Milljón til innanlandsaðstoðar í stað jólakorta 22. desember 2004 00:01 Síminn hefur líkt og í fyrra, ákveðið að senda ekki jólakort en gefa þess í stað Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna. Peningarnir eru ætlaðir til aðstoðar innanlands en Hjálparstarf kirkjunnar veitir Íslendingum ráðgjöf og neyðaraðstoð árið um kring. Félagsráðgjafi sinnir innanlandsaðstoðinni og markmiðið er alltaf að hjálpa fólki til að taka á sínum málum, þannig að það þurfi ekki á aðstoð góðgerðarfélaga að halda þegar fram líða stundir. Er þá gjarnan unnið með stofnunum og félagasamtökum svo fólk komist sem fyrst á réttan kjöl og geti framfleytt sér sjálft. Hjálparstarfið leggur áherslu á hjálp til sjálfshjálpar, að hvert verkefni leysi ekki aðeins brýnan vanda heldur sitji eftir þekking og færni sem nýtist viðkomandi áfram þótt Hjálparstarfið snúi sér að öðrum verkefnum. Aðstoð er veitt án tillits til trúar, stjórnmálaskoðana, kyns eða hvers annars sem aðgreinir fólk og henni ávallt beint til þeirra sem mest þurfa. Upphæðin, ein milljón króna, sem Síminn gefur nú Hjálparstarfi kirkjunnar er sambærileg við þann kostnað sem Síminn varði áður til jólakortasendinga. Þetta er í annað skiptið sem Síminn ver jólakortasjóði sínum til góðgerðamála, en í fyrra rann jólakortasjóðurinn í landsöfnun Sjónarhóls, þjónustumiðstöðvar fyrir börn með sérþarfir. Í tilkynningu frá Símanum segir að Síminn hafi á undanförnum árum lagt aukna áherslu á að styðja dyggilega við fjölmörg málefni.Þá segir að það sé mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Símann sem er í snertingu við hvert einasta heimili í landinu að láta til sín taka við verkefni af þessu tagi. Innlent Jól Menning Mest lesið Jólasveinar ganga um gólf Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Svona gerirðu graflax Jól 15 metra hermaður Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól Svið í jólamatinn Jól Nýr ilmur frá L´Occitane Jól Jólagleðin við völd - myndir Jól Aðventan boðar komu jólanna Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól
Síminn hefur líkt og í fyrra, ákveðið að senda ekki jólakort en gefa þess í stað Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna. Peningarnir eru ætlaðir til aðstoðar innanlands en Hjálparstarf kirkjunnar veitir Íslendingum ráðgjöf og neyðaraðstoð árið um kring. Félagsráðgjafi sinnir innanlandsaðstoðinni og markmiðið er alltaf að hjálpa fólki til að taka á sínum málum, þannig að það þurfi ekki á aðstoð góðgerðarfélaga að halda þegar fram líða stundir. Er þá gjarnan unnið með stofnunum og félagasamtökum svo fólk komist sem fyrst á réttan kjöl og geti framfleytt sér sjálft. Hjálparstarfið leggur áherslu á hjálp til sjálfshjálpar, að hvert verkefni leysi ekki aðeins brýnan vanda heldur sitji eftir þekking og færni sem nýtist viðkomandi áfram þótt Hjálparstarfið snúi sér að öðrum verkefnum. Aðstoð er veitt án tillits til trúar, stjórnmálaskoðana, kyns eða hvers annars sem aðgreinir fólk og henni ávallt beint til þeirra sem mest þurfa. Upphæðin, ein milljón króna, sem Síminn gefur nú Hjálparstarfi kirkjunnar er sambærileg við þann kostnað sem Síminn varði áður til jólakortasendinga. Þetta er í annað skiptið sem Síminn ver jólakortasjóði sínum til góðgerðamála, en í fyrra rann jólakortasjóðurinn í landsöfnun Sjónarhóls, þjónustumiðstöðvar fyrir börn með sérþarfir. Í tilkynningu frá Símanum segir að Síminn hafi á undanförnum árum lagt aukna áherslu á að styðja dyggilega við fjölmörg málefni.Þá segir að það sé mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Símann sem er í snertingu við hvert einasta heimili í landinu að láta til sín taka við verkefni af þessu tagi.
Innlent Jól Menning Mest lesið Jólasveinar ganga um gólf Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Svona gerirðu graflax Jól 15 metra hermaður Jól Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól Svið í jólamatinn Jól Nýr ilmur frá L´Occitane Jól Jólagleðin við völd - myndir Jól Aðventan boðar komu jólanna Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól