Innlent

Ákærðir fyrir skattsvik

Kristján Ragnar Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon hafa, ásamt þremur öðrum mönnum, verið ákærðir fyrir skattalagabrot í tengslum við rekstur fyrirtækja sem þeir áttu. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í gærkvöld. Málið snýst um vanskil á 56 milljónum króna í vörslusköttum, virðisaukaskatti og staðgreiðslu vegna fimm fyrirtækja, meðal annars vegna Lífstíls ehf. og Planet Reykjavíkur. Á síðasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur tvímenningana í tveggja ára fangelsi fyrir hylmingu með því að veita um 138 milljónum króna viðtöku í Landssímamálinu svokallaða. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×