Siðlaus stefna stjórnvalda 22. desember 2004 00:01 Hörð gagnrýni er uppi á nýjar hækkanir Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, á komugjöldum vegna heimsókna til lækna á heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir. Þær taka gildi um áramót. "Þetta er bein afleiðing á skattastefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ögmundur Jónasson alþingismaður og bætti við að þessar hækkanir væru að eiga sér stað á sama tíma og ríkisstjórnin væri að létta stórlega sköttum af heilbrigði hátekjufólki. "Þetta er siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur til fólks sem á við heilsubrest að stríða," sagði Ögmundur. Heilbrigðisráðherra bendir á að um sé að ræða breytingar i samræmi við fjárlög 2005, en samkvæmt þeim sé gert ráð fyrir 46,8 milljóna króna hækkun sértekna hjá heilsugæslustöðvum og heilsugæslusviðum heilbrigðisstofnana. Þá hafi sértekjuáætlun Landspítala háskólasjúkrahúss verið hækkuð í fjárlögum næsta árs í 52,1 milljónir króna og breytist gjaldskrá á sjúkrahúsum í samræmi við þetta. Hann bendir jafnframt á að almennu komugjöldin á heilsugæslustöðvunum verði 1. janúar 2005 þau sömu í krónum og þau voru á árunum 1997 til 2000, en neysluverðvísitalan hefur hækkað um tæplega 34 prósent frá 1997. Hefðu komugjöldin fylgt þróun neysluverðsvísitölu væru þau nú 937 krónur. "Ríkisstjórnin herjar á fólk og heimtar að það borgi fyrir aðhlynningu í velferðarþjónustunni," sagði Ögmundur, sem bætti við að hann teldi slæmt hve langt væri í kosningar. "Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja þetta ekki. Þeir vilja ekki forgangsröðun af þessu tagi. Það hafa margar kannanir leitt í ljós." Hann kvaðst óttast að landsmenn ættu eftir að sjá meira af þessu tagi, til að mynda í formi enn meira sveltis gagnvart heilbrigðisstofnunum landsins. Sér sýndist það þegar vera farið að bitna á starfsfólki og þar af leiðandi á þjónustunni. HÆKKANIR Á LÆKNINGAGJÖLDUM Voru Verða Komugjöld á heilsugæslustöðvar 600 700 Öryrkjar/aldraðir /börn 300 350 Komugjöld utan dagvinnutíma 1.500 1.750 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Vitjanir lækna 1.600 1.850 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Krabbameinsleit á heilsugæslu 2.500 2.600 Heimsókn á slysadeild 3.210 3.320 Koma á göngudeild 1.721 1.777 Keiluskurðaðgerð 5.100 5.280 Hjartaþræðing 5.100 5.280 Sjúkraflutningar 3.400 3.500 Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Hörð gagnrýni er uppi á nýjar hækkanir Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, á komugjöldum vegna heimsókna til lækna á heilsugæslustöðvar og heilbrigðisstofnanir. Þær taka gildi um áramót. "Þetta er bein afleiðing á skattastefnu ríkisstjórnarinnar," sagði Ögmundur Jónasson alþingismaður og bætti við að þessar hækkanir væru að eiga sér stað á sama tíma og ríkisstjórnin væri að létta stórlega sköttum af heilbrigði hátekjufólki. "Þetta er siðlaus stefna og kaldar jólakveðjur til fólks sem á við heilsubrest að stríða," sagði Ögmundur. Heilbrigðisráðherra bendir á að um sé að ræða breytingar i samræmi við fjárlög 2005, en samkvæmt þeim sé gert ráð fyrir 46,8 milljóna króna hækkun sértekna hjá heilsugæslustöðvum og heilsugæslusviðum heilbrigðisstofnana. Þá hafi sértekjuáætlun Landspítala háskólasjúkrahúss verið hækkuð í fjárlögum næsta árs í 52,1 milljónir króna og breytist gjaldskrá á sjúkrahúsum í samræmi við þetta. Hann bendir jafnframt á að almennu komugjöldin á heilsugæslustöðvunum verði 1. janúar 2005 þau sömu í krónum og þau voru á árunum 1997 til 2000, en neysluverðvísitalan hefur hækkað um tæplega 34 prósent frá 1997. Hefðu komugjöldin fylgt þróun neysluverðsvísitölu væru þau nú 937 krónur. "Ríkisstjórnin herjar á fólk og heimtar að það borgi fyrir aðhlynningu í velferðarþjónustunni," sagði Ögmundur, sem bætti við að hann teldi slæmt hve langt væri í kosningar. "Ég er sannfærður um að Íslendingar vilja þetta ekki. Þeir vilja ekki forgangsröðun af þessu tagi. Það hafa margar kannanir leitt í ljós." Hann kvaðst óttast að landsmenn ættu eftir að sjá meira af þessu tagi, til að mynda í formi enn meira sveltis gagnvart heilbrigðisstofnunum landsins. Sér sýndist það þegar vera farið að bitna á starfsfólki og þar af leiðandi á þjónustunni. HÆKKANIR Á LÆKNINGAGJÖLDUM Voru Verða Komugjöld á heilsugæslustöðvar 600 700 Öryrkjar/aldraðir /börn 300 350 Komugjöld utan dagvinnutíma 1.500 1.750 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Vitjanir lækna 1.600 1.850 Öryrkjar/aldraðir/börn 700 800 Krabbameinsleit á heilsugæslu 2.500 2.600 Heimsókn á slysadeild 3.210 3.320 Koma á göngudeild 1.721 1.777 Keiluskurðaðgerð 5.100 5.280 Hjartaþræðing 5.100 5.280 Sjúkraflutningar 3.400 3.500
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira