Þjóðin að tala frá sér allt vit? Guðmundur Magnússon skrifar 7. febrúar 2005 00:01 Getur verið að svo sé komið fyrir okkur Íslendingum að við þörfnumst helst nú um stundir rækilegs og víðtæks málótta? Þessi spurning þarfnast auðvitað nánari skýringar. Hugtakið málótti varð til á áttunda áratugnum. Það var tískuorð á þeim tíma. Margir helstu gáfumenn þjóðarinnar höfðu þá þungar áhyggjur af því að opinber málræktar- og málverndarstefna væri farin að þjarma svo að almenningi að fólk þyrði ekki að opna munninn og segja skoðun sína á málefnum líðandi stundar; það væri hrætt um að tala "vitlaust" eða "ófínt" mál og sæta fyrir vikið glósum og ákúrum málfræðispekinga sem virtust með eyrun sín úti um holt og hæðir að reyna að góma þágufallsfólk og álíka vandræðalýð. Skírnir, tímarit Bókmenntafélagsins, og Þjóðviljinn sálugi voru helsti vettvangur þessarar umræðu. Satt að segja komu þessar áhyggjur ekki alveg heim og saman við þann áhuga sem var á þessum tíma hjá almenningi á að láta í sér heyra á opinberum vettvangi, til dæmis með því að hringja í símatíma útvarpstöðvanna eða senda dagblöðunum línur. Ekki var að heyra að fólk væri almennt merkjanlega áhyggjufullt yfir orðfæri sínu. Hugmyndin um málóttann var líklega frekar skrifborðsspeki háskólamanna en raunverulegt vandamál í þjóðfélaginu. En svo sem ekki verri fyrir það! . Og enn síður er málótti raunveruleiki í nútímanum; skoðið bara spjallvefina og bloggið á netinu. Eða "umræðuna" í Morgunblaðinu sem ritstjórnarnir kalla "málþing þjóðarinnar". Svo ekki sé minnst á allt masið á skjánum og í talstöðvunum... En getur verið að einmitt þess vegna sé tími kominn til að dusta rykið af hugmyndinni - kannski í svolítið breyttri mynd - og tala fyrir því að svolítill málótti (og pennafælni) breiðist út um þjóðfélagið? Tilefnið fyrir uppástungunni er hinn yfirgengilegi kjaftagangur sem mörgum virðist að sé farinn að tröllríða íslensku þjóðfélagi. Sumir segja að þjóðfélagið sé orðið ein allsherjar Kjaftaklöpp. Upplýstir lesendur vita að Kjaftaklöpp hét staður sá (þar sem nú mætast Bergstaðastræti og Skólavörðustígur) sem Reykvíkingar í lok 19. aldar og byrjun hinnar 20. komu saman á til að skrafa saman um landsins gagn og nauðsynjar. Nafnið bendir til þess að ekki hafi þetta þótt ýkja merkilegt eða uppbyggilegt málþing, frekar að menn hafi þar talað samhengislaust út og suður, slúðrað um náungann, breitt út gróusögur og annað í þeim dúr. Út af fyrir sig er ástæðulaust að gefa slíkum samkomum eingöngu langt nef; öll höfum við áreiðanlega þörf fyrir þær í einhverjum skömmtum. En getur verið að skammtarnir af kjaftagangi í nútímannum séu orðnir óhóflega stórir fyrir okkar litla og tiltölulega fábreytta þjóðfélag? Að "umræðan" í dagblöðunum, á netinu, á málfundum og ráðstefnum, í útvarpinu og spjallþáttum sjónvarpsstöðvanna sé hlutfallslega meiri en eðlilegt og skynsamlegt er í samanburði við ýmsa hljóðlátari starfsemi, andlega sem verklega, sem þó er þjóðinni í bráð og lengd mikilvægari? Við höfum í gangi "umræðu" um málefni líðandi stundar í þremur dagblöðum, á fjórum og bráðum fimm útvarpsstöðvum og á þremur sjónvarpsstöðvum frá morgni til kvölds. Og á netinu allan sólarhringinn.Og svo höldum við úti fréttabréfum og tímaritum og efnum nær daglega til málþinga, ráðstefna og morgunverðar-, hádegisverðar- og kvöldverðarfunda. Hefur lítil þjóð eins og við virkilega svona margt að segja og skeggræða um?Hvenær höfum við tíma til að hugsa og lesa? Eða er það kannski óþarfi á kjaftafundum nútímans einsog á klöppinni forðum daga? Er í lagi að tala án þess að hugsa? Og kjafta frá sér allt vit? Og meðal annarra orða: Er það ekki meira og minna sama fólkið sem heldur "umræðunni" gangandi? Er ekki of mikið á það lagt? Eru þetta ekki helsti þungar byrðar fyrir það? Og umræðuefnin: Eru þau kannski oftar en ekki agalaus vaðall þar sem lítill eða enginn greinarmunur er gerður á aðalatriðum og aukaatriðum, þar sem hver grípur frammí fyrir öðrum og tæpast nokkur þátttakandi fær að klára setningu með heilli hugsun? Getur verið að hér gildi að minna sé betra? Að huga beri að gæðum fremur en magni? Nóbelskáldið vildi hér um árið lyfta umræðum á hærra plan. Einn helsti sérfræðingur um Hann segir að sjónvarpsþættinum þar sem Ritstjórinn og Þingmaðurinn fengu þessa frægu ofanígjöf, kannski ómaklega, hafi verið eytt. Tilviljun? Eða merki um stöðuga afneitun og tegðu þjóðarinnar til að átta sig á hinum fleygu orðum skáldsins:"Því hefur verið haldið fram að Íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um tittlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls...". Ætli nokkuð hafi í rauninni breyst frá því að þessi ádrepa var sett á blað?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Getur verið að svo sé komið fyrir okkur Íslendingum að við þörfnumst helst nú um stundir rækilegs og víðtæks málótta? Þessi spurning þarfnast auðvitað nánari skýringar. Hugtakið málótti varð til á áttunda áratugnum. Það var tískuorð á þeim tíma. Margir helstu gáfumenn þjóðarinnar höfðu þá þungar áhyggjur af því að opinber málræktar- og málverndarstefna væri farin að þjarma svo að almenningi að fólk þyrði ekki að opna munninn og segja skoðun sína á málefnum líðandi stundar; það væri hrætt um að tala "vitlaust" eða "ófínt" mál og sæta fyrir vikið glósum og ákúrum málfræðispekinga sem virtust með eyrun sín úti um holt og hæðir að reyna að góma þágufallsfólk og álíka vandræðalýð. Skírnir, tímarit Bókmenntafélagsins, og Þjóðviljinn sálugi voru helsti vettvangur þessarar umræðu. Satt að segja komu þessar áhyggjur ekki alveg heim og saman við þann áhuga sem var á þessum tíma hjá almenningi á að láta í sér heyra á opinberum vettvangi, til dæmis með því að hringja í símatíma útvarpstöðvanna eða senda dagblöðunum línur. Ekki var að heyra að fólk væri almennt merkjanlega áhyggjufullt yfir orðfæri sínu. Hugmyndin um málóttann var líklega frekar skrifborðsspeki háskólamanna en raunverulegt vandamál í þjóðfélaginu. En svo sem ekki verri fyrir það! . Og enn síður er málótti raunveruleiki í nútímanum; skoðið bara spjallvefina og bloggið á netinu. Eða "umræðuna" í Morgunblaðinu sem ritstjórnarnir kalla "málþing þjóðarinnar". Svo ekki sé minnst á allt masið á skjánum og í talstöðvunum... En getur verið að einmitt þess vegna sé tími kominn til að dusta rykið af hugmyndinni - kannski í svolítið breyttri mynd - og tala fyrir því að svolítill málótti (og pennafælni) breiðist út um þjóðfélagið? Tilefnið fyrir uppástungunni er hinn yfirgengilegi kjaftagangur sem mörgum virðist að sé farinn að tröllríða íslensku þjóðfélagi. Sumir segja að þjóðfélagið sé orðið ein allsherjar Kjaftaklöpp. Upplýstir lesendur vita að Kjaftaklöpp hét staður sá (þar sem nú mætast Bergstaðastræti og Skólavörðustígur) sem Reykvíkingar í lok 19. aldar og byrjun hinnar 20. komu saman á til að skrafa saman um landsins gagn og nauðsynjar. Nafnið bendir til þess að ekki hafi þetta þótt ýkja merkilegt eða uppbyggilegt málþing, frekar að menn hafi þar talað samhengislaust út og suður, slúðrað um náungann, breitt út gróusögur og annað í þeim dúr. Út af fyrir sig er ástæðulaust að gefa slíkum samkomum eingöngu langt nef; öll höfum við áreiðanlega þörf fyrir þær í einhverjum skömmtum. En getur verið að skammtarnir af kjaftagangi í nútímannum séu orðnir óhóflega stórir fyrir okkar litla og tiltölulega fábreytta þjóðfélag? Að "umræðan" í dagblöðunum, á netinu, á málfundum og ráðstefnum, í útvarpinu og spjallþáttum sjónvarpsstöðvanna sé hlutfallslega meiri en eðlilegt og skynsamlegt er í samanburði við ýmsa hljóðlátari starfsemi, andlega sem verklega, sem þó er þjóðinni í bráð og lengd mikilvægari? Við höfum í gangi "umræðu" um málefni líðandi stundar í þremur dagblöðum, á fjórum og bráðum fimm útvarpsstöðvum og á þremur sjónvarpsstöðvum frá morgni til kvölds. Og á netinu allan sólarhringinn.Og svo höldum við úti fréttabréfum og tímaritum og efnum nær daglega til málþinga, ráðstefna og morgunverðar-, hádegisverðar- og kvöldverðarfunda. Hefur lítil þjóð eins og við virkilega svona margt að segja og skeggræða um?Hvenær höfum við tíma til að hugsa og lesa? Eða er það kannski óþarfi á kjaftafundum nútímans einsog á klöppinni forðum daga? Er í lagi að tala án þess að hugsa? Og kjafta frá sér allt vit? Og meðal annarra orða: Er það ekki meira og minna sama fólkið sem heldur "umræðunni" gangandi? Er ekki of mikið á það lagt? Eru þetta ekki helsti þungar byrðar fyrir það? Og umræðuefnin: Eru þau kannski oftar en ekki agalaus vaðall þar sem lítill eða enginn greinarmunur er gerður á aðalatriðum og aukaatriðum, þar sem hver grípur frammí fyrir öðrum og tæpast nokkur þátttakandi fær að klára setningu með heilli hugsun? Getur verið að hér gildi að minna sé betra? Að huga beri að gæðum fremur en magni? Nóbelskáldið vildi hér um árið lyfta umræðum á hærra plan. Einn helsti sérfræðingur um Hann segir að sjónvarpsþættinum þar sem Ritstjórinn og Þingmaðurinn fengu þessa frægu ofanígjöf, kannski ómaklega, hafi verið eytt. Tilviljun? Eða merki um stöðuga afneitun og tegðu þjóðarinnar til að átta sig á hinum fleygu orðum skáldsins:"Því hefur verið haldið fram að Íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um tittlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls...". Ætli nokkuð hafi í rauninni breyst frá því að þessi ádrepa var sett á blað?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun