Eradze segist heppinn 15. febrúar 2005 00:01 Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. Upp úr sauð í leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins um síðustu helgi. Landsliðsmarkverðinum Rolandi Val Eradze ofbauð frammistaða dómara leiksins, missti algjörlega stjórn á skapi sínu, þrumaði boltanum upp í loft og fékk fyrir vikið beint rautt spjald. Þá sveiflaði hann hendinni í átt að Gísla Jóhannssyni dómara og þegar hann var teymdur á brott hrækti hann í átt að Gísla. Aganefnd HSÍ tók málið fyrir í gær og eftir langa yfirlegu dæmdu þeir Roland í tímabundið bann frá 17. febrúar til 7. mars. Þetta tímabundna bann jafngildir þriggja leikja banni því Roland getur leikið með ÍBV gegn Þór í kvöld en missir af leikjum gegn KA, HK og Haukum. "Þetta er bara þriggja leikja bann þannig að ég get ekki kvartað," sagði Roland nánast hlæjandi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar. "Hegðun mín í leiknum var mjög slæm og langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir þessari hegðun var sú að dómararnir voru skelfilegir og allir dómar féllu ÍR í hag. Ég fékk bara nóg af þessari vitleysu á endanum og sprakk. Það er ekki boðlegt að hafa svona lélega dómara í svona mikilvægum leik." Þeir voru margir sem áttu von á því að Roland myndi fá mjög þungan dóm og Roland sjálfur var einn þeirra. Hann segir dóm aganefndar vera mjög furðulegan. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland Valur Eradze. Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira
Roland Valur Eradze var dæmdur í tímabundið leikbann vegna óíþróttamannslegrar hegðunar í leik ÍBV og ÍR. Það kemur verulega á óvart að Roland segir bannið of vægt og að hann sé í raun heppinn að sleppa svona vel. Upp úr sauð í leik ÍR og ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins um síðustu helgi. Landsliðsmarkverðinum Rolandi Val Eradze ofbauð frammistaða dómara leiksins, missti algjörlega stjórn á skapi sínu, þrumaði boltanum upp í loft og fékk fyrir vikið beint rautt spjald. Þá sveiflaði hann hendinni í átt að Gísla Jóhannssyni dómara og þegar hann var teymdur á brott hrækti hann í átt að Gísla. Aganefnd HSÍ tók málið fyrir í gær og eftir langa yfirlegu dæmdu þeir Roland í tímabundið bann frá 17. febrúar til 7. mars. Þetta tímabundna bann jafngildir þriggja leikja banni því Roland getur leikið með ÍBV gegn Þór í kvöld en missir af leikjum gegn KA, HK og Haukum. "Þetta er bara þriggja leikja bann þannig að ég get ekki kvartað," sagði Roland nánast hlæjandi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar. "Hegðun mín í leiknum var mjög slæm og langt frá því að vera til fyrirmyndar. Ástæðan fyrir þessari hegðun var sú að dómararnir voru skelfilegir og allir dómar féllu ÍR í hag. Ég fékk bara nóg af þessari vitleysu á endanum og sprakk. Það er ekki boðlegt að hafa svona lélega dómara í svona mikilvægum leik." Þeir voru margir sem áttu von á því að Roland myndi fá mjög þungan dóm og Roland sjálfur var einn þeirra. Hann segir dóm aganefndar vera mjög furðulegan. "Þessi dómur kemur mér verulega á óvart. Ég átti von á því að fá mun þyngri dóm þar sem ég missti algjörlega stjórn á mér. Ég get ekki neitað því að mér finnst ég hafa verið heppinn því ég slepp furðuvel frá þessu máli," sagði Roland Valur Eradze.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Sjá meira