Hagræn áhrif á orðanotkun 10. janúar 2005 00:01 Ég hafði gaman af spjalli þínu við prófessor Ágúst Einarsson um hagræn áhrif tónlistar. Það var orðið löngu tímabært að ræða þessi mál í nýrri tóntegund. Í framhaldinu mætti breyta hefðbundinni orðanotkun sem lýsir gjarnan fjárhagslegum samskiptum hins opinbera við menningargeirann. Við þurfum að hætta að nota orðin “styrkur” og “niðurgreiðslur” og fleiri orð er gefa í skyn að annar aðilinn í þessum samskiptum sé þiggjandi á meðan hinn er gefandi. Að þessu leyti er mikilvægt að hefja umræðuna upp á sama plan og umræðu um fjárhagsleg samskipti hins opinbera við alla aðra hópa í samfélaginu. Eða hljómar það ekki undarlega ef rætt væri um fjárhagsleg samskipti ríkis og sjúkrahúsa sem niðurgreiðslur ríkisins á sjúkraþjónustu eða jafnvel styrki til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Hljómaði það ekki einkennilega ef rætt væri um almennar skólastofnanir og kennara sem þiggjendur styrkja eða niðurgreiðslna frá ríki og sveitafélögum? Sannleikurinn er sá að listafólk er eini hópurinn í okkar ágæta samfélagi sem hefur þurft og þarf enn að sitja undir orðanotkun sem gefur í skyn að lífsstarf þeirra sé atvinnubótavinna eða einhvers konar betl, frekar en sérfræðiþekking og sala á þjónustu eins og sagt og skrifað er um allar aðrar stéttir. Sinfónían selur ríki og bæ menningarþjónustu. Hið opinbera kaupir þessa þjónustu af sérfræðingum sem þar vinna. Það er beinlínis rangnefni að tala um að ríkið styrki rekstur Sinfóníunnar og jafnvel öfugsnúningur eins og prófessor Ágúst hefur bent á réttilega. Hefur einhver heyrt talað um að ríkið styrki rekstur Orkustofnunnar eða skrifað að ríkið niðurgreiði laun starfsmanna þeirrar ágætu stofnunnar? Þegar Sinfónían setur upp sýningu eða tónleika greiðir ríkið hluta kostnaðarins. Það eru viðskipti sem samið er um á jafnréttisgrunni þar sem fólk fær greidd laun fyrir vinnu sem það selur og kaupandinn fær andvirði þeirra fjármuna sem hann fjárfestir með. Þessi viðskipti eru á engan hátt frábrugðin kaupum ríkisins á þjónustu verkfræðinga, lækna eða kennara svo dæmi sé tekið. Hvoru tveggja eru kaup og sala á og þekkingu og þjónustu. Nú þegar prófessor Ágúst hefur leitt okkur í sannleikann um hinn fjárhagslega ávinning sem samfélagið nýtur vegna lista- og menningarviðskipta getum við kannski öll losað okkur við fordómana og farið að hugsa stærra, enda hefur prófessorinn staðfest það sem margir listamenn hafa lengi vitað, að fyrir hverja krónu sem hið opinbera fjárfestir í lista- og menningarþjónustu koma enn fleiri beinharðar krónur til baka í samneysluna. Kveðjur Arnþór Ps. sendi þér Chant du Menestrel eftir Alexander Glazunov leikið af Rostropovich. Vonandi hefur þú Winamp til að spila fælinn. Chant-inn minnir okkur á að þó að hagræn áhrif tónlistar séu nú orðið útreiknanleg stærð getur verið enn flóknara að reikna út hvaða tónlist gefur mest af sér ;-) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Ég hafði gaman af spjalli þínu við prófessor Ágúst Einarsson um hagræn áhrif tónlistar. Það var orðið löngu tímabært að ræða þessi mál í nýrri tóntegund. Í framhaldinu mætti breyta hefðbundinni orðanotkun sem lýsir gjarnan fjárhagslegum samskiptum hins opinbera við menningargeirann. Við þurfum að hætta að nota orðin “styrkur” og “niðurgreiðslur” og fleiri orð er gefa í skyn að annar aðilinn í þessum samskiptum sé þiggjandi á meðan hinn er gefandi. Að þessu leyti er mikilvægt að hefja umræðuna upp á sama plan og umræðu um fjárhagsleg samskipti hins opinbera við alla aðra hópa í samfélaginu. Eða hljómar það ekki undarlega ef rætt væri um fjárhagsleg samskipti ríkis og sjúkrahúsa sem niðurgreiðslur ríkisins á sjúkraþjónustu eða jafnvel styrki til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Hljómaði það ekki einkennilega ef rætt væri um almennar skólastofnanir og kennara sem þiggjendur styrkja eða niðurgreiðslna frá ríki og sveitafélögum? Sannleikurinn er sá að listafólk er eini hópurinn í okkar ágæta samfélagi sem hefur þurft og þarf enn að sitja undir orðanotkun sem gefur í skyn að lífsstarf þeirra sé atvinnubótavinna eða einhvers konar betl, frekar en sérfræðiþekking og sala á þjónustu eins og sagt og skrifað er um allar aðrar stéttir. Sinfónían selur ríki og bæ menningarþjónustu. Hið opinbera kaupir þessa þjónustu af sérfræðingum sem þar vinna. Það er beinlínis rangnefni að tala um að ríkið styrki rekstur Sinfóníunnar og jafnvel öfugsnúningur eins og prófessor Ágúst hefur bent á réttilega. Hefur einhver heyrt talað um að ríkið styrki rekstur Orkustofnunnar eða skrifað að ríkið niðurgreiði laun starfsmanna þeirrar ágætu stofnunnar? Þegar Sinfónían setur upp sýningu eða tónleika greiðir ríkið hluta kostnaðarins. Það eru viðskipti sem samið er um á jafnréttisgrunni þar sem fólk fær greidd laun fyrir vinnu sem það selur og kaupandinn fær andvirði þeirra fjármuna sem hann fjárfestir með. Þessi viðskipti eru á engan hátt frábrugðin kaupum ríkisins á þjónustu verkfræðinga, lækna eða kennara svo dæmi sé tekið. Hvoru tveggja eru kaup og sala á og þekkingu og þjónustu. Nú þegar prófessor Ágúst hefur leitt okkur í sannleikann um hinn fjárhagslega ávinning sem samfélagið nýtur vegna lista- og menningarviðskipta getum við kannski öll losað okkur við fordómana og farið að hugsa stærra, enda hefur prófessorinn staðfest það sem margir listamenn hafa lengi vitað, að fyrir hverja krónu sem hið opinbera fjárfestir í lista- og menningarþjónustu koma enn fleiri beinharðar krónur til baka í samneysluna. Kveðjur Arnþór Ps. sendi þér Chant du Menestrel eftir Alexander Glazunov leikið af Rostropovich. Vonandi hefur þú Winamp til að spila fælinn. Chant-inn minnir okkur á að þó að hagræn áhrif tónlistar séu nú orðið útreiknanleg stærð getur verið enn flóknara að reikna út hvaða tónlist gefur mest af sér ;-)
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun