Tveggja manna ákvörðun segir Guðni 16. janúar 2005 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Guðni sagði við Fréttablaðið í dag að ákvörðunin um að Ísland yrði á lista hinna staðföstu þjóða sem styddu innrásina í Írak hefði verið tekin af tveimur mönnum, það er formönnum stjórnarflokkanna. Hann bætti svo um betur í viðtali í Sunnudagsþættinum á Skjá einum í dag og sagðist ekki vita af hverju þeir hafi tekið þessa ákvörðun. „Þeir verða bara að verja sig í því,“ sagði Guðni og bætti við að að sínu mati orkaði hún tvímælis. Hins vegar væri ljóst að Saddam Hussein væri enginn gæðadrengur. Guðni sagðist styðja innrásina í viðtali við Fréttablaðið þann 26. mars 2003. Orðrétt sagði Guðni: „Framsóknarmenn eru eins og allir Íslendingar andvígir stríði og manndrápum. Ég styð þetta stríð á hendur Saddam Hussein en ber harm í brjósti þegar til slíkrar orustu er lagt.“ Þá segir blaðið: „Guðni segist styðja Halldór Ásgrímsson, formann sinn, í þessu máli og hann telur að rétt hafi verið af Íslendingum að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem standa með bandamönnum í stað þess að leita samkomulags innan Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Írak.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem hefur lýst andstöðu við stuðning Íslands frá upphafi, segir að yfirlýsingar Guðna Ágústssonar nú, skömmu fyrir flokksþing Framsóknarflokksins, beri ekki vott um mikið pólitískt hugrekki. Það sé dapurlegt að hann hafi kosið að þegja í tvö ár en tala nú þegar hann þurfi endurnýjað umboð til starfa. Kristinn kveðst spyrja sig hvernig jafn valdamikill maður og varaformaður flokksins geti leyft sér að þegja allan þennan tíma og beita sér ekki til að fylgja eftir þeim sjónarmiðum sem hann var kosinn sérstaklega til að vera fulltrúi fyrir. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðunina um veru Íslands á lista hinna staðföstu þjóða orka tvímælis. Tveir menn hafi tekið þá ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segir að ráðherrann sé með ummælum sínum að treysta stöðu sína fyrir flokksþing Framsóknarflokksins í febrúar. Guðni sagði við Fréttablaðið í dag að ákvörðunin um að Ísland yrði á lista hinna staðföstu þjóða sem styddu innrásina í Írak hefði verið tekin af tveimur mönnum, það er formönnum stjórnarflokkanna. Hann bætti svo um betur í viðtali í Sunnudagsþættinum á Skjá einum í dag og sagðist ekki vita af hverju þeir hafi tekið þessa ákvörðun. „Þeir verða bara að verja sig í því,“ sagði Guðni og bætti við að að sínu mati orkaði hún tvímælis. Hins vegar væri ljóst að Saddam Hussein væri enginn gæðadrengur. Guðni sagðist styðja innrásina í viðtali við Fréttablaðið þann 26. mars 2003. Orðrétt sagði Guðni: „Framsóknarmenn eru eins og allir Íslendingar andvígir stríði og manndrápum. Ég styð þetta stríð á hendur Saddam Hussein en ber harm í brjósti þegar til slíkrar orustu er lagt.“ Þá segir blaðið: „Guðni segist styðja Halldór Ásgrímsson, formann sinn, í þessu máli og hann telur að rétt hafi verið af Íslendingum að skipa sér á bekk með þeim þjóðum sem standa með bandamönnum í stað þess að leita samkomulags innan Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Írak.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem hefur lýst andstöðu við stuðning Íslands frá upphafi, segir að yfirlýsingar Guðna Ágústssonar nú, skömmu fyrir flokksþing Framsóknarflokksins, beri ekki vott um mikið pólitískt hugrekki. Það sé dapurlegt að hann hafi kosið að þegja í tvö ár en tala nú þegar hann þurfi endurnýjað umboð til starfa. Kristinn kveðst spyrja sig hvernig jafn valdamikill maður og varaformaður flokksins geti leyft sér að þegja allan þennan tíma og beita sér ekki til að fylgja eftir þeim sjónarmiðum sem hann var kosinn sérstaklega til að vera fulltrúi fyrir.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira