Hvert á að stefna og hver á að stjórna? - Birgir Finnbogason 3. nóvember 2005 06:00 Þeirri staðhæfingu er oft haldið fram að ferskur andblær komi með nýju og ekki síst ungu fólki. Einkum heyrist þetta þegar menn vilja komast til valda og reyna með þessari fullyrðingu að fylkja liði í kringum sig. Víst er það að oft er nauðsynlegt að skipta út forystu, en það verður ávallt að hafa í huga hver tilgangurinn er og hvaða markmiðum á að ná. Að sjálfsögðu þarf sá sem til forystu er valinn að hafa fleiri kosti en þá að vera "nýr" og ungur. Hann þarf að hafa tiltrú samverkamanna sinna og hafa burði til að yfirstíga þær hindranir sem í vegi verða. Því er það ekki alltaf svo að hinn "nýi" og "ferski" leiðtogi sé heppilegastur. Leiðtoginn þarf að hafa hæfileika til að vinna sínum hugmyndum fylgi, hafa traust, geta drifið fólk með sér og hafa styrk til að taka erfiðar ákvarðanir. Leiðtoginn getur ekki alltaf ráðið því hverjir veljast með honum til að stjórna. Það á bæði við þegar hópur fólks er valinn á framboðslista stjórnmálaflokka og einnig á þetta við hjá félögum í einkarekstri. Það er tekist á um það hver eða hverjir fái að draga vagninn og hvaða leiðir eða stefnu skuli taka til að ná settum markmiðum. Samhentur hópur æðstu stjórnenda er líklegri til að ná góðum árangri en ósamstíga hópur sem þarf að una málamiðlunum í mörgum mikilvægum málum. En það að þessir kjörnu aðilar geti unnið saman dugar ekki eitt og sér til að ná settu marki. Það þarf stjórnendur til að framfylgja stefnunni. Stjórnendur sem hafa skilning á þeirri stefnu og markmiðum sem hinir kjörnu aðilar hafa sett. Stundum virðist sem stjórnendum takist ekki að skilja þá stefnu sem hefur verið boðuð, séu ósammála henni eða hafi ekki getu til að framfylgja henni. Þá skiptir máli að þeir sem kjörnir eru til forystunnar greini þá veikleika strax og geri nauðsynlegar breytingar í stjórnendaliði sínu. Þá reynir á hæfni leiðtogans, hvort sem hún byggir á áunninni þekkingu vegna langrar reynslu, lærðri þekkingu eða meðfæddu innsæi. Yfirleitt þvælist það ekki fyrir leiðtogum fyrirtækjum í einkarekstri að taka nauðsynlegar ákvarðanir í þessum efnum. En það virðist oft erfiðara og viðkvæmara þegar um opinbera aðila er að ræða. Því er líklegt að yfirgripsmikil þekking á því umhverfi sem kjörinn fulltrúi til opinbera starfa hefur gefi honum forskot sem eðlilegt er að taka tillit til þegar um val á leiðtoga er að ræða. Höfundur er endurskoðandi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeirri staðhæfingu er oft haldið fram að ferskur andblær komi með nýju og ekki síst ungu fólki. Einkum heyrist þetta þegar menn vilja komast til valda og reyna með þessari fullyrðingu að fylkja liði í kringum sig. Víst er það að oft er nauðsynlegt að skipta út forystu, en það verður ávallt að hafa í huga hver tilgangurinn er og hvaða markmiðum á að ná. Að sjálfsögðu þarf sá sem til forystu er valinn að hafa fleiri kosti en þá að vera "nýr" og ungur. Hann þarf að hafa tiltrú samverkamanna sinna og hafa burði til að yfirstíga þær hindranir sem í vegi verða. Því er það ekki alltaf svo að hinn "nýi" og "ferski" leiðtogi sé heppilegastur. Leiðtoginn þarf að hafa hæfileika til að vinna sínum hugmyndum fylgi, hafa traust, geta drifið fólk með sér og hafa styrk til að taka erfiðar ákvarðanir. Leiðtoginn getur ekki alltaf ráðið því hverjir veljast með honum til að stjórna. Það á bæði við þegar hópur fólks er valinn á framboðslista stjórnmálaflokka og einnig á þetta við hjá félögum í einkarekstri. Það er tekist á um það hver eða hverjir fái að draga vagninn og hvaða leiðir eða stefnu skuli taka til að ná settum markmiðum. Samhentur hópur æðstu stjórnenda er líklegri til að ná góðum árangri en ósamstíga hópur sem þarf að una málamiðlunum í mörgum mikilvægum málum. En það að þessir kjörnu aðilar geti unnið saman dugar ekki eitt og sér til að ná settu marki. Það þarf stjórnendur til að framfylgja stefnunni. Stjórnendur sem hafa skilning á þeirri stefnu og markmiðum sem hinir kjörnu aðilar hafa sett. Stundum virðist sem stjórnendum takist ekki að skilja þá stefnu sem hefur verið boðuð, séu ósammála henni eða hafi ekki getu til að framfylgja henni. Þá skiptir máli að þeir sem kjörnir eru til forystunnar greini þá veikleika strax og geri nauðsynlegar breytingar í stjórnendaliði sínu. Þá reynir á hæfni leiðtogans, hvort sem hún byggir á áunninni þekkingu vegna langrar reynslu, lærðri þekkingu eða meðfæddu innsæi. Yfirleitt þvælist það ekki fyrir leiðtogum fyrirtækjum í einkarekstri að taka nauðsynlegar ákvarðanir í þessum efnum. En það virðist oft erfiðara og viðkvæmara þegar um opinbera aðila er að ræða. Því er líklegt að yfirgripsmikil þekking á því umhverfi sem kjörinn fulltrúi til opinbera starfa hefur gefi honum forskot sem eðlilegt er að taka tillit til þegar um val á leiðtoga er að ræða. Höfundur er endurskoðandi og formaður Íþróttafélagsins Fylkis.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar