Langar í skvísubíl 21. janúar 2005 00:01 "Ég eignaðist Pólóinn minn 18 ára og hef átt hann síðan," segir Ardís Ólöf Víkingsdóttir söngnemi, sem er þjóðinni örugglega í fersku minni frá því í Idolinu í fyrra. "Ég átti akkúrat innistæðu á banka fyrir litlum sætum bíl og sá þennan auglýstan. Ég dreif mig í bæinn frá Blönduósi og leist svona vel á bílinn að ég keypti hann í hvelli. Konan sem átti bílinn hafði verið veik þannig að hann stóð meira og minna í bílskúrnum og var mjög lítið keyrður." Ardís er alsæl með bíllinn sinn sem hún segir gott að keyra og bila lítið. "Ég hef verið á ferðinni á honum milli Blönduóss og Reykjavíkur síðan ég keypti hann og hann hefur aldrei klikkað." Það stendur ekkert til hjá Ardísi að skipta um bíl í augnablikinu, en hún á sér auðvitað draumabíl. "Ef ég ætti nóga peninga myndi ég kaupa mér flottan BMW, svona ekta skvísubíl," segir hún hlæjandi. Ardís var að klára sjöunda stig í söng í Nýja söngskólanum, en eftir að hún lýkur prófi eftir ár langar hana í framhaldsnám til London. "Það er ekki eftir neinu að bíða," segir hún. "Ég er orðin 23 ára og þeir vilja frekar yngra fólk en eldra svo því fyrr sem ég fer því betra. Draumurinn er að komast inn í Guildhall School of Music and Drama, mig hefur alltaf langað í þann skóla. Ég er ekki viss hvort ég fer í óperusöng eða hvort ég fer í söngleikjadeildina sem er líka mjög spennandi." Ardís hefur aldrei komið til London, en segist aðspurð ekki myndu hafa á móti því að vera söngstjarna á West End. Nú er Idolið í algleymingi og Ardís fer ekki varhluta af spenningnum. "Maður fær alls konar minningar upp í höfuðið, gæsahúð og í magann og allan pakkann. Mér líst vel á alla þessa krakka en það eru þarna þrír sem ég hef sérstaka trú á og held að muni ná langt." Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Ég eignaðist Pólóinn minn 18 ára og hef átt hann síðan," segir Ardís Ólöf Víkingsdóttir söngnemi, sem er þjóðinni örugglega í fersku minni frá því í Idolinu í fyrra. "Ég átti akkúrat innistæðu á banka fyrir litlum sætum bíl og sá þennan auglýstan. Ég dreif mig í bæinn frá Blönduósi og leist svona vel á bílinn að ég keypti hann í hvelli. Konan sem átti bílinn hafði verið veik þannig að hann stóð meira og minna í bílskúrnum og var mjög lítið keyrður." Ardís er alsæl með bíllinn sinn sem hún segir gott að keyra og bila lítið. "Ég hef verið á ferðinni á honum milli Blönduóss og Reykjavíkur síðan ég keypti hann og hann hefur aldrei klikkað." Það stendur ekkert til hjá Ardísi að skipta um bíl í augnablikinu, en hún á sér auðvitað draumabíl. "Ef ég ætti nóga peninga myndi ég kaupa mér flottan BMW, svona ekta skvísubíl," segir hún hlæjandi. Ardís var að klára sjöunda stig í söng í Nýja söngskólanum, en eftir að hún lýkur prófi eftir ár langar hana í framhaldsnám til London. "Það er ekki eftir neinu að bíða," segir hún. "Ég er orðin 23 ára og þeir vilja frekar yngra fólk en eldra svo því fyrr sem ég fer því betra. Draumurinn er að komast inn í Guildhall School of Music and Drama, mig hefur alltaf langað í þann skóla. Ég er ekki viss hvort ég fer í óperusöng eða hvort ég fer í söngleikjadeildina sem er líka mjög spennandi." Ardís hefur aldrei komið til London, en segist aðspurð ekki myndu hafa á móti því að vera söngstjarna á West End. Nú er Idolið í algleymingi og Ardís fer ekki varhluta af spenningnum. "Maður fær alls konar minningar upp í höfuðið, gæsahúð og í magann og allan pakkann. Mér líst vel á alla þessa krakka en það eru þarna þrír sem ég hef sérstaka trú á og held að muni ná langt."
Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira