Bakkafjara vænlegur kostur 21. desember 2005 00:01 Nýr valkostur virðist nú vera kominn fram til lausnar á samgöngumálum Vestmannaeyinga, sem fróðlegt verður að fylgjast með, en það er höfn í Bakkafjöru. Samgöngumál Eyjamanna hafa lengi verið til umræðu og nokkrar tillögur komið fram til lausnar á þeim. Flugsamgöngur við Eyjar hafa oft verið stopular, en það er þó kostur sem alls ekki má afskrifa þótt eitthvað annað reki á fjörur Eyjanna. Flugvöllurinn á Heimaey hefur margsannað ágæti sitt, enda hefur hann verið byggður upp og búinn góðum tækjum sem tilheyra á þessum stað. En veður og vindar eru oft þannig í Eyjum að ekki gefur til flugs þangað svo dögum skiptir, og þá er það sjóðleiðin sem gildir. Með hafnargerð í Þorlákshöfn og ferjulægi eftir gos, varð bylting í samgöngumálum Eyjamanna, því áður sigldu skip sem héldu uppi ferðum milli Eyja og lands fyrir Reykjanesskagann, sem er bæði lengri og erfiðari sjóleið. Nútíminn krefst þess hins vegar að samgöngur við Eyjar verði stórbættar, þannig að Eyjamenn og séu álíka settir og aðrir landsmenn hvað varðar samgöngumál. Að öðrum kosti mun áfram draga úr búsetu fólks í Vestmannaeyjum, og það væri miður. Ferjuhöfn í Bakkafjöru þótti fyrir nokkrum árum fjarlægur kostur til að leysa samgöngumál við Vestmannaeyjar, en nú hafa málin þróast á þann veg, að þarna virðist við fyrstu sýn vera komin framtíðarlausn. Þrír kostir hafa aðallega verið til umræðu varðandi bættar samgöngur milli Eyja og lands. Fyrst má nefna hraðskreiðari Herjólf, í öðru lagi jarðgöng undir sjávarbotni og í þriðja lagi ferjuhöfn við Bakkafjöru. Það er ljóst að nýr Herjólfur styttir ekki ferðatímann nema lítillega. Þá virðist sjávarbotninum milli lands og Eyja, ekki vera sem heppilegastur fyrir jarðgöng, og það mun kosta mikið að kanna jarðlögin þarna til hlítar. Ferjuhöfn við Bakkafjöru er nú talinn raunverulegur valkostur. Hafnargerð við Suðurströndina var lengi vel talin óframkvæmanleg, en Gísli Viggósson verkfræðingur hjá Siglingamálstofnun og starfsmenn hans, hafa ítrekað sýnt að næstum ekkert er ómögulegt í þesum efnum, samanber hafnargerð á Hornafirði, í Þorlákshöfn og Grindavík, svo dæmi séu nefnd. Við nánari rannsóknir og tilraunir á sjólagi á eftir að koma í ljós hvernig best yrði staðið að hafnargerðinni, en fyrstu tilraunir lofa góðu. Með ferjuhöfn í Bakkafjöru yrði aðeins hálftíma sigling milli lands og Eyja á ganggóðu skipi, og yrði bylting í samgöngumálum við Eyjarnar. Fyrstu áætlanir benda líka til þess að kostnaður yrði mun minni en við jarðgöng. Þá er á það að líta að ofan við Bakkafjöru er kominn flugvöllur fyrir Vestmannaeyjaflug og með tilkomu ferjuhafnar yrði þarna eins konar samgöngumiðstöð fyrir Eyjarnar, þar sem flug og ferja ynnu saman. Ferjuhöfn í Bakkafjöru þótti fyrir nokkrum árum fjarlægur kostur til að leysa samgöngumál við Vestmannaeyjar, en nú hafa málin þróast á þann veg, að þarna virðist við fyrstu sýn vera komin framtíðarlausn. Það er mikilvægt að nægar fjárveitingar verði til þessa verkefnis, sem er bæði spennandi og hagkvæmt að því er séð verður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nýr valkostur virðist nú vera kominn fram til lausnar á samgöngumálum Vestmannaeyinga, sem fróðlegt verður að fylgjast með, en það er höfn í Bakkafjöru. Samgöngumál Eyjamanna hafa lengi verið til umræðu og nokkrar tillögur komið fram til lausnar á þeim. Flugsamgöngur við Eyjar hafa oft verið stopular, en það er þó kostur sem alls ekki má afskrifa þótt eitthvað annað reki á fjörur Eyjanna. Flugvöllurinn á Heimaey hefur margsannað ágæti sitt, enda hefur hann verið byggður upp og búinn góðum tækjum sem tilheyra á þessum stað. En veður og vindar eru oft þannig í Eyjum að ekki gefur til flugs þangað svo dögum skiptir, og þá er það sjóðleiðin sem gildir. Með hafnargerð í Þorlákshöfn og ferjulægi eftir gos, varð bylting í samgöngumálum Eyjamanna, því áður sigldu skip sem héldu uppi ferðum milli Eyja og lands fyrir Reykjanesskagann, sem er bæði lengri og erfiðari sjóleið. Nútíminn krefst þess hins vegar að samgöngur við Eyjar verði stórbættar, þannig að Eyjamenn og séu álíka settir og aðrir landsmenn hvað varðar samgöngumál. Að öðrum kosti mun áfram draga úr búsetu fólks í Vestmannaeyjum, og það væri miður. Ferjuhöfn í Bakkafjöru þótti fyrir nokkrum árum fjarlægur kostur til að leysa samgöngumál við Vestmannaeyjar, en nú hafa málin þróast á þann veg, að þarna virðist við fyrstu sýn vera komin framtíðarlausn. Þrír kostir hafa aðallega verið til umræðu varðandi bættar samgöngur milli Eyja og lands. Fyrst má nefna hraðskreiðari Herjólf, í öðru lagi jarðgöng undir sjávarbotni og í þriðja lagi ferjuhöfn við Bakkafjöru. Það er ljóst að nýr Herjólfur styttir ekki ferðatímann nema lítillega. Þá virðist sjávarbotninum milli lands og Eyja, ekki vera sem heppilegastur fyrir jarðgöng, og það mun kosta mikið að kanna jarðlögin þarna til hlítar. Ferjuhöfn við Bakkafjöru er nú talinn raunverulegur valkostur. Hafnargerð við Suðurströndina var lengi vel talin óframkvæmanleg, en Gísli Viggósson verkfræðingur hjá Siglingamálstofnun og starfsmenn hans, hafa ítrekað sýnt að næstum ekkert er ómögulegt í þesum efnum, samanber hafnargerð á Hornafirði, í Þorlákshöfn og Grindavík, svo dæmi séu nefnd. Við nánari rannsóknir og tilraunir á sjólagi á eftir að koma í ljós hvernig best yrði staðið að hafnargerðinni, en fyrstu tilraunir lofa góðu. Með ferjuhöfn í Bakkafjöru yrði aðeins hálftíma sigling milli lands og Eyja á ganggóðu skipi, og yrði bylting í samgöngumálum við Eyjarnar. Fyrstu áætlanir benda líka til þess að kostnaður yrði mun minni en við jarðgöng. Þá er á það að líta að ofan við Bakkafjöru er kominn flugvöllur fyrir Vestmannaeyjaflug og með tilkomu ferjuhafnar yrði þarna eins konar samgöngumiðstöð fyrir Eyjarnar, þar sem flug og ferja ynnu saman. Ferjuhöfn í Bakkafjöru þótti fyrir nokkrum árum fjarlægur kostur til að leysa samgöngumál við Vestmannaeyjar, en nú hafa málin þróast á þann veg, að þarna virðist við fyrstu sýn vera komin framtíðarlausn. Það er mikilvægt að nægar fjárveitingar verði til þessa verkefnis, sem er bæði spennandi og hagkvæmt að því er séð verður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun