Ætla að kæra Impregilo 6. janúar 2005 00:01 Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður. Flestir starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka, eða rúmlega átta af hverjum tíu, eru ófaglærðir verkamenn. Lágmarkslaun þeirra eru 110 þúsund fyrir dagvinnu. Kjarasamningar hafa ekki verið virtir hvað varðar erlenda verkamenn að mati verkalýðshreyfingarinnar. Í yfirlýsingu frá Impregilo segir hins vegar að fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að það frábiðji sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna. Impregilo telur að samkvæmt samkomulagi frá 2003 eigi verkamaður að fá að lágmarki sömu nettólaun útborguð í Portúgal, að teknu tilliti til skatta og kostnaðar starfsmannaleiga þar í landi, og verkamaður sem fær útborgað á Íslandi eftir að skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Þetta á sér hins vegar ekki stoð í virkjanasamningi að mati verkalýðshreyfingarinnar. Vinnuskálar voru einangraðir í fyrra upp á nýtt eftir að þök hrundu í fyrravetur undan snjó og vatni. Heilbrigðiseftirlitið vildi loka tveimur eða þremur skálum í fyrrahaust en fyrirtækið fékk frest hjá umhverfisráðherra til að bæta úr. Of margir voru í hverju herbergi og salernisaðstaða var endurbætt. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að þrátt fyrir úrbætur hafi hitastig í svefnskálunum farið niður í tíu gráður í desember, enda séu þeir ekki gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Starfsgreinasambandið kannar nú hvort ákvæði um hámarksvinnutíma hafi verið brotin að Kárahnjúkum. Skúli segir að menn séu að vinna um það bil sextíu vinnustundir á viku, en eðlilegur vinnutími samkvæmt viðmiðunarreglum sé fjörutíu og átta stundir. Málið verði kært til Vinnueftirlits ríkisins. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður. Flestir starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka, eða rúmlega átta af hverjum tíu, eru ófaglærðir verkamenn. Lágmarkslaun þeirra eru 110 þúsund fyrir dagvinnu. Kjarasamningar hafa ekki verið virtir hvað varðar erlenda verkamenn að mati verkalýðshreyfingarinnar. Í yfirlýsingu frá Impregilo segir hins vegar að fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að það frábiðji sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna. Impregilo telur að samkvæmt samkomulagi frá 2003 eigi verkamaður að fá að lágmarki sömu nettólaun útborguð í Portúgal, að teknu tilliti til skatta og kostnaðar starfsmannaleiga þar í landi, og verkamaður sem fær útborgað á Íslandi eftir að skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Þetta á sér hins vegar ekki stoð í virkjanasamningi að mati verkalýðshreyfingarinnar. Vinnuskálar voru einangraðir í fyrra upp á nýtt eftir að þök hrundu í fyrravetur undan snjó og vatni. Heilbrigðiseftirlitið vildi loka tveimur eða þremur skálum í fyrrahaust en fyrirtækið fékk frest hjá umhverfisráðherra til að bæta úr. Of margir voru í hverju herbergi og salernisaðstaða var endurbætt. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að þrátt fyrir úrbætur hafi hitastig í svefnskálunum farið niður í tíu gráður í desember, enda séu þeir ekki gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Starfsgreinasambandið kannar nú hvort ákvæði um hámarksvinnutíma hafi verið brotin að Kárahnjúkum. Skúli segir að menn séu að vinna um það bil sextíu vinnustundir á viku, en eðlilegur vinnutími samkvæmt viðmiðunarreglum sé fjörutíu og átta stundir. Málið verði kært til Vinnueftirlits ríkisins.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira