Impregilo skuldar hundruð milljóna 10. janúar 2005 00:01 Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. Impregilo hefur greitt portúgölsku verkamönnunum sömu laun og íslenskir verkamenn fá útborguð eftir að íslenskir skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki greitt skatta til íslenskra skattayfirvalda. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, segir skattayfirvöld ekki vera sammála Impregilo um meðferð skattamála undirverktaka sinna og hefur því gert kröfu á fyrirtækið. Hann segir Impregilo hafa áfrýjað niðurstöðunni til yfirskattanefndar og vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í mánuðinum. Ómar segir að starfsmannaleigur sem sjái um að útvega félaginu starfsmenn frá Portúgal beri ábyrgð á skattskilum starfsmannanna og eigi að greiða skattana þeirra. Starfsmannaleigurnar fái eingreiðslu frá Impregilo sem eigi að dekka allan þennan kostnað. Skattarnir sem Impregilo haldi eftir af launum starfsmannanna séu bara reikniformúla til að tryggja að borguð séu laun í samræmi við íslenska kjarasamninga og komi málinu því í raun ekkert við. Impregilo telur að starfsmennirnir séu ekki skattskyldir hér á landi heldur í Portúgal samkvæmt tvísköttunarsamningi þjóðanna en sá samningur tók ekki gildi fyrr en um þessi áramót. Þar sem frádráttur af launum starfsmannanna samkvæmt íslenskum skattareglum er aðeins reikniformúla, að sögn Impregilo, rennur mismunur á sköttum hér og í Portúgal, þar sem þeir eru mun lægri, í vasa fyrirtækisins. Ekkert eftirlit er með því af hálfu skattayfirvalda hér hvort skattarnir hafi verið greiddir þar samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst. Skattayfirvöld telja hins vegar að starfsmennirnir séu skattskyldir hér og krefur Impregilo um gjöldin. Vangoldin staðgreiðsla vegna Portúgalanna hefur verið áætluð frá árinu 2003 og hleypur upphæðin nú á hundruðum milljóna samkvæmt heimildum fréttastofu. Skatturinn hefur haldið eftir tugum milljóna af endurgreiðslu fyrirtækisins vegna virðisauka þar til niðurstaða fæst í málið. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira
Impregilo skuldar hundruð milljóna króna í vangoldna staðgreiðslu launa portúgalskra starfsmanna sinna samkvæmt áætlun íslenskra skattayfirvalda. Impregilo segist ekki bera ábyrgð á skattskyldu starfsmanna frá Portúgal sem hafa starfað við Kárahnjúkavirkjun og vísar á starfsmannaleigur. Impregilo hefur greitt portúgölsku verkamönnunum sömu laun og íslenskir verkamenn fá útborguð eftir að íslenskir skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki greitt skatta til íslenskra skattayfirvalda. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo á Íslandi, segir skattayfirvöld ekki vera sammála Impregilo um meðferð skattamála undirverktaka sinna og hefur því gert kröfu á fyrirtækið. Hann segir Impregilo hafa áfrýjað niðurstöðunni til yfirskattanefndar og vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í mánuðinum. Ómar segir að starfsmannaleigur sem sjái um að útvega félaginu starfsmenn frá Portúgal beri ábyrgð á skattskilum starfsmannanna og eigi að greiða skattana þeirra. Starfsmannaleigurnar fái eingreiðslu frá Impregilo sem eigi að dekka allan þennan kostnað. Skattarnir sem Impregilo haldi eftir af launum starfsmannanna séu bara reikniformúla til að tryggja að borguð séu laun í samræmi við íslenska kjarasamninga og komi málinu því í raun ekkert við. Impregilo telur að starfsmennirnir séu ekki skattskyldir hér á landi heldur í Portúgal samkvæmt tvísköttunarsamningi þjóðanna en sá samningur tók ekki gildi fyrr en um þessi áramót. Þar sem frádráttur af launum starfsmannanna samkvæmt íslenskum skattareglum er aðeins reikniformúla, að sögn Impregilo, rennur mismunur á sköttum hér og í Portúgal, þar sem þeir eru mun lægri, í vasa fyrirtækisins. Ekkert eftirlit er með því af hálfu skattayfirvalda hér hvort skattarnir hafi verið greiddir þar samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst. Skattayfirvöld telja hins vegar að starfsmennirnir séu skattskyldir hér og krefur Impregilo um gjöldin. Vangoldin staðgreiðsla vegna Portúgalanna hefur verið áætluð frá árinu 2003 og hleypur upphæðin nú á hundruðum milljóna samkvæmt heimildum fréttastofu. Skatturinn hefur haldið eftir tugum milljóna af endurgreiðslu fyrirtækisins vegna virðisauka þar til niðurstaða fæst í málið.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira