Seinkun í flugi olli pakkaáhyggjum 23. desember 2004 00:01 Allt að tveggja sólarhringa seinkun var á flutningi pakka með flugi frá Bandaríkjunum fyrir jólin. Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri Flugleiða fraktar, segir að titringur hafi komið upp meðal viðskiptavina um að jólagjafir, sem keyptar hefðu verið á Netinu, kæmust ekki til kaupenda fyrir jól en það hafi bjargast. "Það eiga allir að fá sitt fyrir jólin," segir hann. Pétur segir að tappi hafi myndast þar sem óvenjumikill farþegafarangur hafi verið frá Bandaríkjunum upp á síðkastið auk þess sem netviðskiptin hafi aukist gríðarlega. Þetta hafi leitt til þess að ekki hafi verið jafn mikið pláss fyrir vörur og venjulega um borð í vélunum. Allt má þetta rekja til þess að gengi dollarans hefur verið óvenjulágt. "Vélarnar hafa borið minna vegna þess að það hefur verið óvenjumikill farangur á ferðinni," segir Pétur og rifjar upp dæmi um að ein fjölskylda hafi farið með 19 tómar töskur. Sú fjölskylda hafi reyndar verið um borð í einni af vélunum tveimur þar sem varð að skilja eftir farangur í Kanada til að hún gæti farið á loft. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að tvær konur hafi komið með hálft tonn í farangri í gær. "Innkaupafraktin hefur verið svo miklu meiri en við höfum nokkurn tímann séð áður þannig að það hefur tekið lengri tíma en við höfum viljað að koma þessu til landsins. En sem betur fer þá komum við þessu öllu heim," segir hann. Jón Ólafur Bergþórsson, framkvæmdastjóri FedEx, segir að netverslunin hafi aukist gríðarlega síðustu mánuði en ekki verði teknar saman tölur yfir verslunina fyrr en í byrjun næsta árs og þá verði hægt að ræða betur hver aukningin er. "Netverslunin hefur margfaldast með tilkomu ebay. Það er eins og Íslendingar hafi uppgötvað ebay á þessu ári, við finnum allavega fyrir því," segir hann. Innlent Jól Mest lesið Jólasveinar ganga um gólf Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Svona gerirðu graflax Jól 15 metra hermaður Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól Svið í jólamatinn Jól Nýr ilmur frá L´Occitane Jól Jólagleðin við völd - myndir Jól Aðventan boðar komu jólanna Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól
Allt að tveggja sólarhringa seinkun var á flutningi pakka með flugi frá Bandaríkjunum fyrir jólin. Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri Flugleiða fraktar, segir að titringur hafi komið upp meðal viðskiptavina um að jólagjafir, sem keyptar hefðu verið á Netinu, kæmust ekki til kaupenda fyrir jól en það hafi bjargast. "Það eiga allir að fá sitt fyrir jólin," segir hann. Pétur segir að tappi hafi myndast þar sem óvenjumikill farþegafarangur hafi verið frá Bandaríkjunum upp á síðkastið auk þess sem netviðskiptin hafi aukist gríðarlega. Þetta hafi leitt til þess að ekki hafi verið jafn mikið pláss fyrir vörur og venjulega um borð í vélunum. Allt má þetta rekja til þess að gengi dollarans hefur verið óvenjulágt. "Vélarnar hafa borið minna vegna þess að það hefur verið óvenjumikill farangur á ferðinni," segir Pétur og rifjar upp dæmi um að ein fjölskylda hafi farið með 19 tómar töskur. Sú fjölskylda hafi reyndar verið um borð í einni af vélunum tveimur þar sem varð að skilja eftir farangur í Kanada til að hún gæti farið á loft. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að tvær konur hafi komið með hálft tonn í farangri í gær. "Innkaupafraktin hefur verið svo miklu meiri en við höfum nokkurn tímann séð áður þannig að það hefur tekið lengri tíma en við höfum viljað að koma þessu til landsins. En sem betur fer þá komum við þessu öllu heim," segir hann. Jón Ólafur Bergþórsson, framkvæmdastjóri FedEx, segir að netverslunin hafi aukist gríðarlega síðustu mánuði en ekki verði teknar saman tölur yfir verslunina fyrr en í byrjun næsta árs og þá verði hægt að ræða betur hver aukningin er. "Netverslunin hefur margfaldast með tilkomu ebay. Það er eins og Íslendingar hafi uppgötvað ebay á þessu ári, við finnum allavega fyrir því," segir hann.
Innlent Jól Mest lesið Jólasveinar ganga um gólf Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Svona gerirðu graflax Jól 15 metra hermaður Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól Svið í jólamatinn Jól Nýr ilmur frá L´Occitane Jól Jólagleðin við völd - myndir Jól Aðventan boðar komu jólanna Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól