararnir voru skelfilegir og allir dómar féllu ÍR í hag. Ég fékk bara nóg af þessari vitleysu á endanum og sprakk. Það er ekki boðlegt að hafa svona lélega dómara í svona mikilvægum leik." Þeir voru margir sem áttu von á því að Roland myndi fá mjög þungan dóm og Roland sjálfur var einn þeirra. Hann segir dóm aganefndar vera mjög furðulegan. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland Valur Eradze.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Sjá meira