Vitundarvakning í umhverfismálum 1. desember 2005 05:00 Líklega hafa ýmsir vaknað til vitundar um mengandi áhrif umferðar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í fréttum var frá því sagt að magn tiltekinna efna hefði verið meira en góðu hófi gegndi og að á slíkum þurrum og köldum vetrardögum færi mengun frá útblæstri bifreiða og svifryk frá umferð yfir hámörk sem sett eru til verndar heilsu manna. Síðan fór að blása, en vindurinn blæs þessu að mestu á haf út - og lengi tekur víst sjórinn við. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á loftmengun og fleiru með kynningarátaki í haust. Það liggja fyrir upplýsingar um mengun og bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Eitt er vistvænn (mjúkur) akstur, annað betra skipulag ferða (engir óþarfir skreppitúrar) og þriðja notkun strætó, reiðhjóla eða tveggja jafnfljótra fyrir þá sem það geta. Önnur atriði sem eru til athugunar er m.a. frekari takmörkun á notkun nagladekkja sem rífa upp malbikið og dreifa malbiksryki yfir umferðaræðar og nærliggjandi svæði. Svo þarf að huga að því hvernig við nýtum borgarlandið, en það er ótrúlegt að nær helmingur þess skuli fara undir umferðarmannvirki og tengd svæði. Aðventan er kannski ekki besti tíminn til breytinga í þessum efnum, því þá þurfa allir óhindrað að komast ferða sinna til að lenda ekki í jólakettinum. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna að áramótin eru líklega sá tími þegar loftmengun er hvað mest vegna flugeldagleði landsmanna. Ég hef hingað til lagt minn skerf til þeirra hluta og stutt mitt íþróttafélag, sem aflar tekna með flugeldasölu, í leiðinni. Um hver áramót togast á í mér annars vegar tryggðin við félagið og stráksleg gleðin við að framleiða sem mestan hávaða og læti og hins vegar nagandi samviska yfir þeirri mengun og sóðaskap sem þessu fylgir. Til þessa hafa tryggðin við félagið og stráksskapurinn haft yfirhöndina, en samviskan sækir þó í sig veðrið eftir því sem aldurinn færist yfir. Kannski ég fái mér risatertu til að skjóta upp um áramótin og láti hana verða hina síðustu! Höfundur er fulltrúi í umhverfisráði Reykjavíkurborgar og sækist eftir 3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Líklega hafa ýmsir vaknað til vitundar um mengandi áhrif umferðar á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í fréttum var frá því sagt að magn tiltekinna efna hefði verið meira en góðu hófi gegndi og að á slíkum þurrum og köldum vetrardögum færi mengun frá útblæstri bifreiða og svifryk frá umferð yfir hámörk sem sett eru til verndar heilsu manna. Síðan fór að blása, en vindurinn blæs þessu að mestu á haf út - og lengi tekur víst sjórinn við. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á loftmengun og fleiru með kynningarátaki í haust. Það liggja fyrir upplýsingar um mengun og bent hefur verið á leiðir til úrbóta. Eitt er vistvænn (mjúkur) akstur, annað betra skipulag ferða (engir óþarfir skreppitúrar) og þriðja notkun strætó, reiðhjóla eða tveggja jafnfljótra fyrir þá sem það geta. Önnur atriði sem eru til athugunar er m.a. frekari takmörkun á notkun nagladekkja sem rífa upp malbikið og dreifa malbiksryki yfir umferðaræðar og nærliggjandi svæði. Svo þarf að huga að því hvernig við nýtum borgarlandið, en það er ótrúlegt að nær helmingur þess skuli fara undir umferðarmannvirki og tengd svæði. Aðventan er kannski ekki besti tíminn til breytinga í þessum efnum, því þá þurfa allir óhindrað að komast ferða sinna til að lenda ekki í jólakettinum. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna að áramótin eru líklega sá tími þegar loftmengun er hvað mest vegna flugeldagleði landsmanna. Ég hef hingað til lagt minn skerf til þeirra hluta og stutt mitt íþróttafélag, sem aflar tekna með flugeldasölu, í leiðinni. Um hver áramót togast á í mér annars vegar tryggðin við félagið og stráksleg gleðin við að framleiða sem mestan hávaða og læti og hins vegar nagandi samviska yfir þeirri mengun og sóðaskap sem þessu fylgir. Til þessa hafa tryggðin við félagið og stráksskapurinn haft yfirhöndina, en samviskan sækir þó í sig veðrið eftir því sem aldurinn færist yfir. Kannski ég fái mér risatertu til að skjóta upp um áramótin og láti hana verða hina síðustu! Höfundur er fulltrúi í umhverfisráði Reykjavíkurborgar og sækist eftir 3.sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun