Skreytir tíundu jólin í röð 20. desember 2004 00:01 "Ég er að þessu fyrst og fremst ánægjunnar vegna og ekki í samkeppni við neinn. Jólin eru hátíð ljóssins og friðarins og það á ekki að vera nein samkeppni um skreytingar heldur á hver að skreyta eftir eigin getu og hugmyndaflugi," segir Sigtryggur Helgason en hann leggur lokahönd á jólaskreytingarnar í dag. "Þá fer ég að halda jól." Þetta eru tíundu jólin í röð sem Sigtryggur skreytir húsið hátt og lágt og því eru þetta ákveðin tímamót. Sigtryggur segir að það taki um viku í fullri vinnu að skreyta húsið, en það hefur tekið lengri tíma í ár sökum veikinda. "Ég er bara einn við þetta, það er ekkert gaman að þessu öðruvísi. Sigtryggur segir að ljósaseríurnar, rafmagnskaplarnir og ljósaslöngurnar séu alls um tveir og hálfur kílómetri að lengd. "Ég endurnýja þetta reglulega, en ljósaslangan hefur nýst mér vel því þetta er fyrsta slangan sem var flutt til landsins árið 1995 og ég hef átt hana síðan." Innlent Jól Menning Mest lesið Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Sálmur 565 - Kom, blíða tíð Jól Amma Dagmar brýst fram í desember Jól Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum Jól Jólalag dagsins: Hafdís Huld flytur lagið Jólahjól Jól Liggur í teiknimyndasögum Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Sálmur 80 - Bjart er yfir Betlehem Jól Gott er að gefa Jólin Páll Óskar - Þorláksmessukvöld Jól
"Ég er að þessu fyrst og fremst ánægjunnar vegna og ekki í samkeppni við neinn. Jólin eru hátíð ljóssins og friðarins og það á ekki að vera nein samkeppni um skreytingar heldur á hver að skreyta eftir eigin getu og hugmyndaflugi," segir Sigtryggur Helgason en hann leggur lokahönd á jólaskreytingarnar í dag. "Þá fer ég að halda jól." Þetta eru tíundu jólin í röð sem Sigtryggur skreytir húsið hátt og lágt og því eru þetta ákveðin tímamót. Sigtryggur segir að það taki um viku í fullri vinnu að skreyta húsið, en það hefur tekið lengri tíma í ár sökum veikinda. "Ég er bara einn við þetta, það er ekkert gaman að þessu öðruvísi. Sigtryggur segir að ljósaseríurnar, rafmagnskaplarnir og ljósaslöngurnar séu alls um tveir og hálfur kílómetri að lengd. "Ég endurnýja þetta reglulega, en ljósaslangan hefur nýst mér vel því þetta er fyrsta slangan sem var flutt til landsins árið 1995 og ég hef átt hana síðan."
Innlent Jól Menning Mest lesið Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Sálmur 565 - Kom, blíða tíð Jól Amma Dagmar brýst fram í desember Jól Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum Jól Jólalag dagsins: Hafdís Huld flytur lagið Jólahjól Jól Liggur í teiknimyndasögum Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Sálmur 80 - Bjart er yfir Betlehem Jól Gott er að gefa Jólin Páll Óskar - Þorláksmessukvöld Jól