Erlent

35 þúsund hermenn á vaktinni

Ákveðið hefur verið að þrjátíu og fimm þúsund bandarískir hermenn verði við störf í Bagdad, höfuðborg Íraks, þann 30. janúar þegar fyrirhugað er að halda kosningar í landinu. Þrátt fyrir gríðarlegan óróa í Írak undanfarna daga og svartsýnisspá um aukna hörku í aðgerðum hryðjuverkamanna á næstunni, segir Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í landinu, að kosningarnar fari fram, hvað sem tautar og raular.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×