Viðskipti innlent

Hvatt til aukins aðhalds

Efnahags- og framfarastofnunin OECD hvetur íslensk stjórnvöld til að stuðla að vaxtahækkunum og auka aðhald í peningamálum til að sporna við þenslu. Þetta kemur meðal annars fram í í nýrri skýrslu um efnahagsmál á Íslandi. Þá er bent á nauðsyn þess að skoða framtíðarvirkjunaráfom í víðu samhengi, meðal annars með tilliti til efnahagslegra áhrifa og umhverfissjónarmiða. Bent er á mikilvægi þess að bæta menntun þjóðarinnar til að styrkja stöðu innlendra hátæknigreina á alþjóðamarkaði og tryggja greiðan aðgang að erlendu vinnuafli enda dragi það úr spennu í uppsveiflunni. Þá segir í skýrslunni að samkeppni sé ábótavant í nokkrum greinum, þeirra á meðal raforkuiðnaði og rekstri fastlínukerfis á fjarskiptamarkaði. Að lokum ser svo mælt með því að enn frekar verði dregið úr opinberum framleiðslustyrkjum til landbúnaðar og hömlum á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi. Annars er það mat stofnunarinnar að hagvöxtur hér hafi verið meiri en í flestum öðrum ríkjum OECD undanfarinn áratug og tekjur á mann á Íslandi séu með þeim hæstu í heiminum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×